Á nýju ári boðar Rótin til vinnudags félagsins laugardaginn 13. janúar frá kl. 9:00 til 14:00. Umfjöllunarefni eru heilbrigðisþjónusta fyrir konur með vímuefnavanda, siðfræði í starfi félagasamtaka og þau verkefni sem félagið vinnur nú að. Félagar í Rótinni eru hvattir til að taka þátt.

Á fundinn mætir Margrét Manda Jónsdóttir, verkefnisstjóri á skrifstofu forstjóra Landspítala-Háskólasjúkrahúss, en hún stýrir umbótaverkefni innan spítalans sem m.a. felur í sér aukið samráð við þá sem nota þjónustu spítalans og að skapa markvissari farveg fyrir sjúklinga og aðstandendur til að koma á framfæri ábendingum og sjónarmiðum um þjónustu spítalans. Margrét Manda mun segja frá verkefninu og síðan verða umræður þátttakenda þar sem safnað verður saman

Fjallað verður um ánægju félaga með þá heilbrigðisþjónustu sem er í boði fyrir konur með vímuefnavanda, hvernig hún er veitt, hvað megi betur fara og hvaða þjónustu vantar að þeirra mati.

Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor í siðfræði, fjallar um siðfræði í starfi félagasamtaka

Þá verður farið yfir þau verkefni sem verið er að vinna að innan félagsins.

Boðið verður upp á léttar veitingar, kaffi, te og hádegisverð.

Þátttakendur eru vinsamlega beðnir að skrá sig á viðburðinn hér:

Share This