Forvarnir – Svar Umboðsmanns barna

Forvarnir – Svar Umboðsmanns barna

Rótinni hefur borist svar frá Embætti umboðsmanns barna við fyrirspurn vegna forvarna sem send var á Barnaverndarstofu, borgarstjóra, Embættis landlæknis, menntamálaráðuneytis og Umboðsmanns barna. Landlæknir svaraði fyrirspurninni 8. október.

Svar umboðsmanns barna er eftirfarandi:

Takk fyrir bréfið og upplýsingarnar. Embætti umboðsmanns barna hefur ávallt lagt áherslu á að forvarnarfræðsla til barna og ungmenna sé fjölbreytt og lifandi, taki mið af síbreytilegu umhverfi þeirra, og ekki síst stigvaxandi rétti þeirra til ákvörðunartöku um þátttöku í samræmi við aldur og þroska.

Að mati embættis umboðsmanns barna ber þó að leggja megináherslu á fræðslu- og forvarnarefni sem búið er til sérstaklega fyrir börn og ungmenni og þá ber jafnframt að leita til ungmennanna sjálfra við gerð slíks efnis. Þá er það jafnframt mat embættis umboðsmanns barna að skólum og öðrum opinberum aðilum beri í öllum tilvikum að virða aldurstakmörk sem gilda um kvikmyndir eða annað efni. (more…)

Svar Embættis landlæknis

Svar Embættis landlæknis

Rótinni hefur borist svar frá Embætti landlæknis um fyrirspurn vegna forvarna sem Rótin sendi hinn 8. október til embættisins.

Svarið er svohljóðandi:

Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda

Kristín I. Pálsdóttir, talskona.

Efni: Svar Embættis landlæknis við fyrirspurn Rótarinnar frá 8.10.2018

Skólar eru ákjósanlegur vettvangur til heilsueflingar- og forvarnarstarfs. Þar koma börn og ungmenni saman, mynda félagsleg tengsl og læra af fagmenntuðu starfsfólki. Heilsueflingar- og forvarnarstarf skal ávallt byggt á gagnreyndum aðferðum, sem búið er að sýna fram á með vísindalegum rannsóknum að bera árangur. Forsenda árangursríkra forvarna er sýnileg stefna skóla, uppbyggilegt umhverfi og fagmenntað starfsfólk.

Rannsóknir benda til þess að hræðsluáróður hafi sjaldan tilætluð áhrif.  Varast ber að valda skaða með slíkum áróðri eða einhliða fræðslu sem hefur lítil eða skammvinn áhrif. Þó að hræðsluáróður sé stundum eftirminnilegur og börn og ungmenni áhugasöm um slíka fræðslu sýna rannsóknir að hún hefur ekki tilætluð áhrif. Slík fræðsla getur haft neikvæð áhrif á hegðun og hugsanlega ýtt undir áhættuhegðun hjá sumum. Þó ásetningurinn sé góður þarf að hafa í huga að valda ekki skaða. (more…)

Fyrirspurn frá Rótinni vegna forvarna

Fyrirspurn frá Rótinni vegna forvarna

Þrjátíu ára gömul auglýsing úr víðfrægri forvarnaherferð Partnership for a Drug-Free America.

Rótin hefur sent frá sér eftirfarandi erindi til Barnaverndarstofu, borgarstjóra, Embættis landlæknis, menntamálaráðuneytis og Umboðsmanns barna:

“Efni: Fyrirspurn frá Rótinni vegna forvarna
Sent til: Barnaverndarstofu, Borgarstjóra Reykjavíkur, borgarstjóra,  Embættis landlæknis,  menntamálaráðuneytis,  Umboðsmanns barna.
Reykjavík 6. október 2018
Ýmsir aðilar, þar á meðal grunn- og framhaldsskólar, standa fyrir skipulögðum hópferðum barna og unglinga að sjá kvikmyndina Lof mér að falla. Myndin er bönnuð börnum yngri en 14 ára en þegar um er að ræða yngri börn er óskað eftir leyfi frá foreldrum. Ferðin er farin undir því yfirskini að um forvarnastarf sé að ræða.

