Sjálfboðaliðar

Sjálfboðaliðar Rótarinnar starfa samkvæmt markmiðum og Leiðarljósi félagsins og þurfa að hafa lokið námskeiði í skyndihjálp sem í boði er gjaldfrjálst á síðu Rauða krossins.

Sjálfboðaliðastörf eru oft krefjandi en góð og gefandi leið til að láta gott af sér leiða.

Sjálfboðaliðar starfa á Kotinu – Fatamarkaði í Eskihlíð 2-4. Markaðurinn er rekinn til styrktar Konukoti og er opinn á laugardögum frá kl. 12.00-16.00.

Markmið Rótarinnar eru:
a) Að vera málsvari kvenna og kvára sem eiga sögu um áföll og/eða vímuefnavanda og að beita sér fyrir mannréttindum og velferð þeirra.
b) Að beita sér fyrir faglegri stefnumótun sem hefur að leiðarljósi skaðaminnkun, mannréttindi og áfalla- og kynjamiðaða þjónustu.
c) Að stuðla að rannsóknum og beita sér fyrir öflun þekkingar, upplýsinga og úrvinnslu fyrirliggjandi gagna um þessi málefni konum og kvárum til góða.
d) Að efla samstarf á milli stofnana, samtaka og annarra fagaðila og halda fyrirlestra, standa að ráðstefnum og námskeiðum, eitt eða í samráði við aðra.
e) Að reka Konukot sem er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur í Reykjavík samkvæmt þjónustusamningi við Reykjavíkurborg.
f) Trúnaður skal viðhafður um þá einstaklinga sem leita til samtakanna. Félagar, starfsfólk, sjálfboðaliðar, ráð Rótarinnar og þau sem dvelja í neyðarskýlinu eru bundin þagnarskyldu samkvæmt lögum félagsins. Þagnarskylda skal virt eftir að starfi eða dvöl í athvarfinu lýkur.

Share This