by Rótin félag um málefni kvenna | 9.07.2021 | Fréttatilkynning, Námskeið
Vorið 2021 hélt Rótin þrjú námskeið í Hlaðgerðarkoti, tvö fyrir konur og eitt fyrir karla. Gott samstarf hefur verið með félaginu við Hlaðgerðarkot og Helgu Lind Pálsdóttur, forstöðukonu, og starfsfólk í Hlaðgerðarkoti um verkefnið.
Um er að ræða námskeiðið Konur finna styrk sinn, sem haldið var tvisvar sem er þýtt gagnreynt, áfalla- og kynjamiðað námskeið frá dr. Stephanie Covington. Námskeiðið er 90-120 mínútur í hvert sinn í 10 skipti. Góði hirðirinn styrkti verkefnið með veglegum styrk í desember 2020.
Hins vegar var námskeiðið Að byggja upp seiglu haldið fyrir karla. Námskeiðið er 6 skipta námskeið, 90 mínútur í senn og er líka áfalla- og kynjamiðað. Þýðing á efninu fékk styrk frá Landsbankanum og Landsvirkjun.
Verkefnisstjórn var í höndum Kristínar I. Pálsdóttur og Guðrún Ebba Ólafsdóttir hafði veg og vanda af þýðingu, aðlögun og þróun námsefnisins. Hún var jafnframt leiðbeinandi á öllum námskeiðunum.
Einnig var haldið námskeið fyrir alla starfsmenn Hlaðgerðarkots um nálgun Rótarinnar á vímuefnavanda og áfalla- og kynjamiðaða nálgun. Ráðgjafi frá Hlaðgerðarkoti er alltaf viðstaddur á námskeiðunum.
Þjónustukönnun um námskeiðin var lögð fyrir þátttakendur á seinna kvennanámskeiðinu og á karlanámskeiðinu og hér verður gerð grein fyrir niðurstöðum þeirra. (more…)
by Rótin félag um málefni kvenna | 17.03.2021 | Námskeið
Rótin í samvinnu við Bata og Vörðuna boðar til kynningarnámskeiðs á verkefninu Karlar og áföll – leiðir til bata.
ATH. Námskeiðið hefur verið flutt í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands vegna mikillar aðsóknar.
Námskeiðið er einkum ætlað fólki sem vinnur með körlum með áfallasögu og/eða vímuefnavanda. Kynnt verður námskeiðið Karlar og áföll – leiðir til bata sem ætlað er að styðja karla á batabraut og að í vinna úr afleiðingum áfalla. Námskeiðið leiðir karla inn á braut þroska, uppbyggingar á seiglu, aukinnar lífsánægju og hjálpar þeim að eiga í innilegri og innihaldsríkari samböndum. Námskeiðið er þróað af dr. Stephanie Covington og Roberto Rodriquez, M.A., heitir á ensku Exploring Trauma.
Skráðu þig hér. (more…)
by Rótin félag um málefni kvenna | 11.03.2021 | Námskeið
Rótin býður upp á námskeið fyrir konur sem hafa gengið í gegnum erfið samskipti í fjölskyldum og fjölskylduslit í samstarfi við Vegvísi – ráðgjöf og er haldið í húsnæði Vegvísis að Strandgötu 11 í Hafnarfirði.
Skráning á námskeiðið er hér.
Ávinningur af þátttöku í námskeiðinu
Þátttakendur öðlast betri þekkingu og skilning á aðstæðum sínum. Þær finna fyrir þeim krafti, seiglu og styrkleika sem býr innra með þeim. Þær upplifa frelsi og hamingju einar með sjálfri sér og með þeim sem þær velja að hafa í lífi sínu.
Aðferð
Fjallað er um ástæður fjölskylduslita sem geta verið margar til dæmis eftir erfið samskipti sem hafa þróast lengi en einnig í kjölfar þess að konur hafa opnað umræðu um ofbeldi í skjóli fjölskyldu, hvort heldur er í kjölfar sifjaspells, kynferðisofbeldis, líkamlegs eða andlegs ofbeldis. Einnig er farið í afleiðingarnar og erfiðar tilfinningar. Konurnar kortleggja eigin styrkleika og seiglu. Þær deila með sér leiðum til að lifa tilgangsríku lífi í sátt við sjálfa sig, að taka sér pláss og að takast á við það að vera ekki í tengslum við fjölskyldumeðlimi.
Samþykktir fyrir námskeið og hópa Rótarinnar gilda á námskeiðinu eins og í öðru starfi félagsins.
Skipulag
Námskeiðið er haldið laugardagana 8. og 15. maí kl. 10:00-14:00. Lokatíminn verður 18. september í haust. Námskeiðið er 12 klst.
