Skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfestir gagnrýni Rótarinnar – Áskorun til velferðarráðherranna

Skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfestir gagnrýni Rótarinnar – Áskorun til velferðarráðherranna

4. mars 2018

Út er komin skýrsla Ríkisendurskoðunar um Sjúkratryggingar Íslands sem kaupanda heilbrigðisþjónustu. Í henni kemur fram alvarleg gagnrýni á fyrirkomulag og eftirfylgni með samningum stofnunarinnar um heilbrigðisþjónustu.

Engin heildstæð stefna

Rótin hefur á undanförnum fimm árum sent fjölda erinda til ráðuneyta og ráðherra, Embættis landlæknis og annarra embætta og stofnana sem koma að einhverju leyti að málum fólks með fíknivanda. Flest erindin fjalla um stefnumótun, gæðamál og öryggi og hafa það að leiðarljósi að fylgja því eftir að fólki í meðferð vegna fíknivanda séu tryggð „almenn mannréttindi og mannhelgi“ og þeim sé veitt fullkomnasta „heilbrigðisþjónusta sem á hverjum tíma er völ á að veita“ skv. lögum um réttindi sjúklinga.

Rótin hefur gagnrýnt að yfirvöld hafi ekki mótað stefnu um meðferð við fíknivanda eða gefið út leiðbeiningar um bestu meðferð, hvorki um almenna fíknimeðferð né um sérhæfða meðferð fyrir konur og fólk með áfallatengdan fíknivanda. (more…)

Ósk um úttekt á áreitni starfsmanna á meðferðarstöðvum

Ósk um úttekt á áreitni starfsmanna á meðferðarstöðvum

Reykjavík 27. nóvember 2017

Ágæti Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttisráðherra.

Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda hefur undanfarin ár barist fyrir nútímavæðingu meðferðarkerfisins og haldið uppi vitundarvakningu um stöðu kvenna sem glíma við fíknivanda. Ein aðalástæða þess að til félagsins var stofnað var sú að okkur var ljóst að mikið skorti upp á að tekið væri tillit til sérstakra þarfa kvenna og lífreynslu þeirra í meðferð við fíkn. Rannsóknir sýna að konur sem leita sér meðferðar eiga í langflestum tilfellum að baki alvarlega áfalla- og ofbeldissögu sem hefur haft afgerandi áhrif á heilsu þeirra og líðan. Eitt af því sem félagið hefur barist fyrir er að meðferðarkerfið viðurkenni þessar staðreyndir og taki tillit til þeirra í þjónustu við þennan hóp, í samræmi við fyrirmæli alþjóðastofnana og bestu leiðbeiningar um meðferð kvenna með fíknivanda. (more…)

Óskalisti Rótarinnar

Óskalisti Rótarinnar

29. ágúst 2017

Margrét Valdimarsdóttir, Valgerður Rúnarsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir, Þórlaug Sveinsdóttir, Katrín G. Alfreðsdóttir, Áslaug K. Árnadóttir, Ingunn Hansdóttir og Erla Björg Sigurðardóttir. Margrét Gunnarsdóttir var farin þegar myndin var tekin.

Ráði Rótarinnar var fyrir skemmstu boðið til fundar á Vogi þar sem þær Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir og framkvæmdastjóri lækninga, Þóra Björnsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, Ingunn Hansdóttir, yfirsálfræðingur og Erla Björg Sigurðardóttir, stjórnarkona í SÁÁ, tóku á móti okkur.
Við fengum kynnisferð um sjúkrahúsið og áttum mjög gott samtal um konur og fíknivanda. Það gladdi okkur að heyra að sífellt er verið að vinna að umbótum á kvennameðferðinni, nú með tilstyrk Ingunnar sem er í nýju starfi yfirsálfræðings og vinnur að því að gera meðferðina áfallamiðaða.
Við sögðum svo frá okkar áherslum og hvað við teldum nauðsynlegt að gera til að bæta aðstöðu og meðferð kvenna með fíknivanda. (more…)

Greinargerð til heilbrigðisráðherra um konur og fíkn

Greinargerð til heilbrigðisráðherra um konur og fíkn

Reykjavík 26. júní 2017

Rótin hefur í kjölfar heimsóknar til Óttarrs Proppé, heilbrigðisráðherra, sent honum greinargerð um umræðuefni fundarins og tillögur til aðgerða til að bæta meðferðarkerfið.

