Rótin býður upp á námskeið fyrir konur sem hafa gengið í gegnum erfið samskipti í fjölskyldum og fjölskylduslit í samstarfi við Vegvísi – ráðgjöf og er haldið í húsnæði Vegvísis að Strandgötu 11 í Hafnarfirði.

Skráning á námskeiðið er hér.

Ávinningur af þátttöku í námskeiðinu
Þátttakendur öðlast betri þekkingu og skilning á aðstæðum sínum. Þær finna fyrir þeim krafti, seiglu og styrkleika sem býr innra með þeim. Þær upplifa frelsi og hamingju einar með sjálfri sér og með þeim sem þær velja að hafa í lífi sínu.

Aðferð
Fjallað er um ástæður fjölskylduslita sem geta verið margar til dæmis eftir erfið samskipti sem hafa þróast lengi en einnig í kjölfar þess að konur hafa opnað umræðu um ofbeldi í skjóli fjölskyldu, hvort heldur er í kjölfar sifjaspells, kynferðisofbeldis, líkamlegs eða andlegs ofbeldis. Einnig er farið í afleiðingarnar og erfiðar tilfinningar. Konurnar kortleggja eigin styrkleika og seiglu. Þær deila með sér leiðum til að lifa tilgangsríku lífi í sátt við sjálfa sig, að taka sér pláss og að takast á við það að vera ekki í tengslum við fjölskyldumeðlimi.

Samþykktir fyrir námskeið og hópa Rótarinnar gilda á námskeiðinu eins og í öðru starfi félagsins.

Skipulag
Námskeiðið er haldið laugardagana 8. og 15. maí kl. 10:00-14:00. Lokatíminn verður 18. september í haust. Námskeiðið er 12 klst.

Verð
30.000 kr.

Leiðbeinendur og verkefnisstjórn
Leiðbeinendur eru Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Katrín G. Alfreðsdóttir. Verkefnisstjóri er Kristín I. Pálsdóttir. Sjá nánar

Share This