
Fræðslusjóður
Fræðslusjóður Rótarinnar var stofnaður að Kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum 26. mars að frumkvæði Þórunnar Sveinbjarnardóttur. Stofnun sjóðsins var möguleg vegna stofnframlaga þeirra sem vilja halda nafni Önnu Kristínar Ólafsdóttur stjórnsýslufræðings á lofti og stóðu að söfnun í sjóðinn. Anna Kristín lést aðeins 49 ára gömul vorið 2013. Hún var kvenfrelsiskona og alla tíð baráttukona fyrir bættri stöðu kvenna og barna.
Fræðslusjóði Rótarinnar er ætlað, í samræmi við markmið félagsins, að kosta rannsóknir viðurkenndra aðila á viðfangsefnum sem snerta konur, fíkn og áföll og að nýtast til fræðslustarfs og ráðstefnuhalds.
Öllum er velkomið að styrkja Fræðslusjóð Rótarinnar. Framlög má leggja inn á bankareikning fræðslusjóðs Rótarinnar:
Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda
Kt. 500513-0470
Bankareikningur 0133-26-500513
Vinsamlegast merkið greiðsluna: „Framlag í fræðslusjóð“.