Þöggun ofbeldis og hlutdrægni í dagskrárgerð

Þöggun ofbeldis og hlutdrægni í dagskrárgerð

Rótin hefur sendi í dag, 30. júní 2020, eftirfarandi erindi til RÚV:

Til: Baldvins Þórs Bergssonar, dagskrárstjóra Rásar 2, Sigmars Guðmundssonar, dagskrárgerðarmanns og Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri

Efni: Þöggun ofbeldis og hludrægni í dagskrárgerð

Reykjavík 30. júní 2020

„Vandi SÁÁ snýst um yfirgengilegt ofbeldi í samskiptum, vanvirðingu, undirróður og valdabaráttu manna sem geta ekki sleppt tökunum á gömlum tímum,“ segir í yfirlýsingu frá 57 starfsmönnum SÁÁ þar sem þeir frábiðja sér frekari afskipti Þórarins Tyrfingssonar af starfi félagsins. Af yfirlýsingunni má skilja að Þórarinn, sem hefur starfað hjá samtökunum í 42 ár, þar af í 20 ár sem bæði framkvæmdastjóri lækninga og formaður samtakanna, sé aðalgerandi í því ofbeldi sem starfsfólkið lýsir. Í Viðskiptablaðinu kemur einnig fram í máli Kristbjargar Höllu, starfsmanns SÁÁ að „ógnarstjórn sem hafi verið við lýði þegar hann var við stjórn.“ (more…)

Forvarnir í grunnskólum, áskoranir og leiðir

Forvarnir í grunnskólum, áskoranir og leiðir

Rótin, félag um konur, áföll og vímugjafa heldur námskeið um forvarnir í grunnskólum, áskoranir og leiðir miðvikudaginn 2. september 2020 kl. 13-16 í Laugalækjarskóla.

Námskeið Rótarinnar byggist á gagnreyndri þekkingu á forvörnum. Á námskeiðinu verður meðal annars fjallað um börn og unglinga í áhættuhópum og áhrifaþætti vímuefnanotkunar eins og þeir birtast t.d. rannsóknum á erfiðri lífsreynslu í æsku og tengsl við vímuefnanotkun (ACE-listinn). Unnið er út frá því að vímuefnanotkun sé ekki einangrað vandamál heldur eigi sér m.a. rætur í áföllum. Þá er einnig fjallað um kynjavinkilinn á fíkniferlinum. Kynnt verða líkön um skipulag forvarna, eins og íslenska módelið, og skoðað hvað virkar og hvað ekki í forvörnum (European Prevention Curriculum). Einnig verður fjallað um verndandi þætti sem styðja gegn áhættuhegðun og vímuefnanotkun með sérstakri áherslu á hlut skóla í því sambandi.

Markmiðið með námskeiðinu er að styðja og styrkja starfsfólk skóla í að vinna að forvörnum í samræmi við nýjustu gagnreynda þekkingu og auka þekkingu á aðferðum sem styðja við betri líðan barna í skólunum. (more…)

Að vinna með ráðgjafa

Að vinna með ráðgjafa

Að vinna með ráðgjafa

Viðmið fyrir konur sem leita trausts og góðs ráðgjafa til að vinna með úr afleiðingum ofbeldis og áfalla

Að velja ráðgjafa

Ef þú ert að leita að ráðgjafa til að vinna úr afleiðingum áfalla mælum við með því að þú takir þér góðan tíma til þess. Þú þarft ekki að taka ákvörðun eftir fyrsta viðtal hjá ráðgjafa. Jafnvel þó að þú sért að ganga í gegnum tímabil mikilla erfiðleika þarftu ekki að skuldbinda þig í langtímaráðgjöf fyrr en þú ert búin að velja þann sem þú treystir. (more…)

Nýtt ráð og breytt nafn félagsins

Nýtt ráð og breytt nafn félagsins

Aðalfundur Rótarinnar haldinn fimmtudaginn 6. maí kl. 20 í Kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum, Túngötu 14. Guðrún Ebba Ólafsdóttir stýrði fundinum. Kristín I. Pálsdóttir talskona fór yfir skýrslu ráðs fyrir liðið starfsár og Árdís gjaldkeri fór yfir reikninga félagsins sem voru samþykktir einhljóða. Kynningu á skýrslu ráðsins með reikningum og starfsáætlun má nálgast hér..

Þá voru lagðar fram lagabreytingatillögur sem allar voru samþykktar að því undanskildu að tillaga um að breyta nafni félagsins í Rótin – félag um konur, áföll og vímuefni fékk ekki brautargengi heldur ný tillaga um að nefna félagið Rótin – félag um konur áföll og vímugjafa. (more…)

Aðalfundur 2020

Aðalfundur 2020

Aðalfundur Rótarinnar verður haldinn miðvikudaginn 6. maí kl. 20:00, í Kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum, Túngötu 14.

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf sbr. lög félagsins. Kosið verður í ráð sem fer með ákvörðunarvald félagsins milli aðalfunda. Einnig skulu kosnir varafulltrúar í ráðið og skoðunarkona reikninga. Athygli er vakin á tillögum um lagabreytingar sem fylgja fundarboðinu en tillögur um lagabreytingar skal leggja fram til ráðs a.m.k. fimm dögum fyrir aðalfund.

Áhugasamar félagskonur eru hvattar til að bjóða sig fram í ráð eða vararáð með því að senda póst á netfangið rotin@rotin.is. Frekari upplýsingar fást hjá Kristínu I. Pálsdóttur, talskonu, í sama netfangi eða í síma 893-9327. (more…)