Um Rótina

Rótin var stofnuð þann 8. mars 2013 og er félag áhugakvenna og kvára. Allar konur og kvárar með áhuga á málefninu eru velkomin til þátttöku.

Markmið félagsins eru eftirfarandi:

Markmið Rótarinnar eru:

a) Að vera málsvari kvenna og kvára sem eiga sögu um áföll og/eða vímuefnavanda og að beita sér fyrir mannréttindum og velferð þeirra.

b) Að beita sér fyrir faglegri stefnumótun sem hefur að leiðarljósi skaðaminnkun, mannréttindi og áfalla- og kynjamiðaða þjónustu.

c) Að stuðla að rannsóknum og beita sér fyrir öflun þekkingar, upplýsinga og úrvinnslu fyrirliggjandi gagna um þessi málefni konum og kvárum til góða.

d) Að efla samstarf á milli stofnana, samtaka og annarra fagaðila og halda fyrirlestra, standa að ráðstefnum og námskeiðum, eitt eða í samráði við aðra.

e) Að reka Konukot sem er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur í Reykjavík samkvæmt þjónustusamningi við Reykjavíkurborg.

f) Trúnaður skal viðhafður um þá einstaklinga sem leita til samtakanna. Félagar, starfsfólk, sjálfboðaliðar, ráð Rótarinnar og þau sem dvelja í neyðarskýlinu eru bundin þagnarskyldu samkvæmt lögum félagsins. Þagnarskylda skal virt eftir að starfi eða dvöl í athvarfinu lýkur.

Skráðu þig í félagið og fáðu fréttabréfið okkar í tölvupósti!

Á aðalfundi 2021 var ákveðið að send verði valkvæð greiðsla upp á 3.000 kr. í heimabanka félagskvenna. Við tökum einnig glaðar á móti frjálsum framlögum. Hvert framlag skiptir máli!

Smelltu hér til að skrá þig í Rótina.

Rótin – félag um velferð og lífsgæði kvenna – Kt. 500513-0470 – Bankanr. 0101 -26-011472.

Sendu póst á rotin@rotin.is þegar greitt er inn á reikninginn.

Fólkið

Kristín I. Pálsdóttir

Kristín I. Pálsdóttir

Talskona og framkvæmdastjóri

Kristín er ein af stofnendum félagsins. Hún er með BA-próf í spænsku og ferðamálafræði, MA-próf í ritstjórn og útgáfufræðum frá Háskóla Íslands og Professional Certificate í konum og vímuefnanotkun frá University College Dublin. Kristín er ein af höfundum handbókarinnar Implementing a Gender Approach in Drug Policies: Prevention, Treatment and Criminal Justice, sem kom út á vegum Pompidou-hóps Evrópuráðsins og er þátttakandi í European Gender and Drugs Group, sérfræðingahópi á vegum The European Drug Agency, sem áður hét EMCDDA – Eftirlitsstofnunar Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn.

Halldóra R. Guðmundsdóttir

Halldóra R. Guðmundsdóttir

Forstöðukona í Konukoti

Halldóra er með BS í sálfræði frá HÍ og diplóma í heilsuhagfræði frá sama skóla. Þá hefur hún hlotið nafnbót sem alþjóðlegur mentor í þjónandi leiðsögn og setið hin ýmsu námskeið á vegum Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar m.a. í verkefnastjórnun og jákvæðum samskiptum. Halldóra starfaði áður sem forstöðumaður í sértækri búsetu fyrir fólk með einhverfu og hegðunarfrávik. Hún var hluti af mannauðsteymi þjónustumiðstöðvar Breiðholts ásamt því að sitja í framkvæmdarstjórn fyrir hönd búsetunnar í Breiðholti. Hluti af störfum Halldóru fólst í kynningarstörfum og hefur hún haldið erindi um nauðung og þvingun í starfi með fötluðum og kynnt störf hjá Reykjavíkurborg í vísindaferðum og háskólum á höfuðborgarsvæðinu. Þá var hún sjálfboðaliði hjá Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarúrræði Rauða krossins.

