Umsögn um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni

Umsögn um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni

Umsögn Rótarinnar um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974 (varsla), 23. mál

Með tölvupósti þann 17. október síðastliðinn óskaði nefndasvið Alþingis eftir umsögn Rótarinnar um ofangreint frumvarp. Ráð rótarinnar hrósar flutningsmönnum fyrir að taka tillit til nýjustu sannreyndra gagna við vinnslu frumvarpsins þar sem skaðaminnkun í stað úreltra kennisetninga er höfð í fyrirrúmi. Þá telur ráð Rótarinnar að velferðarnefnd sem mælti á síðasta þingi með því að varsla neysluskammta ólöglegra ávana- og fíkniefna yrði undanskilin refsingu, hafi sannarlega staðið undir nafni þar sem velferð þeirra sem misnota og þar með hljóta mestan skaða af ávana- og fíkniefnum var höfð í fyrirrúmi.

Sú breyting á lögum sem hér er mælt fyrir um er til mikilla bóta til þess að hægt sé að veita neytendum ólöglegra ávana- og fíkniefna aðstoð á forsendum sem neytendur geta fellt sig við, svo sem eins og heilbrigðisþjónustu, félagslega aðstoð eða meðferð til að draga úr/stöðva neyslu og vinna úr undirliggjandi erfiðleikum. Í greinagerð með frumvarpinu er farið vel yfir hvaða kosti það hefur í för með sér að varsla neysluskammta verði ekki lengur refsisverð og tekur ráð Rótarinnar undir þann rökstuðning. (more…)

Vímuefnavandi og hugleiðingar um hlutverk RÚV sem útvarps í almannaþjónustu

Vímuefnavandi og hugleiðingar um hlutverk RÚV sem útvarps í almannaþjónustu

Hér glittir í dr. Nancy Poole

Rótin sendi eftirfarandi hugleiðingu á Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóra, í dag. 2. mars 2019.

Hér koma hugleiðingar um viðbragðaleysi RÚV við ráðstefnu sem Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum, Rótin, Jafnréttisskóli Háskóla SÞ og Jafnréttisstofa héldu í vikunni undir yfirskriftinni „Drögum kynjatjöldin frá: Til móts við kynjaða heildarsýn á áföll og fíkn“. Á ráðstefnuna komu sérfræðingar í fremstu röð á heimsvísu frá Kanada, Írlandi, Finnlandi og Belgíu.

Svandís Svavarsdóttir ávarpaði ráðstefnuna í upphafi þar sem hún boðaði framsæknar breytingar í málaflokknum. Erlendu gestirnir höfðu á orði hversu framsækin og metnaðarfull ræða hennar hefði verið. Heilbrigðisráðuneytið stefnir greinilega að því að skapa kerfi sem tekur tillit til þeirra kollhnísa sem átt hafa sér stað í samfélaginu á undanförnum árum, #metoo-byltingarinnar, kröfu kvenna um bætt úrræði í ofbeldismálum, betri meðferðarúrræði, ekki síst fyrir ungt fólk, uppbyggingu heildstæðra úrræða eins og Bjarkarhlíðar til að stuðla að öryggi kvenna, barna og annarra þolenda ofbeldis, og þeirri staðreynd að núorðið er viðurkennt að ofbeldi og önnur persónuleg áföll eru stórt heilbrigðisvandamál sem skoða þarf í víðu samhengi. (more…)

Umsögn um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni

Umsögn Rótarinnar um þungunarfrumvarp

Rótin hefur sent eftirfarandi umsögn til Alþingis um frumvarp til laga um þungunarrof 149. löggjafarþing 2018-2019, þingskjal 521 — 393. mál. Umsögnina má einnig nálgast í PDF-skjali hér.

Alþingi
Nefndasvið
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík

  • 23. janúar 2019

 

Efni: Umsögn Rótarinnar – félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda um frumvarp til laga um þungunarrof 149. löggjafarþing 2018-2019, þingskjal 521 — 393. mál.

Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda fagnar nýju frumvarpi um þungunarrof. Frumvarpið er löngu tímabær lagabót og mikilvæg réttarbót fyrir konur. Frumvarpið er mikilvægt skref til að tryggja öllum konum rétt yfir líkama sínum enda er sá réttur grundvallarmannréttindi og núgildandi lög tryggja hann. Rétturinn yfir eigin líkama er ekki síst mikilvægt þeim konum sem höllum fæti standa í samfélaginu, eiga við vímuefna- og/eða geðrænan vanda að etja eins og skilja má af grein Sigurlaugar Benediktsdóttur, fæðingar og kvensjúkdómalækni, á Vísir.is hinn 2. nóvember 2018.