Lesa má greinargerðina í PDF-skjali hér.

Ávarp

Ágæti heilbrigðisráðherra, Óttarr Proppé.

Miðvikudaginn 21. júní 2017 tók heilbrigðisráðherra, Óttarr Proppé, á móti þremur ráðskonum Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur, Kristínu I. Pálsdóttur og Margréti Valdimarsdóttur, á fundi um konur, fíkn og meðferð. Einnig sátu fundinn Unnsteinn Jóhannsson, aðstoðarmaður ráðherra og Ingibjörg Sveinsdóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu.

Við þökkum góðar móttökur. Hér á eftir fylgir greinargerð félagsins um stöðu mála í stefnumótun og meðferð við fíkn sem við afhendum í kjölfar fundarins ásamt tillögum um úrbætur.

Félagið er hagsmuna- og umræðufélag kvenna en rekur ekki meðferðarstarf. Aðaltilgangur þess er að halda uppi upplýstri umræðu um málefni kvenna með fíknivanda og stuðla að bættum gæðum meðferðarþjónustu.

Hvatinn að heimsókn okkar til ráðherra nú er hlutaúttekt Embættis landlæknis á meðferð fyrir konur og börn hjá SÁÁ. Niðurstaða hennar kallar á róttækar aðgerðir til að bæta stöðu kvenna og barna með fíknivanda. (more…)

Erindi til Embættis landlæknis vegna gæða og öryggis í meðferð

Erindi til Embættis landlæknis vegna gæða og öryggis í meðferð

Reykjavík 9. júní 2017

Áhyggjur Rótarinnar af gæðum og öryggi í meðferð

Eitt af aðalbaráttumálum Rótarinnar, og ein aðalástæða þess að félagið var stofnað, eru bætt gæði og öryggi kvenna og barna í meðferðarkerfinu. Embætti landlæknis er þetta vel kunnugt þar sem félagið hefur sent embættinu, og öðrum yfirvöldum, fjölda erinda þar að lútandi. Einnig heimsóttu ráðskonur embættið 29. október 2015 og kynntu baráttumál félagsins fyrir landlækni og fleiri starfsmönnum. Þar greindum við frá áhyggjum okkar af því að ekki væri nógu faglega staðið að viðbrögðum við kynferðisáreiti í meðferðarstarfi SÁÁ og að konur hefðu haft samband við félagið sem teldu að þeim hafi verið refsað fyrir slíkar kvartanir með því að vera vísað úr meðferð. (more…)

Umsögn Rótarinnar um áfengisfrumvarp

Umsögn Rótarinnar um áfengisfrumvarp

14. mars 2017

floskurUmsögn Rótarinnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak, lögum um aukatekjur ríkissjóðs, áfengislögum og lögum um gjald af áfengi og tóbaki, með síðari breytingum (smásala áfengis). Þingskjal 165 – 106. mál.

 Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda – leggst alfarið gegn þeim breytingum sem fyrirhugaðar eru á fyrirkomulagi smásölu á áfengi samkvæmt ofnagreindu frumvarpi.

Óþarfi er að telja upp allan þann skaða sem áfengi veldur einstaklingum og samfélögum í þessari umsögn, aðrir verða örugglega til þess, en það er nóg að benda á staðreyndir á síðu Alþjóðaheilbrigðis-málastofnunarinnar um þann skaða. Þar kemur m.a. fram að tæp 6% dauðsfalla á heimsvísu eru af völdum áfengis og að 25% dauðsfalla í aldurshópnum 20-39 ára er af völdum áfengis. Neyslan hefur einnig víðtæk áhrif á heilsufar og fylgni er á milli neyslu áfengis og tíðni fjölda geðsjúkdóma. Þá segir að skaðleg neysla alkóhóls valdi bæði félags- og fjárhagslegum skaða hjá einstaklingum og samfélagi. Áfengi er hugbreytandi efni sem er ávanabindandi og hefur gríðarleg heilsufarsleg, félagsleg og efnahagsleg áhrif á samfélög. (more…)