Samstarfsverkefni

Hlaðgerðarkot

Rótin og meðferðarheimilið Hlaðgerðarkot hófu samstarf um nýsköpunar- og þróunarstarf á sviði meðferðar við vímuefnavanda í janúar 2021 þegar Rótin hóf að bjóða þeim sem sækja sér meðferð í Hlaðgerðarkot þátttöku í námskeiðum á vegum félagsins.

Á vorönn 2021 hélt Rótin fjögur námskeið í Hlaðgerðarkoti. Haldið var námskeið fyrir starfsfólk Hlaðgerðarkots hinn 27. janúar. Þá var boðið upp á tvö Rótarnámskeið fyrir konur og eitt fyrir karla á tímabilinu.

Námskeiðið Konur finna styrk sinn, var haldið tvisvar. Námskeiðið, sem er þýtt gagnreynt, áfalla- og kynjamiðað, er 90-120 mínútur í hvert sinn, í 10 skipti eftir dr. Stephanie Covington. Sjá nánar.

Hins vegar er áfalla- og kynjamiðað námskeið fyrir karla: Karlar og áföll. Sjá nánar.

Verkefnisstjórn fyrir Rótina er í höndum Kristínar I. Pálsdóttur og Guðrún Ebba Ólafsdóttir, fræðslustjóri Rótarinnar, hafði veg og vanda af þýðingu, aðlögun og þróun námsefnisins. Hún var jafnframt leiðbeinandi á öllum námskeiðunum. Helga Lind Pálsdóttir, félagsráðgjafi og forstöðumaður, er fulltrúi Hlaðgerðarkots í verkefnisstjórn. Ráðgjafar í Hlaðgerðarkoti eru virkir þátttakendur í verkefninu, fá þjálfun í kynja- og fallamiðaðri nálgun, sitja námskeiðin með leiðbeinanda og styðja vel við þátttakendur og nýta aðferðir og úrræði í hópa- og einstaklingsvinnu á milli tíma.

Góði hirðirinn styrkti námskeið fyrir starfsfólk og konur með veglegum styrk í desember 2020. Þýðing á námskeiði fyrir karla fékk styrki frá Landsbankanum og Landsvirkjun.

Viðtal við Helgu Lind og Kristínu birtist í Samhjálparblaðinu vorið 2021 og má lesa það hér.

Rótin og meðferðarheimilið Hlaðgerðarkot hófu samstarf um nýsköpunar- og þróunarstarf á sviði meðferðar við vímuefnavanda í janúar 2021 þegar Rótin hóf að bjóða þeim sem sækja sér meðferð í Hlaðgerðarkot þátttöku í námskeiðum á vegum félagsins.

Á vorönn 2021 hélt Rótin fjögur námskeið í Hlaðgerðarkoti. Haldið var námskeið fyrir starfsfólk Hlaðgerðarkots hinn 27. janúar. Þá var boðið upp á tvö Rótarnámskeið fyrir konur og eitt fyrir karla á tímabilinu.

Kvennaathvarfið

Rótin og Kvennaathvarfið hafa tekið saman höndum um fræðslu til kvenna sem leita til athvarfsins.

Rótin bauð starfs- og stjórnarkonum Kvennaathvarfsins upp á námskeið um kynja- og áfallamiðaða nálgun í mars 2021 og haustið 2021 er boðið upp á námskeiðið Á tímamótum – leið til aukinna lífsgæða fyrir konur sem fá þjónustu Kvennaathvarfsins.

Á námskeiðinu er lögð áhersla á að vinna með rætur ýmis konar andstreymis í lífi kvenna og er athyglinni beint að þeim áföllum sem konur eru í mestri hættu á að verða fyrir eins og kynferðisofbeldi, ofbeldi í nánum samböndum og öðru ofbeldi á milli tengdra aðila. Spurt er hvað kom fyrir konurnar, í stað þess að spyrja hvað sé að þeim, hvernig þær komust af og til hvaða bjargráða hver og ein þeirra greip.
Markmiðið er að konur öðlist aukna sjálfsþekkingu sem einstaklingar en skilgreini sig ekki í gegnum sambönd eða stöðu sína. Einnig að þær átti sig á styrkleikum sínum og geti byggt framtíð sína og betra líf á þeim.
Höfundur námskeiðsins er Guðrún Ebba Ólafsdóttir og er efni þess meðal annars sótt í smiðju dr. Stephanie Covington en kemur einnig frá öðrum námskeiðum Rótarinnar eins og námskeiðinu Þú ert ekki ein sem er fyrir konur sem hafa upplifað fjölskylduslit.