Íslendingar eru mikilvæg fyrirmynd í jafnréttismálum í hinu alþjóðlega samfélagi í dag og því er gríðarlega mikilvægt að sýna það góða fordæmi sem af því hlýst að lögleiða frumvarpið. (more…)

Umsögn til Alþingis um áætlun um aðgerðir gegn ofbeldi

Umsögn til Alþingis um áætlun um aðgerðir gegn ofbeldi

Rótin hefur sent eftirfarandi umsögn til Alþingis. Hana má nálgast í PDF-skjali hér. 

Efni: Umsögn Rótarinnar – félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda um tillögu til þingsályktunar um áætlun fyrir árin 2019-2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess, 409. mál.

Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda barst til umsagnar þingsályktunartillaga um áætlun um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess fyrir árin 2019-2022 og fagnar því að hún sé fram komin og mörgum þeirra aðgerða sem áætlað er að ráðast í samkvæmt tillögunni.

Rótin vill koma á framfæri athugasemdum við tillöguna og þá aðallega að því er varðar samslátt ofbeldis og vímuefnavanda þar sem ekki er vikið að því samhengi einu orði í þingsályktunartillögunni.

  1. Fyrsta athugasemdin lítur að því að hvergi í þingsályktunartillögunni er minnst á samband ofbeldis og vímuefnavanda sem þó er bæði augljóst og nauðsynlegt hafa í huga alltaf þegar verið er að setja lög, móta stefnu, úrræði eða aðgerðir um annað hvort. Rannsóknir á tengslum áfalla í æsku og heilsufars síðar á lífsleiðinni styðja sífellt betur þá staðreynd að ofneysla áfengis eða annarra vímuefna verður ekki til í tómarúmi. Að baki vandanum býr oftar en ekki saga um áföll og ofbeldi sem vinna þarf með á bataleiðinni. Kyn hefur líka áhrif, það að fæðast kona í karllægum heimi veikir stoðirnar og því er nauðsynlegt að meðferð við vímuefnavanda taki mið af því. Í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að um 80% kvenna sem leita sér lækninga vegna vímuefnavanda hafa orðið fyrir ofbeldi.

(more…)

Forvarnir – Svar Barnaverndarstofu

Forvarnir – Svar Barnaverndarstofu

10. desember 2018

Rótinni hefur borist svar frá Barnaverndarstofu við fyrirspurn vegna forvarna sem send var á Barnaverndarstofu, borgarstjóra, Embættis landlæknis, menntamálaráðuneytis og Umboðsmanns barna. Landlæknir svaraði fyrirspurninni 8. október. Áður hafa borist svör frá Embætti landlæknis og Embætti umboðsmanns barna.

Rannsóknir síðustu áratuga á sviði forvarna gefa ekki neina vísbendingu um það að hræðsluáróður, eða svokölluð óttaboð, dragi úr áhættuhegðun hjá áhættuhópum. Til eru rannsóknir sem benda til þess að slík fræðsla geti, til skamms tíma, haft þau áhrif á fólk að það segist ætla að bæta ráð sitt en Barnaverndarstofu er ekki kunnugt um neinar rannsóknir sem sýna fram á fylgni á milli óttaboða, einna og sér, og jákvæðra hegðunarbreytinga. Þá gera viðtekin skýringalíkön af sambandinu milli óttaboða og hegðunar heldur ekki ráð fyrir slíkri fylgni. Í þessu samhengi vekur Barnaverndarstofa athygli á nýrri samantektargrein eftir Kok, Peter, Kessels, ten Hoor og Ruiter (2018). (more…)

Forvarnir – Svar Umboðsmanns barna

Forvarnir – Svar Umboðsmanns barna

Rótinni hefur borist svar frá Embætti umboðsmanns barna við fyrirspurn vegna forvarna sem send var á Barnaverndarstofu, borgarstjóra, Embættis landlæknis, menntamálaráðuneytis og Umboðsmanns barna. Landlæknir svaraði fyrirspurninni 8. október.

Svar umboðsmanns barna er eftirfarandi:

Takk fyrir bréfið og upplýsingarnar. Embætti umboðsmanns barna hefur ávallt lagt áherslu á að forvarnarfræðsla til barna og ungmenna sé fjölbreytt og lifandi, taki mið af síbreytilegu umhverfi þeirra, og ekki síst stigvaxandi rétti þeirra til ákvörðunartöku um þátttöku í samræmi við aldur og þroska.

Að mati embættis umboðsmanns barna ber þó að leggja megináherslu á fræðslu- og forvarnarefni sem búið er til sérstaklega fyrir börn og ungmenni og þá ber jafnframt að leita til ungmennanna sjálfra við gerð slíks efnis. Þá er það jafnframt mat embættis umboðsmanns barna að skólum og öðrum opinberum aðilum beri í öllum tilvikum að virða aldurstakmörk sem gilda um kvikmyndir eða annað efni. (more…)