Leiðbeinandi

Ráð Rótarinnar

Ráð Rótarinnar 2024-2025

Elísabet H. Brynjarsdóttir, varaformaður, Kolbrún Kolbeinsdóttir, ritari, Kristín I. Pálsdóttir, formaður, Unnur Ágústsdóttir, gjaldkeri og Margrét Hugrún Gústavsdóttir Björnsson, meðstjórnandi

Vararáð: Helga Baldvins Bjargardóttir og Sara Stef. Hildardóttir

Konukotsráð: Kolbrún Kolbeinsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir og Helga Baldvins Bjargardóttir.

Fulltrúar í fulltrúaráði Mannréttindaskrifstofu Íslands: Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir, aðalfulltrúi, Kristín I. Pálsdóttir, varafulltrúi.

Fulltrúar í Notendaráði heilbrigðisþjónustu: Kristín I. Pálsdóttir, aðalfulltrúi, Helga Baldvins Bjargardóttir, varafulltrúi.

Skoðunaraðili reikninga: Auður Önnu Magnúsdóttir og Sara Sigurbjörnsd. Öldudóttir.

Netfang ráðsins er: rotin@rotin.is

Ráð Rótarinnar 2023-2024

Elísabet H. Brynjarsdóttir, varaformaður, Kolbrún Kolbeinsdóttir, ritari, Kristín I. Pálsdóttir, formaður, Nadía Borisdóttir, meðstjórnandi (hætti í ráðinu) og Sara S. Öldudóttir, gjaldkeri

Vararáð: Helga Baldvins Bjargardóttir og Sara Stef. Hildardóttir

Konukotsráð: Kolbrún Kolbeinsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir og Helga Baldvins Bjargardóttir kom inn í Konukotsráð eftir að Nadía hætti. 

Fulltrúar í fulltrúaráði Mannréttindaskrifstofu Íslands: Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir, aðalfulltrúi, Kristín I. Pálsdóttir, varafulltrúi.

Fulltrúar í Notendaráði heilbrigðisþjónustu: Kristín I. Pálsdóttir, aðalfulltrúi, Helga Baldvins Bjargardóttir, varafulltrúi.

Skoðunaraðili reikninga: Auður Önnu Magnúsdóttir

Netfang ráðsins er: rotin@rotin.is

Ráð Rótarinnar 2022-2023

Helga Baldvins Bjargardóttir, Kristín I. Pálsdóttir, Marta Sigríður Pétursdóttir, Sara Stef. Hildardóttir og Þórunn Sif Böðvarsdóttir

Vararáð: Anna Daníelsdóttir, Elísabet Brynjarsdóttir

Skoðunaraðili reikninga: Auður Önnu Magnúsdóttir

Netfang ráðsins er: rotin@rotin.is

Ráð Rótarinnar 2021-2022

Anna Daníelsdóttir, Elín Bára Lúthersdóttir, Elísabet Brynjarsdóttir, Fanney Svansdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Helga Baldvins Bjargardóttir, Kristín I. Pálsdóttir, Sara Stef. Hildardóttir og Þórunn Sif Böðvarsdóttir

Vararáð: Guðbjörg Thoroddsen, Sjöfn Kristjánsdóttir og Snæfríður Jóhannesdóttir

Skoðunaraðili reikninga: Auður Önnu Magnúsdóttir

Netfang ráðsins er: rotin@rotin.is

Ráð Rótarinnar 2020-2021

Anna Daníelsdóttir, Áslaug Kristjana Árnadóttir, Elísabet Brynjarsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hulda Stefanía Hólm, Katrín G. Alfreðsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir, Vagnbjörg Magnúsdóttir og Þórlaug Sveinsdóttir

Vararáð: Guðrún Magnúsdóttir (Gunný), Elínrós Líndal og Sólveig Þorleifsdóttir 

Skoðunaraðili reikninga: Auður Önnu Magnúsdóttir

Netfang ráðsins er: rotin@rotin.is

Ráð Rótarinnar 2019-2020

 Auður Önnu Magnúsdóttir, Árdís Þórðardóttir, Áslaug Kristjana Árnadóttir. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir (sagði sig úr ráðinu  í febrúar af persónulegum ástæðum), Hulda Stefanía Kristjánsdóttir, Katrín Alfreðsdóttir, Kristín Pálsdóttir og Þórlaug Sveinsdóttir.

