Sjálfboðaliðar

Sjálfboðaliðastarf Rótarinnar hófst þegar félagið tók við rekstri neyðarskýlis fyrir húsnæðislausar konur, Konukoti og markaði til styrktar Konukots af Rauða krossinum. Með samningum við Reykjavíkurborg hefur starfskonum í Konukoti fjölgað og því er ekki lengur tekið við skráningum sjálfboðaliða á vaktir í Konukoti.
Sjálfboðaliðar Rótarinnar starfa samkvæmt Leiðarljósi félagsins og fá fræðslu og þjálfun sem nýtist þeim í sínum störfum.

Sjálfboðaliðar þurfa að hafa lokið námskeiði í skyndihjálp sem í boði er gjaldfrjálst á síðu Rauða krossins.

Sjálfboðaliðastörf eru oft krefjandi en góð og gefandi leið til að láta gott af sér leiða.
Sjálfboðaliðastörf sem í boði eru innan Rótarinnar:

  • Markaður til styrktar Konukoti er fatamarkaður sem rekinn er til styrktar Konukoti. Markaðurinn er opinn á laugardögum frá kl. 12.00-16.00.

Share This