Um Rótina

Rótin – félag um velferð og lífsgæði kvenna – var stofnað þann 8. mars 2013. Rótin er félag áhugakvenna og eru allar konur með áhuga á málefninu velkomnar til þátttöku.

Markmið félagsins eru eftirfarandi:

Markmið Rótarinnar er:

a) Að vera málsvari kvenna sem eiga sögu um áföll og/eða vímuefna-vanda og að beita sér fyrir aukinni velferð og lífsgæðum þeirra.

b) Að beita sér fyrir faglegri stefnumótun um skaðaminnkun, mann-réttindi, samkenndarmiðaða nálgun og áfalla- og kynjamiðaða þjónustu.

c) Að stuðla að rannsóknum og beita sér fyrir öflun þekkingar, upplýsinga og úrvinnslu fyrirliggjandi gagna um þessi málefni konum til góða.

d) Að efla samstarf á milli stofnana, samtaka og annarra fagaðila og halda fyrirlestra, standa að ráðstefnum og námskeiðum, eitt eða í samráði við aðra.

e) Að reka Konukot sem er neyðarskýli fyrir húsnæðislausar konur í Reykjavík samkvæmt þjónustusamningi við Reykjavíkurborg.

Skráðu þig í félagið og fáðu fréttabréfið okkar í tölvupósti!

Á aðalfundi 2021 var ákveðið að send verði valkvæð greiðsla upp á 3.000 kr. í heimabanka félagskvenna. Við tökum einnig glaðar á móti frjálsum framlögum. Hvert framlag skiptir máli!

Smelltu hér til að skrá þig í Rótina.

Rótin – félag um velferð og lífsgæði kvenna – Kt. 500513-0470 – Bankanr. 0101 -26-011472.

Sendu póst á rotin@rotin.is þegar greitt er inn á reikninginn.

Fólkið

Kristín I. Pálsdóttir

Kristín I. Pálsdóttir

Talskona og framkvæmdastjóri

Kristín er ein af stofnendum félagsins. Kristín er með BA-próf í spænsku og ferðamálafræði, MA-próf í ritstjórn og útgáfufræðum frá Háskóla Íslands og Professional Certificate í konum og vímuefnanotkun frá University College Dublin. Hún hefur verið þátttakandi í margvíslegu grasrótarstarfi, var í ráði Femínistafélags Íslands frá 2009-2012, sat í starfshópi velferðarráðherra um heildstæða áfengis- og vímuvarnastefnu 2012-2013 og í Jafnréttisráði frá 2015-2018. Hún starfaði sem verkefnisstjóri við Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum í Háskóla Íslands, RIKK frá 2014-2020. Kristín hefur verið verkefnisstjóri fjölda ráðstefna, hérlendis og erlendis, og skrifað ritrýndar greinar, m.a. „Fíknivandi kvenna og meðferð við honum“ í Geðvernd, rit Geðverndarfélags Íslands, (44. árg. 2015). Hún er einn af höfundum skýrslanna „Saman gegn ofbeldi: úttekt á samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn heimilisofbeldi“ (RIKK, 2016) og „Átak gegn heimilisofbeldi: úttekt á samstarfsverkefni sveitarfélaganna Kópavogs, Hafnarfjarðar og Garðabæjar og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn heimilisofbeldi“ (RIKK, 2017). Kristín er í vinnuhópi á vegum Pompidou-hóps Evrópuráðsins sem vinnur að handbók um vímuefnavanda og kyn og er einnig þátttakandi í European Gender and Drugs Group, sérfræðingahópi á vegum EMCDDA-Eftirlitsstofnunar Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn.

Halldóra R. Guðmundsdóttir

Halldóra R. Guðmundsdóttir

Forstöðukona í Konukoti

Halldóra er með BS í sálfræði frá HÍ og diplóma í heilsuhagfræði frá sama skóla. Þá hefur hún hlotið nafnbót sem alþjóðlegur mentor í þjónandi leiðsögn og setið hin ýmsu námskeið á vegum Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar m.a. í verkefnastjórnun og jákvæðum samskiptum. Halldóra starfaði áður sem forstöðumaður í sértækri búsetu fyrir fólk með einhverfu og hegðunarfrávik. Hún var hluti af mannauðsteymi þjónustumiðstöðvar Breiðholts ásamt því að sitja í framkvæmdarstjórn fyrir hönd búsetunnar í Breiðholti. Hluti af störfum Halldóru fólst í kynningarstörfum og hefur hún haldið erindi um nauðung og þvingun í starfi með fötluðum og kynnt störf hjá Reykjavíkurborg í vísindaferðum og háskólum á höfuðborgarsvæðinu. Þá var hún sjálfboðaliði hjá Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarúrræði Rauða krossins.

