Julia Buxton heldur fyrirlestur á vegum Rótarinnar, námsbrautar í félagsfræði við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands og Félagsfræðingafélags Íslands hinn 11. apríl kl. 12. í stofu 104 á Háskólatorgi. Fundarstjóri verður Margrét Valdimarsdóttir, dósent í félags- og afbrotafræði.

Fyrirlestur Juliu nefnist New wine in old bottles: drug criminalisation in an age of dynamic drug market change

Dínamísk nýsköpun og tæknibreytingar eru að breyta ólöglegum fíkniefnamörkuðum. Samskipti á samfélagsmiðlum, offramboð á kókaíni, fjölgun tilbúinna vímuefna (e. synthetic drugs) og mikill vöxtur kannabisræktunar í heimahúsum eru nokkur einkenni vímuefnamarkaðarins í dag. Fyrirlesturinn fjallar um hversu gagnlegar hefðbundnar aðferðir glæpavæðingar vímuefna eru til að takast á við þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir og skaðann sem bæði bannstefna og bráðabirgðaumbætur á fíkniefnastefnu geta valdið.

Julia Buxton er British Academy Global Professor við afbrotafræðideild Manchester-háskóla. Hún er sérfræðingur í þróun vímuefnamála, kynbundum áhrifum framfylgni við fíknistefnu og sýndarmörkuðum (e. cryptomarkets). Þær rannsóknir sem hún vinnur að núna beinast að þverþjóðlegum aðstæðum og ferlum sem knýja fram breytingar og samtvinnun mannréttinda í fíknistefnu.

Öll velkomin!

Share This