Vararáð: Björg Torfadóttir, Guðrún Erna Hreiðarsdóttir og Sólveig Þorleifsdóttir.

Skoðunaraðili reikninga: Dóróthea Lórenzdóttir.

Netfang ráðsins er: rotin@rotin.is

Ráð Rótarinnar 2018-2019

Árdís Þórðardóttir, Áslaug Kristjana Árnadóttir,  Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Helena Bragadóttir, Katrín Guðný Alfreðsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir, Soffía Bæringsdóttir og Þórlaug Sveinsdóttir.

Vararáð: Guðrún Kristjánsdóttir, Edda Arinbjarnar og Lísa Kristjánsdóttir. Lísa vék úr vararáði 1. desember 2017.

Netfang ráðsins er: rotin@rotin.is

Netfang talskonu er: talskona@rotin.is

Ráð Rótarinnar 2017-2018

Árdís Þórðardóttir, Áslaug Kristjana Árnadóttir,  Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Gunný Ísis Magnúsdóttir, Katrín Guðný Alfreðsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir, Margrét Valdimarsdóttir og Þórlaug Sveinsdóttir.

Vararáð: Guðrún Kristjánsdóttir, Edda Arinbjarnar og Lísa Kristjánsdóttir. Lísa vék úr vararáði 1. desember 2017.

Netfang ráðsins er: rotin@rotin.is

Netfang talskonu er: talskona@rotin.is

Ráð Rótarinnar 2016-2017

Árdís Þórðardóttir, Áslaug Kristjana Árnadóttir,  Guðrún Ebba Ólafsdóttir,  Gunnhildur Bragadóttir, Gunný Ísis Magnúsdóttir, Heiða Brynja Heiðarsdóttir (sagði sig úr ráði í lok nóvember 2016), Katrín Guðný Alfreðsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir og Þórlaug Sveinsdóttir.

Kristín er talskona og ritari og Árdís er gjaldkeri.

Vararáð: Guðrún Kristjánsdóttir, Edda Arinbjarnar og Lísa Kristjánsdóttir.

Netfang ráðsins er: rotin@rotin.is

Netfang talskonu er: talskona@rotin.is

Ráð Rótarinnar 2015-2016

Árdís Þórðardóttir, Brynhildur Jensdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir,  Gunnhildur Bragadóttir, Gunný Ísis Magnúsdóttir, Hildur Þórðardóttir, Katrín Guðný Alfreðsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir og Þórlaug Sveinsdóttir.

Kristín er talskona og ritari og Árdís er gjaldkeri.

Vararáð: Guðrún Kristjánsdóttir, Edda Arinbjarnar og Lísa Kristjánsdóttir

Ráð Rótarinnar 2014-2015

Árdís Þórðardóttir, Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir,  Gunnhildur Bragadóttir, Gunný Ísis Magnúsdóttir, Jóna Björg Howard, Kristín I. Pálsdóttir og Þórlaug Sveinsdóttir.

Kristín er talskona og ritari og Gunný Ísis er gjaldkeri.

Vararáð: Guðrún Kristjánsdóttir, Edda Arinbjarnar og Lísa Kristjánsdóttir.

Ráð Rótarinnar 2013-2014

Árdís Þórðardóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Gunnhildur Bragadóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir, Þórlaug Sveinsdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir og Gunný Ísis Magnúsdóttir.

Talskona var Guðrún Kristjánsdóttir en ritari Kristín og Gunný Ísis gjaldkeri.

Vararáð: Edda Arinbjarnar, Sólveig Anna Bóasdóttir og Lísa Kristjánsdóttir.

Viðurkenningar

2023

Siðmennt, félags siðrænna húmanista á Íslandi veitti Rótinni fræðsluviðurkenningu Siðmenntar 2023. 

2021

Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar féllu í hlut Rótarinnar hinn 17. maí 2021.