Þórunn Sif Böðvarsdóttir

Þórunn Sif Böðvarsdóttir

Leiðbeinandi

Þórunn Sif er grunnskólakennari með B-ed próf í kennslufræðum, Einnig hefur hún lokið námskeiðum um kennslu fullorðinna. Hún hefur kennt námskeið hjá Mími og Námsflokkum Hafnarfjarðar og starfað fyrir Menntamálastofnun. Þórunn Sif var um árabil í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur ásamt því að sinna trúnaðarstörfum fyrir Kennarasamband Íslands. Hún er fulltrúi norrænna tungumálakennara í verkefni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og hefur verið búsett í Danmörku og Svíþjóð. Hún sat í stjórn SÁÁ 2012-2021 og Slysavarnardeildar kvenna um árabil. Árið 2016 tók hún þátt í átakinu „Styttum svartnættið“  á vegum Stígamóta. Hún kennir ensku í 9. og 10. bekk í Laugalækjarskóla og er trúnaðarmaður þar auk vinnu sinnar fyrir Rótina.

Ráð Rótarinnar

Ráð Rótarinnar 2022-2023

Helga Baldvins Bjargardóttir, Kristín I. Pálsdóttir, Marta Sigríður Pétursdóttir, Sara Stef. Hildardóttir og Þórunn Sif Böðvarsdóttir

Vararáð: Anna Daníelsdóttir, Elísabet Brynjarsdóttir

Skoðunaraðili reikninga: Auður Önnu Magnúsdóttir

Netfang ráðsins er: rotin@rotin.is

Ráð Rótarinnar 2021-2022

Anna Daníelsdóttir, Elín Bára Lúthersdóttir, Elísabet Brynjarsdóttir, Fanney Svansdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Helga Baldvins Bjargardóttir, Kristín I. Pálsdóttir, Sara Stef. Hildardóttir og Þórunn Sif Böðvarsdóttir

Vararáð: Guðbjörg Thoroddsen, Sjöfn Kristjánsdóttir og Snæfríður Jóhannesdóttir

Skoðunaraðili reikninga: Auður Önnu Magnúsdóttir

Netfang ráðsins er: rotin@rotin.is

Ráð Rótarinnar 2020-2021

Anna Daníelsdóttir, Áslaug Kristjana Árnadóttir, Elísabet Brynjarsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hulda Stefanía Hólm, Katrín G. Alfreðsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir, Vagnbjörg Magnúsdóttir og Þórlaug Sveinsdóttir

Vararáð: Guðrún Magnúsdóttir (Gunný), Elínrós Líndal og Sólveig Þorleifsdóttir 

Skoðunaraðili reikninga: Auður Önnu Magnúsdóttir

Netfang ráðsins er: rotin@rotin.is

Ráð Rótarinnar 2019-2020

 Auður Önnu Magnúsdóttir, Árdís Þórðardóttir, Áslaug Kristjana Árnadóttir. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir (sagði sig úr ráðinu  í febrúar af persónulegum ástæðum), Hulda Stefanía Kristjánsdóttir, Katrín Alfreðsdóttir, Kristín Pálsdóttir og Þórlaug Sveinsdóttir.

Vararáð: Björg Torfadóttir, Guðrún Erna Hreiðarsdóttir og Sólveig Þorleifsdóttir.

Skoðunaraðili reikninga: Dóróthea Lórenzdóttir.

Netfang ráðsins er: rotin@rotin.is

Ráð Rótarinnar 2018-2019

Árdís Þórðardóttir, Áslaug Kristjana Árnadóttir,  Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Helena Bragadóttir, Katrín Guðný Alfreðsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir, Soffía Bæringsdóttir og Þórlaug Sveinsdóttir.

