Rótin í samvinnu við Bata og Vörðuna boðar til kynningarnámskeiðs á verkefninu Karlar og áföll – leiðir til bata.

ATH. Námskeiðið hefur verið flutt í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands vegna mikillar aðsóknar. 

Námskeiðið er einkum ætlað fólki sem vinnur með körlum með áfallasögu og/eða vímuefnavanda. Kynnt verður námskeiðið Karlar og áföll – leiðir til bata sem ætlað er að styðja karla á batabraut og að í vinna úr afleiðingum áfalla. Námskeiðið leiðir karla inn á braut þroska, uppbyggingar á seiglu, aukinnar lífsánægju og hjálpar þeim að eiga í innilegri og innihaldsríkari samböndum. Námskeiðið er þróað af dr. Stephanie Covington og Roberto Rodriquez, M.A., heitir á ensku Exploring Trauma.

Skráðu þig hér.
Stephanie Covington hefur verið leiðandi í þekkingu á áfalla- og kynjamiðaðri nálgun fólks með vímuefnavanda og áfallasögu. Hún hefur samið mikið af gagnreyndu meðferðarefni fyrir konur sem er á skrá bandarísku alríkisstofnunarinnar SAMHSA (Substance Abuse and Mental Health Services Administration) yfir gagnreynt meðferðarefni (National registry of evidence-based programs and practices). Hér sameinar hún krafta sína með Roberto Rodriquez sem er fjölskyldu- og fíkniráðgjafi með langa reynslu af meðferðarstarfi og vinnu með körlum og útfærir meðferðarefni sitt með sérþarfir karla í huga.

Á kynningarnámskeiðinu verður meðal annars farið í eftirfarandi efnisþætti:

• Karlar og áföll – námskeið fyrir karla, markmið og yfirlit
• Karlmennska og jafnrétti
• Karlar og Áföll – námskeið fyrir karla, hlutverk leiðbeinenda
• Skilaboðin sem strákarnir okkar fá
• Orð eru til alls fyrst – Hugtakanotkun
• Þegar áföllin okkar meiða aðra
• Kenningar um fíkn og vímuefnavanda
• Sektarkennd – skömm – reiði
• ACE-rannsóknin og áhrif áfalla í æsku
• Þróun áfalla
• Áföll og kynjamunur
• Valda- og stjórnunarhringurinn

Tími: Miðvikudagur 24. mars kl. 13-16.30
Staður: Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands, Suðurgötu 41, 102 Rvk.
Þátttökugjald: 21.000 kr. fyrir hvern þátttakanda

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Kristín I. Pálsdóttir.

Þýðing á efni námskeiðsins Karlar og áföll – leiðir til bata var studd af Landsbankanum.

Share This