Kynningarfundur – Haust 2019

Kynningarfundur – Haust 2019

Starf Rótarinnar á haustmisseri 2019 verður kynnt miðvikudaginn 21. ágúst kl. 20 að Hallveigarstöðum.
Félagið býður upp á fimm mismunandi námskeið í haust ásamt Rótarhópnum og umræðukvöldum. Námskeiðin „Konur studdar til bata“ og „Þú ert ekki ein, við erum margar“, sem einnig voru haldin síðasta vetur, eru aftur á dagskrá ásamt þremur nýjum námskeiðum. Tvö þeirra eru úr smiðju dr. Stephanie Covington, eins og „Konur studdar til bata“, en það eru námskeiðin „Áföll – Leiðir til bata“, sem er helgarnámskeið, og „Sjálfsuppgötvun og valdefling“ sem er sérsniðið að stúlkum og yngri konum, 18-25 ára. Þriðja nýja námskeiðið er svo  „Að segja frá“ sem er stutt námskeið fyrir konur sem íhuga að segja frá ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Sjá nánar um dagskrána og hér er skráningarsíða.
Athugið að eftir kynningu á dagskránni, um kl. 20.45, mun lögmaður fjalla um sjúkragagnamál SÁÁ og ræða spurningar sem brenna á konum varðandi sjúkragögn þeirra sem hafa verið í meðferð á Vík. Sjá nánar.
Allar sem áhuga hafa á starfi Rótarinnar eru hvattar til að mæta og taka vinkonur sínar með!
Viðburðurinn er á Facebook!
Umræðukvöld Rótarinnar eru öllum opin, boðið er upp á te og kaffi sem er fjármagnað með samskotum. Munið eftir klinkinu eða leggið inn á reikning Rótarinnar: Kt. 500513-0470, bankanr. 0101 -26-011472.
Umræðukvöldið er haldið í Kvennaheimilinu, Hallveigarstöðum, Túngötu 14.

Aðalfundur 2019 og erindi um skömmina

Aðalfundur 2019 og erindi um skömmina

Aðalfundur Rótarinnar verður haldinn fimmtudaginn 9. maí kl. 20 í Kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum, Túngötu 14.

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf sbr. lög félagsins. Kosið verður í ráð félagsins en í því sitja níu félagar og fer ráðið með ákvörðunarvald félagsins milli aðalfunda. Einnig skulu kosnir þrír varafulltrúar í ráðið og skoðunarkona reikninga.

Við hvetjum áhugasamar félagskonur til að bjóða sig fram í ráð eða vararáð með því að senda póst á netfangið rotin@rotin.is. Frekari upplýsingar fást hjá Kristínu I. Pálsdóttur, talskonu, í sama netfangi eða í síma 893-9327.

„Frelsið er að skammast sín ekki fyrir sjálfan sig“

Guðbrandur Árni Ísberg, sérfræðingur í klínískri sálfræði, heldur erindi strax og aðalfundarstörfum lýkur. Á vormánuðum 2019 kemur út önnur bók Guðbrandar Skömmin – úr vanmætti í sjálfsöryggi um skammartilfinningar, birtingarmyndir þeirra og meðferðarúrræði og ætlar Guðbrandur Árni að fjalla um efni bókarinnar í erindinu: „Frelsið er að skammast sín ekki fyrir sjálfan sig“.

Guðbrandur lauk embættisprófi í sálarfræði frá Árósarháskóla árið 1999 og seinna framhaldsnámi í hugrænni atferlismeðferð, í taugavísindum mannlegra tengsla, auk fjölda námskeiða. Í Danmörku starfaði Guðbrandur á meðferðarstofnun fyrir traumatíserað flóttafólk og seinna á fjölskyldumeðferðarstofnun. Hann er nú sjálfstætt starfandi en hefur á Íslandi auk þess starfað í Forvarnar- og meðferðarteymi barna hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og sem skólasálfræðingur hjá Reykjanesbæ. Fyrsta bók Guðbrandar Í nándinni – innlifun og umhyggja kom út hjá 2013.

(more…)

„Við erum miklu fleiri” – Rótarkvöld 9. apríl

„Við erum miklu fleiri” – Rótarkvöld 9. apríl

Þriðjudaginn 9. apríl kl. 20 – 21.30 verður kynning á námskeiðinu Þú ert ekki ein, við erum margar en námskeiðið er fyrir konur sem hafa upplifað fjölskylduslit eftir að hafa sagt frá ofbeldi sem átt hefur sér stað í skjóli fjölskyldu, hvort heldur er sifjaspell, kynferðisofbeldi, líkamlegt eða andlegt ofbeldi. Sjá nánar um námskeiðið hér.