Vararáð: Guðrún Kristjánsdóttir, Edda Arinbjarnar og Lísa Kristjánsdóttir. Lísa vék úr vararáði 1. desember 2017.

Netfang ráðsins er: rotin@rotin.is

Netfang talskonu er: talskona@rotin.is

Ráð Rótarinnar 2017-2018

Árdís Þórðardóttir, Áslaug Kristjana Árnadóttir,  Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Gunný Ísis Magnúsdóttir, Katrín Guðný Alfreðsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir, Margrét Valdimarsdóttir og Þórlaug Sveinsdóttir.

Vararáð: Guðrún Kristjánsdóttir, Edda Arinbjarnar og Lísa Kristjánsdóttir. Lísa vék úr vararáði 1. desember 2017.

Netfang ráðsins er: rotin@rotin.is

Netfang talskonu er: talskona@rotin.is

Ráð Rótarinnar 2016-2017

Árdís Þórðardóttir, Áslaug Kristjana Árnadóttir,  Guðrún Ebba Ólafsdóttir,  Gunnhildur Bragadóttir, Gunný Ísis Magnúsdóttir, Heiða Brynja Heiðarsdóttir (sagði sig úr ráði í lok nóvember 2016), Katrín Guðný Alfreðsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir og Þórlaug Sveinsdóttir.

Kristín er talskona og ritari og Árdís er gjaldkeri.

Vararáð: Guðrún Kristjánsdóttir, Edda Arinbjarnar og Lísa Kristjánsdóttir.

Netfang ráðsins er: rotin@rotin.is

Netfang talskonu er: talskona@rotin.is

Ráð Rótarinnar 2015-2016

Árdís Þórðardóttir, Brynhildur Jensdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir,  Gunnhildur Bragadóttir, Gunný Ísis Magnúsdóttir, Hildur Þórðardóttir, Katrín Guðný Alfreðsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir og Þórlaug Sveinsdóttir.

Kristín er talskona og ritari og Árdís er gjaldkeri.

Vararáð: Guðrún Kristjánsdóttir, Edda Arinbjarnar og Lísa Kristjánsdóttir

Ráð Rótarinnar 2014-2015

Árdís Þórðardóttir, Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir,  Gunnhildur Bragadóttir, Gunný Ísis Magnúsdóttir, Jóna Björg Howard, Kristín I. Pálsdóttir og Þórlaug Sveinsdóttir.

Kristín er talskona og ritari og Gunný Ísis er gjaldkeri.

Vararáð: Guðrún Kristjánsdóttir, Edda Arinbjarnar og Lísa Kristjánsdóttir.

Ráð Rótarinnar 2013-2014

Árdís Þórðardóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Gunnhildur Bragadóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir, Þórlaug Sveinsdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir og Gunný Ísis Magnúsdóttir.

Talskona var Guðrún Kristjánsdóttir en ritari Kristín og Gunný Ísis gjaldkeri.

Vararáð: Edda Arinbjarnar, Sólveig Anna Bóasdóttir og Lísa Kristjánsdóttir.

Viðurkenningar

2021

Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar féllu í hlut Rótarinnar hinn 17. maí 2021.

2019

Jafnréttisviðurkenning Jafnréttisráðs var veitt Rótinn hinn 31. október 2019.

Snjallræði – samfélagsshraðall. Rótin var eitt af átta teymum sem valin voru til þátttöku í Snjallræði.

2015

Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins. Rótin var tilnefnd til aðalverðlauna Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins ásamt Stígamótum og UN Women. Stígamót hlutu verðlaunin.

2014

Réttlætisviðurkenning Stígamóta. Rótin hlaut réttlætisviðurkenningu Stígamóta árið 2014 ásamt 6 öðrum.

Lög félagsins

1.gr.

Félagið heitir Rótin – félag um velferð og lífsgæði kvenna. Lögheimili og varnarþing þess eru í Reykjavík.

2.gr.