Verkefnið er unnið með styrk frá félagsmálaráðuneyti.

Rótin og Kvennaathvarfið hafa tekið saman höndum um fræðslu til kvenna sem leita til athvarfsins.

Rótin bauð starfs- og stjórnarkonum Kvennaathvarfsins upp á námskeið um kynja- og áfallamiðaða nálgun í mars 2021 og haustið 2021 er boðið upp á námskeiðið Á tímamótum – leið til aukinna lífsgæða fyrir konur sem fá þjónustu Kvennaathvarfsins.

MARISSA-verkefnið

MARISSA-verkefnið (Multi-agency approach to support victims of intimate partner violence with substance abuse issues) er tveggja ára Evrópskt samvinnuverkefni (2020-2021) sem hlaut styrk úr áætlun Evrópusambandsins um réttindi, jafnrétti og borgararétt. Markmið verkefnisins er að fjalla um samslátt heimilisofbeldis og vímuefnavanda og byggja upp þekkingu og þjálfa starfsfólk sem vinnur með konum sem orðið hafa fyrir heimilisofbeldi og glíma við vímuefnavanda.

MARISSA er á Facebook og Twitter og einnig er hægt að vera á póstlista verkefnisins.

Eins og staðan er skortir á að þolendum heimilisofbeldis með vímuefnavanda sé veitt viðeigandi þjónusta þar sem þetta tvennt hefur hingað til verið meðhöndlað í sitt hvoru lagi þegar ljóst er að betur fari á því að vinna með hvort tveggja á samþættan hátt.

Helstu þættir verkefnisins eru:

  • Samstarf fagfólks úr mismunandi úrræðum með mismunandi faglegan bakgrunn að því er varðar ofbeldi í nánum samböndum og vímuefnavanda
  • Tillögur um stefnumótun að því er varðar samslátt ofbeldis í nánum samböndum og vímuefnavanda
  • Þjálfunarhandbók um samvinnu þjónustuaðila og þróun inngripa fyrir fólk sem orðið hefur fyrir ofbeldi í nánum samböndum og er með vímuefnavanda
  • Mat á inngripum sem verða þróuð og þróun leiðbeininga fyrir inngrip vegna ofbeldis í nánum samböndum og vímuefnavanda

MARISSA mun auka þekkingu og hæfni fagfólks og stuðla að samvinnu á milli stofnana með þróun og prófunum á ítarlegri handbók sem og með nýbreytni í verkfærum fyrir fólk sem sinnir fólki með vímuefnavanda sem hefur orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum.

Í verkefninu er skilgreining Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar á ofbeldi í nánum samböndum (e. Intimate Partner Violence – VIP) notuð: „ Ofbeldi í nánum samböndum er hver sú hegðun innan náins sambands sem veldur hinum sambandsaðilanum líkamlegum, sálrænum eða kynferðilegum skaða. Dæmi um slíka hegðun er rakin hér á eftir.

  • Beiting líkamlegs ofbeldis, eins og að löðrunga, kýla, sparka og berja.
  • Kynferðislegt ofbeldi, þar með talið þvinga til kynmaka og önnur kynferðisleg valdbeiting.
  • Tilfinningaleg (sálræn) misnotkun, eins og móðganir, smánun, stöðug niðurlæging, ógnanir (t.d. með því að eyðileggja hluti), hótanir um meiðingar, hótanir um að taka börnin.
  • Stjórnandi hegðun, þar með talið að einangra aðila frá fjölskyldu og vinum; vinnu, menntun eða heilbrigðisþjónustu.

Vímuefnavandi (e. Problematic Substance Use) er einnig skilgreindur í samræmi við skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem inniber „notkun hugbreytandi efna, þar með talið áfengis og ólöglegra vímuefna“. Notkun hugbreytandi efna getur leitt til hæðis sem allajafna felur í sér sterka löngun í til að nota vímuefni, erfiðleikar með að stjórna notkuninni, halda áfram að nota þrátt fyrir skaðlegar afleiðingar, vímuefnanotkun er í forgang fyrir annarri virkni og skuldbindingum, aukið þol og stundum líkamleg fráhvörf.