2019

Jafnréttisviðurkenning Jafnréttisráðs var veitt Rótinn hinn 31. október 2019.

Snjallræði – samfélagsshraðall. Rótin var eitt af átta teymum sem valin voru til þátttöku í Snjallræði.

2015

Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins. Rótin var tilnefnd til aðalverðlauna Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins ásamt Stígamótum og UN Women. Stígamót hlutu verðlaunin.

2014

Réttlætisviðurkenning Stígamóta. Rótin hlaut réttlætisviðurkenningu Stígamóta árið 2014 ásamt 6 öðrum.

Lög Rótarinnar

I. kafli – Nafn og markmið

 1. gr.

Félagið heitir Rótin, félagasamtök. Lögheimili og varnarþing þess eru í Reykjavík.

Rótin er frjáls félagasamtök og ekki rekin í hagnaðarskyni. Allur ágóði sem kann að vera af starfsemi félagsins skal renna aftur til reksturs félagsins.

 1. gr.

Markmið Rótarinnar eru:

a) Að vera málsvari kvenna og kvára sem eiga sögu um áföll og/eða vímuefnavanda og að beita sér fyrir mannréttindum og velferð þeirra.

b) Að beita sér fyrir faglegri stefnumótun sem hefur að leiðarljósi skaðaminnkun, mannréttindi og áfalla- og kynjamiðaða þjónustu.

c) Að stuðla að rannsóknum og beita sér fyrir öflun þekkingar, upplýsinga og úrvinnslu fyrirliggjandi gagna um þessi málefni konum og kvárum til góða.

d) Að efla samstarf á milli stofnana, samtaka og annarra fagaðila og halda fyrirlestra, standa að ráðstefnum og námskeiðum, eitt eða í samráði við aðra.

e) Að reka Konukot sem er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur í Reykjavík samkvæmt þjónustusamningi við Reykjavíkurborg.

f) Trúnaður skal viðhafður um þá einstaklinga sem leita til samtakanna. Félagar, starfsfólk, sjálfboðaliðar, ráð Rótarinnar og þau sem dvelja í neyðarskýlinu eru bundin þagnarskyldu samkvæmt lögum félagsins. Þagnarskylda skal virt eftir að starfi eða dvöl í athvarfinu lýkur.

3. gr.

Félagið er opið öllum konum og kvárum sem aðhyllast markmið félagsins.

 1. gr.

Framlög til félagsins eru öllum frjáls. Heimilt er að leggja fram stuðning og styrki til samtakanna í öðru formi en peningum og skal þess þá sérstaklega getið. Félaginu er heimilt en ekki skylt að taka við fjárframlögum, gjöfum, styrkjum eða stuðningi sem bundin er kvöðum.

Ákvörðun um móttöku skv. ákvæði þessu skal tekin af framkvæmdarstýru félagsins en hún getur jafnframt ákveðið að eigin frumkvæði að fela ráði samtakanna að taka ákvörðun um móttöku í einstaka tilvikum.

Þau félagasamtök sem styðja markmið samtakanna geta orðið styrktarfélagar. Fulltrúar styrktarfélaga hafa málfrelsi og tillögurétt á félagsfundum og á aðalfundi, en ekki sérstakan atkvæðarétt.

II. kafli – Aðalfundur og ráð Rótarinnar

5. gr.

Aðalfundur félagsins skal haldinn vor hvert. Skal hann boðaður á heimasíðu Rótarinnar með tveggja vikna fyrirvara hið minnsta sem og með fundarboði í tölvupósti á félaga félagsins. Í fundarboði skal koma fram hvar og hvenær fundurinn er haldinn, dagskrá fundar og heimildir félaga til þátttöku. Allir félagar sem skráðir hafa verið að lágmarki fimm daga í félagið hafa málfrelsis- og tillögurétt á aðalfundi. Þeir félagar sem hafa verið skráðir í að lágmarki mánuð hafa einnig atkvæðisrétt. Aðalfundur telst löglega boðaður ef fundarboð uppfyllir ofangreind skilyrði.

 1. gr.