Markmið Rótarinnar er:

  1. a) Að vera málsvari kvenna sem eiga sögu um áföll og/eða vímuefnavanda og að beita sér fyrir aukinni velferð og lífsgæðum þeirra.
  2. b) Að beita sér fyrir faglegri stefnumótun um skaðaminnkun, mannréttindi, samkenndarmiðaða nálgun og áfalla- og kynjamiðaða þjónustu.
  3. c) Að stuðla að rannsóknum og beita sér fyrir öflun þekkingar, upplýsinga og úrvinnslu fyrirliggjandi gagna um þessi málefni konum til góða.
  4. d) Að efla samstarf á milli stofnana, samtaka og annarra fagaðila og halda fyrirlestra, standa að ráðstefnum og námskeiðum, eitt eða í samráði við aðra.
  5. e) Að reka Konukot sem er neyðarskýli fyrir húsnæðislausar konur í Reykjavík samkvæmt þjónustusamningi við Reykjavíkurborg.

3.gr.

Félagið er opið öllum konum sem aðhyllast markmið félagsins.

4.gr.

Framlög til félagsins eru öllum frjáls. Heimilt er að leggja fram stuðning og styrki til samtakanna í öðru formi en peningum og skal þess þá sérstaklega getið. Félaginu er heimilt en ekki skylt að taka við fjárframlögum, gjöfum, styrkjum eða stuðningi sem bundin er kvöðum.

Ákvörðun um móttöku skv. ákvæði þessu skal tekin af talskonu ráðsins en hún getur jafnframt ákveðið að eigin frumkvæði að fela ráði samtakanna að taka ákvörðun um móttöku í einstaka tilvikum.

5.gr.

Aðalfundur félagsins skal haldinn vor hvert. Allir félagar sem skráðir hafa verið að lágmarki fimm daga í félagið hafa rétt til setu og atkvæðisrétt á fundi. Aðalfundur telst löglega boðaður ef fundarboð er sent með tölvupósti á félaga með a.m.k. tíu daga fyrirvara.

6.gr.

Á aðalfundi er samþykkt starfsáætlun til eins árs. Á aðalfundi skulu kosnir fimm félagar í ráð sem fer með ákvörðunarvald félagsins milli aðalfunda. Einnig skulu kosnir tveir varafulltrúar í ráð félagsins. Ráðið hefur umboð til að álykta í nafni félagsins enda sé ályktunin í samræmi við grundvallar-markmið þess. Ráði félagsins er heimilt að skipa hópa til starfa í nafni félagsins. Ráðið skiptir með sér verkum á fyrsta fundi sínum. Skipaðar skulu talskona, ritari og gjaldkeri félagsins… Ráð Rótarinnar skal funda að minnsta kosti fjórum sinnum á ári eða oftar ef þurfa þykir. Fundurinn er atkvæðisbær ef meirihluti ráðsins mætir. Dagskrá aðalfundar skal vera eftirfarandi;

  1. Fundur settur.
  2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  3. Skýrsla ráðs fyrir liðið starfsár.
  4. Reikningar félagsins lagðir fram til umræðu og gengið til atkvæða um þá.
  5. Lagabreytingar
  6. Kosning aðal- og varafulltrúa í ráð.
  7. Kosning á skoðunaraðila reikninga.
  8. Ákvörðun félagsgjalda.
  9. Tillaga ráðs um starfsáætlun næsta starfsár.
  10. Önnur mál.

7.gr.

Reikningsár félagsins er 1. janúar til 31. desember. Á aðalfundi skal kjósa einn skoðunaraðila reikninga. Ráð félagsins leggur fram tillögu um félagsgjöld á aðalfundi félagsins.

8.gr.

Tillögur um lagabreytingar skal leggja fram til ráðs a.m.k. fimm dögum fyrir aðalfund. Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi félagsins. Lagabreytingarnar teljast samþykktar ef 2/3 hluti félaga sem sækja aðalfund samþykkja breytingarnar.

9.gr.

Rótinni má slíta með ákvörðun 2/3 hluta félaga á aðalfundi eða félagsfundi. Náist ekki tilskilin félagafjöldi á aðalfundi/félagsfundi má halda framhaldsfund og þarf þá 2/3 hluti fundaraðila að samþykkja slit til að félaginu teljist slitið. Við slit félagsins skulu eignir, ef einhverja eru, renna til styrktar meðferðastarfs fyrir konur.

Samþykkt 16. maí 2022

 

Share This