Samstarfsaðilar Rótarinnar í verkefninu eru:

Myllumerki:

#marissa#IPVandSubstanceuse#supportvictimsIPV#SubstanceUseAwareness#IPVawareness

MARISSA-verkefnið (Multi-agency approach to support victims of intimate partner violence with substance abuse issues) er tveggja ára Evrópskt samvinnuverkefni (2020-2021) sem hlaut styrk úr áætlun Evrópusambandsins um réttindi, jafnrétti og borgararétt. Markmið verkefnisins er að fjalla um samslátt heimilisofbeldis og vímuefnavanda og byggja upp þekkingu og þjálfa starfsfólk sem vinnur með konum sem orðið hafa fyrir heimilisofbeldi og glíma við vímuefnavanda.

Eistneskt verkefni gegn heimilisofbeldi

Samstarfsverkefni með Eistneskum samtökum. Pärnu Women’s Support Centre, Women’s Support and Information Centre, For the protection of Non-Violent Life og Rótin vinna að verkefninu “Trained specialists help to reduce domestic violence in Estonia”. Verkefnið er fjármagnað af uppbyggingarsjóði EFTA, (Local Development and Poverty Reduction program) og varir í 18 mánuði: 01.02.2021-31.07.2022. Sjá nánar.

Markmið verkefnisins er að vinna gegn heimilisofbeldi í Eistlandi og verður gefin út handbók fyrir þá sem starfa með þolendum sem fjallar m.a. um tengsl ofbeldis við vímuefnavanda, ofbeldi gegn öldruðum, stafrænt ofbeldi, ráðgjöf í gegnum netið og samstarfstækifæri.

Rótin skrifar kaflann í þessa handbók sem fjallar um samslátt vímuefnavanda og ofbeldis í nánum samböndum og fer út til Eistlands vorið 2022 og heldur þjálfunarnámskeið fyrir fagfólk sem vinnur með þolendum.

Samstarfsverkefni með Eistneskum samtökum. Pärnu Women’s Support Centre, Women’s Support and Information Centre, For the protection of Non-Violent Life og Rótin vinna að verkefninu “Trained specialists help to reduce domestic violence in Estonia”. Verkefnið er fjármagnað af uppbyggingarsjóði EFTA, (Local Development and Poverty Reduction program) og varir í 18 mánuði: 01.02.2021-31.07.2022. Sjá nánar.

Fíknivandi og kynjasamþætting - Handbók

Kristín I. Pálsdóttir er þátttakandi í vinnuhópi á vegum Pompidou-hóps Evrópuráðsins sem skrifar handbók um synjasamþættingu í mótun fíknistefnu fyrir hönd Rótarinnar. Verkefnið ber heitið “Implementing a gender approach in different drug policy areas: from prevention, care and treatment services to law enforcement & the criminal justice system”.

Markmið verkefnisins er að skrifa handbók sem inniheldur meginreglur og hagnýt dæmi til leiðsagnar við innleiðingu kynjaðrar stefnu í forvörnum, umönnun og meðferð fólks með vímuefnavanda. Einnig á bókin að vera leiðarvísir fyrir lögreglu og réttarvörslukerfi um hagnýtar aðferðir til kynjasamþættingar í þeirra störfum.

Handbókin kemur út á árinu 2022 og verður ef að líkum lætur þýdd yfir á íslensku.

Pompidou-hópurinn er undirstofnun Evrópuráðsins og var stofnaður árið 1971 til að samræma stefnu og starf þátttökuríkja hvað varðar fíknistefnu og aðgerðir. Pompidou-hópurinn starfar samkvæmt grunngildum Evrópuráðsins um mannréttindi, lýðræði og réttarríki.

Kristín er einnig aðili að European Gender and Drugs Group, sérfræðingahópi á vegum EMCDDA – Eftirlitsstofnunar Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn. Eitt af verkefnum hópsins er að undirbúa málstofu um vímuefnavanda og kynjasamþættingu á stærstu ráðstefnu í Evrópu um vímuefnavanda, European Conference on Addictive Behaviours and Dependencies eða Lisbon Addictions. Ráðstefnan verður haldin 23.-25. nóvember 2022.

 

Kristín I. Pálsdóttir er þátttakandi í vinnuhópi á vegum Pompidou-hóps Evrópuráðsins sem skrifar handbók um kynjaða nálgun í mótun fíknistefnu fyrir hönd Rótarinnar. Verkefnið ber heitið “Implementing a gender approach in different drug policy areas: from prevention, care and treatment services to law enforcement & the criminal justice system”.

Share This