Tillögur um lagabreytingar skal leggja fram til ráðs a.m.k. fimm dögum fyrir aðalfund. Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi félagsins. Lagabreytingarnar teljast samþykktar ef 2/3 hluti félaga sem sækja aðalfund samþykkja breytingarnar.

 1. gr.

Dagskrá aðalfundar er:

 1. Fundur settur.
 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
 3. Skýrsla ráðs fyrir liðið starfsár.
 4. Reikningar félagsins lagðir fram til umræðu og gengið til atkvæða um þá.
 5. Lagabreytingar
 6. Kosning aðal- og varafulltrúa í ráð.
 7. Kosning á skoðunaraðilum reikninga.
 8. Ákvörðun félagsgjalda.
 9. Tillaga ráðs um starfsreglur og starfsáætlun næsta starfsár.
 10. Önnur mál.

Halda skal fundargerð um það sem fer fram á aðalfundi og allar bókanir, ályktanir, ákvarðanir og niðurstöður aðalfundar skráðar sérstaklega.

 1. gr.

Eigi síðar en mánuði fyrir aðalfund skal ráð Rótarinnar skipa tvo aðila í framboðsnefnd sem tryggir framboð til ráð Rótarinnar og tekur á móti framboðstilkynningum. Félagar Rótarinnar geta skilað tillögum sínum til uppstillingarnefndar. Ráð Rótarinnar skal setja uppstillingarnefnd starfsreglur og skulu þær endurskoðaðar árlega.

 1. gr.

Á aðalfundi skulu kosnir fimm félagar í ráð sem fer með ákvörðunarvald félagsins milli aðalfunda. Einnig skulu kosnir tveir varafulltrúar í ráð félagsins. Ráð Rótarinnar starfar skv. starfsreglum og starfsáætlun sem endurskoðaðar skulu árlega á aðalfundi.

Ráðið hefur umboð til að álykta í nafni félagsins enda sé ályktunin í samræmi við grundvallarmarkmið þess. Ráði félagsins er heimilt að skipa hópa til starfa í nafni félagsins.

Ráð Rótarinnar skal halda fyrsta fund innan tveggja vikna frá aðalfundi. Þar skal ráð skipta með sér verkum að öðru leyti en því sem aðalfundur ákveður. Ráðið skipar sér formann, varaformann, ritara, gjaldkera og einn meðstjórnanda. Ráðskonur skulu kynna sér lög samtakanna og starfa eftir þeim.

Stjórn samtakanna veitir prókúruumboð fyrir hönd samtakanna. Formaður boðar stjórnarfundi, undirbýr þá og stýrir þeim. Varaformaður tekur við verkefnum formanns í fjarveru hans og annast félagatal. Ritari heldur gerðabók ráðs. Gjaldkeri er upplýstur um fjárhagsstöðu félagsins, veitir aðhald í fjármálum og fer yfir ársreikninga á aðalfundi og svarar fyrirspurnum um reikninga og fjárreiður félagsins. Félagar Rótarinnar geta snúið sér til trúnaðarfulltrúa varðandi mál er varða starfsemi samtakanna. Trúnaðarfulltrúa ber skylda að beina þeim málum sem upp koma í réttan farveg í samráði við tilkynnanda. Ráð Rótarinnar ákveður hlutverk meðstjórnanda.

Ráð skal funda að lágmarki sex sinnum á ári. Varafulltrúar hafa rétt til setu á stjórnarfundum með málfrelsi og tillögurétt en hafa eingöngu atkvæðarétt í fjarveru aðalfulltrúa. Fundurinn er atkvæðisbær ef meirihluti ráðsins mætir. Á ráðsfundum ræður einfaldur meirihluti atkvæða ef greidd skulu atkvæði um mál.

 1. gr.

Reikningsár félagsins er 1. janúar til 31. desember. Á aðalfundi skal kjósa tvo skoðunaraðila reikninga og einn til vara. Ráð félagsins leggur fram tillögu um félagsgjöld á aðalfundi félagsins.

 1. gr.

Tillögur um lagabreytingar skal leggja fram til ráðs a.m.k. fimm dögum fyrir aðalfund. Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi félagsins. Lagabreytingarnar teljast samþykktar ef 2/3 hluti félaga sem sækja aðalfund samþykkja breytingarnar.