Verð
30.000 kr.
Leiðbeinendur og verkefnisstjórn
Leiðbeinendur eru Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Katrín G. Alfreðsdóttir. Verkefnisstjóri er Kristín I. Pálsdóttir. Sjá nánar
by Rótin félag um málefni kvenna | 28.08.2020 | Fréttatilkynning, Hópastarf, Námskeið
Fyrsti viðburðurinn í starfi Rótarinnar haustið 2020 er námskeiðið Forvarnir fyrir grunnskóla sem haldið er 2. september. Í haust verða haldin nokkur námskeið á vegum félagsins, Rótarhópurinn hefur göngu sína 16. september og þá býður félagið upp á fjölbreytta fræðslu meðal annars fyrir ráðgjafa og dvalarkonur Kvennaathvarfsins.
Athugið að félagið fylgir sóttvarnareglum vegna Covid-19 og því komast færri að á námskeið og hópa.
Vegna Covid-19 er nú gert hlé á umræðukvöldum félagsins í haust og eins er um Hreyfiaflið.
(more…)
by Rótin félag um málefni kvenna | 28.08.2020 | Námskeið
Rótin heldur námskeið fyrir fagfólk sem þjónustar konur sem glíma við áföll og neysluvanda og er markmiðið þess að kynna þá aðferðafræði sem Rótin fylgir fyrir fagfólki sem hefur áhuga á nýrri nálgun í þjónustu við konur með áfallasögu og/eða vímuefnavanda. Á námskeiðinu er stuðst við áfalla- og kynjamiðaða gagnreynda þekkingu.
Drög að dagskrá
- Rótin. Tilurð félagsins og hugmyndafræðin. Skipulag og starfsemi. Leiðarljós og reglur fyrir námskeið og hópastarf
- Kenningar um skaðlega vímuefnanotkun. Sjúkdómskenningin. Einstaklingurinn í forgrunni og aðrar nýjar kenningar
- Vald og ofbeldi
- Þróun áfalla. Meðal annars skoðað m.t.t. kynja
- ACE-rannsóknin og aðrar rannsóknir um tengsl áfalla við alvarlega sjúkdóma
- Skaðaminnkun
- Áfallamiðuð starfsemi
- Valdefling kvenna. Seigla og styrkleikar. Spurt er: „Hvað kom fyrir þig?“ en ekki „Hvað er að þér?“
- Konur finna styrk sinn. Námskeið og hópar Rótarinnar kynnt ítarlega
- Helstu sóknarfærin á þessu sviði ekki síst á tímum COVID-19
Skipulag
Verð
Leiðbeinendur og verkefnisstjórn
- Leiðbeinendur eru Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Katrín G. Alfreðsdóttir og Kristín I. Pálsdóttir. Sjá nánar.
by Rótin félag um málefni kvenna | 20.08.2020 | Fréttatilkynning, Námskeið
Rótin, félag um konur, áföll og vímugjafa heldur námskeið um forvarnir í grunnskólum, áskoranir og leiðir miðvikudaginn 2. september 2020 kl. 13.30-16.00 í sal Laugalækjarskóla. Námskeiðið hlaut styrk úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla og er því niðurgreitt. Þátttökugjald er 2.000 kr. og innifalið í því er verkefnahefti sem allir þátttakendur fá.
Einnig er hægt að fá námskeiðið í einstaka skóla eða svæði.
Sjá einnig á vef Rótarinnar þar sem skráning fer fram og þessari færslu er hægt að deila af Facebook.
Námskeið Rótarinnar byggist á gagnreyndri þekkingu á forvörnum. Á námskeiðinu verður meðal annars fjallað um börn og unglinga í áhættuhópum og áhrifaþætti vímuefnanotkunar eins og þeir birtast t.d. rannsóknum á erfiðri lífsreynslu í æsku og tengsl við vímuefnanotkun (ACE-listinn). Unnið er út frá því að vímuefnanotkun sé ekki einangrað vandamál heldur eigi sér m.a. rætur í áföllum. Þá er einnig fjallað um kynjavinkilinn á fíkniferlinum. Kynnt verða líkön um skipulag forvarna, eins og íslenska módelið, og skoðað hvað virkar og hvað ekki í forvörnum (European Prevention Curriculum). Einnig verður fjallað um verndandi þætti sem styðja gegn áhættuhegðun og vímuefnanotkun með sérstakri áherslu á hlut skóla í því sambandi.
Markmiðið með námskeiðinu er að styðja og styrkja starfsfólk skóla í að vinna að forvörnum í samræmi við nýjustu gagnreynda þekkingu og auka þekkingu á aðferðum sem styðja við betri líðan barna í skólunum. (more…)