Rótin býður nú aftur upp á námskeið fyrir konur um fjölskylduslit. Námskeiðið er byggt á kenningum um samkennd og sjálfsumhyggju.

Fjölskylduslit geta orðið að frumkvæði þolenda eða vegna útilokunar og ástæður þeirra geta verið margvíslegar. Til dæmis geta þau orðið í kjölfar þess að konur opna umræðu um ofbeldi í skjóli fjölskyldu, hvort heldur er í kjölfar sifjaspells, kynferðisofbeldis, líkamlegs eða andlegs ofbeldis.

Rætt er um afleiðingar þess að hafa orðið fyrir ofbeldi í skjóli fjölskyldu og annarra sem við treystum, skömm og sektarkennd og um hver upplifun þátttakenda er af höfnun af hendi fjölskyldumeðlima. Seigla þátttakenda og styrkur eru kortlögð og fjallað um leiðina til bata að tilgangsríku lífi í sátt við okkur sjálfar. Þá er fjallað er um fyrirgefningarhugtakið en stundum er krafan um fyrirgefningu notuð til að stjórna þolendum.

Þátttakendur deila með sér ýmsum hagnýtum leiðum til að takast á við það að vera ekki í tengslum við fjölskyldumeðlimi og hvernig hægt er að taka sér pláss án þess að misbjóða sjálfri sér. Dæmi:

  • Að takast á við sögusagnir um okkur.
  • Að skipuleggja stórhátíðir eins og jólin.
  • Að halda upp á viðburði eins og afmæli, fermingar og útskriftir án þátttöku fjölskyldumeðlima og annarra sem standa ekki með okkur.
  • Að standa með sér og takast á við hugsanlegt samviskubit eða sektarkennd.
  • Að velja hvert við viljum fara.
  • Að hlúa vel að sér, vernda sig.

Námskeiðið fer fram fjóra mánudaga í nóvember 2019 og mánudaginn 13. janúar 2020. Öll skiptin eru kl. 17.15-18.45.

Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna hér.

Skráningu lýkur 30. október hér.

Share This