III. Kafli – Hagsmunaárekstrar

 1. gr.

Komi upp hagsmunaárekstrar sem hamla ráðskonum í ráði Rótarinnar í sínum verkefnum hefur meirihluti ráðsins leyfi til að vísa verkefni tímabundið til annars aðila innan Rótarinnar. Ráð Rótarinnar metur hverju sinni hvað teljist til hagsmunaárekstra og skulu leiðbeiningar nánar útfærðar í starfsreglum Rótarinnar.

Ráð Rótarinnar tekur við skriflegum ábendingum frá félögum Rótarinnar um hagsmunaárekstra.

IV. kafli – Framkvæmdarstýra Rótarinnar

13. gr.

Ráð Rótarinnar ræður framkvæmdastýru, ákveður starfskjör hennar og getur veitt henni prófkúruumboð fyrir hönd Rótarinnar.

Framkvæmdastýra ber ábyrgð gagnvart ráði Rótarinnar og framfylgir stefnu og ákvörðunum stjórnar. Framkvæmdastýra annast daglegan rekstur samtakanna og kemur fram fyrir hönd þeirra í öllum málum sem varða daglegan rekstur.

Framkvæmdastýra annast reikningshald og önnur mannaforráð í samráði við ráð Rótarinnar. Framkvæmdastýra á alla jafna sæti á ráðsfundum með málfrelsis- og tillögurétt. Henni ber að veita ráði Rótarinnar, skoðunaraðilum og/eða endurskoðendum allar upplýsingar um rekstur samtakanna sem óskað kann eftir.

V. Kafli – Slit félagsins

14. gr.

Rótinni má slíta með ákvörðun 2/3 hluta félaga á aðalfundi eða félagsfundi. Náist ekki tilskilin félagafjöldi á aðalfundi/félagsfundi má halda framhaldsfund og þarf þá 2/3 hluti fundaraðila að samþykkja slit til að félaginu teljist slitið.

 1. gr.

Við slit félagsins skulu eignir, ef einhverja eru, renna til rannsókna sem stuðla að bættum hag kvenna með vímuefnavanda. Stofnaður verði sjóður í samstarfi við Háskóla Íslands til úthluta fénu eða halda utan um rannsóknir á félagslegum þáttum vímuefnavanda kvenna og kvára.

Samþykkt 23. maí 2023

Viðskiptaskilmálar Rótarinnar

Almennt

Á vef Rótarinnar eru í boði stök námskeið, fyrirlestrar og ráðstefnur, með upphafs- og lokadagsetningu, og lengri námskeið og fyrirlestraraðir sem þá eru boðin í lotu sem spannar ákveðin mörg skipti og klukkustundir.

Rótin áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga ásamt því að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.

Pantanir

Rótin tekur við pöntun þegar greiðsla hefur borist. Í kjölfar þess að greiðsla berst er kaupanda send staðfesting í tölvupósti innan þriggja daga. Kvittunin gildir sem staðfesting á kaupunum.

Greiðslumöguleikar

Vörur eru keyptar gegn staðgreiðslu. Rótin býður upp á að greiða með kreditkorti og debetkorti í gegnum örugga greiðslusíðu frá Rapyd.

Við tökum við öllum greiðslukortum. Greiðsla mun birtast á kortayfirlitinu þínu á sama hátt og almennar færslur í verslun.

Verð

Öll verð eru birt sem íslenskur gjaldmiðill. Vinsamlegast athugið að verð getur breyst án fyrirvara.

Skattar og gjöld

Rótin er ekki með virðisaukaskattskylda starfsemi eða sölu á vörum með virðisaukaskatti.

Afbókanir og endurgreiðsluréttur

Mikilvægt er að hafa í huga, áður en vara í verslun er greidd að viðskiptin eru bindandi. Undantekningartilvik sem geta skapað endurgreiðslurétt eru; ef skyndileg veikindi koma upp eða alvarleg tilvik sem gera viðkomandi ófært að sækja námskeiðið/fyrirlesturinn. Hægt er að óska eftir að greiðslan verði flutt yfir á næsta námskeið/fyrirlestur sömu tegundar ef viðkomandi er ófært að mæta á keypt námskeið/fyrirlestur. Ef óskað er eftir að afbóka eða skila “vöru“ er viðkomandi velkomið að senda tölvupóst á rotin@rotin.is.