(more…)

Áskorun frá ráði Rótarinnar vegna málefna unglinga í fíknivanda

Áskorun frá ráði Rótarinnar vegna málefna unglinga í fíknivanda

Ungt fólk15. apríl 2018

Í ljósi þess að SÁÁ hefur ákveðið að taka ekki lengur við börnum yngri en 18 ára í meðferð á Vogi skorar ráð Rótarinnar á Alþingi og ríkisstjórn, sérstaklega ráðherra velferðarmála, að tryggja að meðferð barna og unglinga verði á hendi opinberra aðila. Ráðið telur lausnina ekki felast í því að auka fjármagn til SÁÁ þannig að hægt verði að byggja tengibygginu við Vog fyrir nýja Bangsadeild.

Því miður er ekki rétt sem kemur fram í yfirlýsingu frá SÁÁ að einungis eitt barn hafi „hugsanlega orðið fyrir skaða innan veggja spítalans“. Rótin hefur frá stofnun félagsins fyrir fimm árum ítrekað sagt frá atvikum sem gerst hafa á Vogi en talað fyrir daufum eyrum.

Samkvæmt 27. gr. laga um réttindi sjúklinga á umhverfi og aðbúnaður sjúkra barna á heilbrigðisstofnunum að hæfa aldri þeirra, þroska og ástandi. Staður þar sem börn og ungmenni eiga á hættu að verða fyrir ofbeldi er svo sannarlega ekki slíkur staður. (more…)

Skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfestir gagnrýni Rótarinnar – Áskorun til velferðarráðherranna

Skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfestir gagnrýni Rótarinnar – Áskorun til velferðarráðherranna

4. mars 2018

Út er komin skýrsla Ríkisendurskoðunar um Sjúkratryggingar Íslands sem kaupanda heilbrigðisþjónustu. Í henni kemur fram alvarleg gagnrýni á fyrirkomulag og eftirfylgni með samningum stofnunarinnar um heilbrigðisþjónustu.

Engin heildstæð stefna

Rótin hefur á undanförnum fimm árum sent fjölda erinda til ráðuneyta og ráðherra, Embættis landlæknis og annarra embætta og stofnana sem koma að einhverju leyti að málum fólks með fíknivanda. Flest erindin fjalla um stefnumótun, gæðamál og öryggi og hafa það að leiðarljósi að fylgja því eftir að fólki í meðferð vegna fíknivanda séu tryggð „almenn mannréttindi og mannhelgi“ og þeim sé veitt fullkomnasta „heilbrigðisþjónusta sem á hverjum tíma er völ á að veita“ skv. lögum um réttindi sjúklinga.

Rótin hefur gagnrýnt að yfirvöld hafi ekki mótað stefnu um meðferð við fíknivanda eða gefið út leiðbeiningar um bestu meðferð, hvorki um almenna fíknimeðferð né um sérhæfða meðferð fyrir konur og fólk með áfallatengdan fíknivanda. (more…)

Ósk um úttekt á áreitni starfsmanna á meðferðarstöðvum

Ósk um úttekt á áreitni starfsmanna á meðferðarstöðvum

Reykjavík 27. nóvember 2017

Ágæti Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttisráðherra.

Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda hefur undanfarin ár barist fyrir nútímavæðingu meðferðarkerfisins og haldið uppi vitundarvakningu um stöðu kvenna sem glíma við fíknivanda. Ein aðalástæða þess að til félagsins var stofnað var sú að okkur var ljóst að mikið skorti upp á að tekið væri tillit til sérstakra þarfa kvenna og lífreynslu þeirra í meðferð við fíkn. Rannsóknir sýna að konur sem leita sér meðferðar eiga í langflestum tilfellum að baki alvarlega áfalla- og ofbeldissögu sem hefur haft afgerandi áhrif á heilsu þeirra og líðan. Eitt af því sem félagið hefur barist fyrir er að meðferðarkerfið viðurkenni þessar staðreyndir og taki tillit til þeirra í þjónustu við þennan hóp, í samræmi við fyrirmæli alþjóðastofnana og bestu leiðbeiningar um meðferð kvenna með fíknivanda. (more…)