Að öðru leyti vísast til laga um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup nr. 48/2003.

Trúnaður

Rótin heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Varnarþing

Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans, skal það rekið fyrir íslenskum dómstólum. Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða þegar móttaka vöru á sér stað. Skilmálar þessir gilda frá 1. mars 2023.

Rótin – Félag um velferð og vellíðan kvenna
Reykjabyggð 34
270 Mosfellsbær

Tölvupóstfang: rotin@rotin.is
Sími: 793-0090
Kt: 5005130470
VSK númer: Rótin er ekki með virðisaukarekstur

Friðhelgistefna Rótarinnar

Upplýsingar um félagið

Þessum vef er haldið úti af Rótinni – á Íslandi, Reykjabyggð 34, 270 Mosfellsbæ.

Upplýsingar um persónuleg gögn sem við söfnum og hvernig við söfnum þeim

Samskiptaform

Félagið notar samskiptaform sem sett er upp í MailChimp til að auðvelda utanaðkomandi að skrá sig í félagið. Þessar upplýsingar eru ekki geymdar í vefumsjónarkerfi félagsins heldur eru sendar beint til MailChimp til frekari vinnslu.

Netfang félagsins er á vef félagsins og er tölvupóstur sendur í pósthólf félagsins sem hýst er af Microsoft.

Vefkökur

Ef boðið er uppá innskráningu er vefkaka vistuð tímabundið. Þessi vefkaka inniheldur engar persónulega rekjanlegar upplýsingar og er eytt um leið og þú hefur lokað vafranum þínum.

Þessi vefur notar Google Analytics og reCAPTCHA, sem vista einnig og lesa vefkökur, en greina ekki þínar persónuupplýsingar.

Innfellt efni af öðrum vefjum

Efni á þessum vef gæti innfellt efni á borð við myndskeið, myndir, greinar o.fl. Slíkt efni hegðar sér nákvæmlega eins og ef sá sem opnar það hafi heimsótt þann vef sem hýsir efnið.

Þessir vefir gætu safnað gögnum um þig, notað kökur, nýtt greiningartækni frá þriðja aðila og fylgst með því sem þú gerir við innfellda efnið ef þú hefur skráðan aðgang og hefur skráð þig inn á þann vef.

Greiningartækni

Þessi vefur notar greiningartækni Google Analytics, sem skráir m.a. upplýsingar um tæki og vafra notanda, IP–tölu, tímasetningar o.fl.

Deiling á gögnum með þriðja aðila

Þessi vefur deilir að jafnaði ekki persónugreinanlegum gögnum með þriðja aðila nema það sé skýrt tekið fram í þessari friðhelgisstefnu.

Hvert við sendum gögn

Persónuleg gögn sem safnað er með samskiptaformum eru send beint með tölvupósti í gegn um póstþjóna WPEngine og Microsoft.

Við notum þjónustu MailChimp til að halda utan um póstlista félagsins. Skráning á póstlista er ekki skylda fyrir aðild að félaginu og er öll skv. íslenskum lögum.

Að hafa samband

Hægt er að senda erindi til félagsins með því að senda tölvupóst á rotin@rotin.is eða með því að senda bréf á eftirfarandi heimilisfang:

Rótin – Félag um velferð og vellíðan kvenna
Reykjabyggð 34
270 Mosfellsbæ

Gagnavernd þriðja aðila

Hægt er að lesa um gagnaverndunarstefnu WPEngine, hýsingaraðila þessa vefs á https://wpengine.com/support/wp-engines-security-environment/.

Friðhelgisstefnu MailChimp má lesa á https://mailchimp.com/legal/privacy/.

Friðhelgisstefnu Microsoft Office 365 má lesa á https://products.office.com/en-us/business/office-365-trust-center-privacy.

 

Share This