Dagkrá kynningarfundarins

  1. Fræðilegur hluti námskeiðsins. Katrín G. Alfreðsdóttir, félagsráðgjafi, fjölskyldufræðingur og ProfCert í í konum og vímuefnavanda
  2. Skömm sem afleiðing og fyrirgefning sem stjórntæki. Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor í guðfræðilegri siðfræði
  3. „Hélt ég væri ein.“ Guðrún Ebba Ólafsdóttir, kennari með diplóma í starfstengdri leiðsögn
  4. Umræður. Kristín I. Pálsdóttir, ProfCert í konum og vímuefnavanda, stýrir

Umræðukvöld Rótarinnar eru öllum opin, boðið er upp á te og kaffi sem er fjármagnað með samskotum. Munið eftir klinkinu eða leggið inn á reikning Rótarinnar: Kt. 500513-0470, bankanr. 0101 -26-011472.

Viðburðurinn er á Facebook!

Fundurinn verður haldinn í Bjarkarhlíð, við Bústaðaveg, 108 Reykjavík.

Drögum kynjatjöldin frá: Til móts við kynjaða heildarsýn á áföll og fíkn

Drögum kynjatjöldin frá: Til móts við kynjaða heildarsýn á áföll og fíkn

Drögum kynjatjöldin frá: Til móts við kynjaða heildarsýn á áföll og fíkn er yfirskrift ráðstefnu sem haldin er á Hótel Natura, hinn 28. febrúar og 1. mars næstkomandi, í samvinnu Rótarinnar, Rannsóknastofu í jafnréttisfræðum (RIKK), Alþjóðajafnréttisskólans og Jafnréttisstofu. Sjá nánar: https://conference.hi.is/genderandaddiction/ og á Facebook

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, opnar ráðstefnuna með ávarpi en fjöldi erlendra sérfræðinga tekur þátt í henni. Þar er fyrsta að telja Dr. Elizabeth Ettorre, prófessor emerítus í félagsfræði og félagsmálastefnu við Háskólann í Liverpool og Leverhulme Emeritus styrkþega, heiðursprófessor við Árósaháskóla og Háskólann í Plymouth á Bretlandi. Hún fjallar um konur, vímuefnaneyslu og samþættingu. Elizabeth hefur starfað við rannsóknir á vímuefnaneyslu síðan á áttunda áratug síðustu aldar og er einn virtasti fræðimaður Evrópu á sínu sviði.

Dr. Nancy Poole kemur alla leið frá Bresku-Kólumbíu í Kanada. Þar er hún forstöðukona Centre of Excellence for Women’s Health og starfar einnig við Women’s Hospital and Health Centre. Nancy er virtur alþjóðlegur sérfræðingur með víðtæka reynslu af kynjaðri nálgun á heilsu og fíkn og fjallar hennar erindi um mikilvægi þess að hafa kyn, áföll og réttlæti í brennidepli þegar vímuefnastefna er mótuð. (more…)

Umræðukvöld um meistaranám í fíknifræðum við Hazelden Betty Ford Graduate School of Addiction Studies

Umræðukvöld um meistaranám í fíknifræðum við Hazelden Betty Ford Graduate School of Addiction Studies

Vagna, Guðrún og Gunný

Á næsta umræðukvöldi Rótarinnar, miðvikudaginn 14. nóvember kl. 20:-21:30, verða gestir okkar þær Guðrún Jóhannsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, betur þekkt sem Gunný, og Vagnbjörg Magnúsdóttir, kölluð Vagna. Þær hafa allar nýlokið námi í fíknifræðum við Hazelden Betty Ford Graduate School í Minnesota í Bandaríkjunum og ætla að segja okkur frá því sem þær urðu vísari.

Hazelden Betty Ford Graduate School of Addiction Studies býður upp á nám í fíknifræðum á meistarastigi fyrir ráðgjafa og aðra sem starfa í fíknigeiranum. Námið er bæði akademískt og verklegt og munu Guðrún, Gunný og Vagna segja okkur frá því sem þeim fannst áhugaverðast í náminu og starfsnáminu á Hazelden Betty Ford meðferðarstofnuninni, upplifun þeirra af starfinu, einstaklingsmiðaðri meðferð og hvernig þær telja að þær geti nýtt þekkinguna sem þær öðluðust. Einnig fjalla þær um hvernig stofnunin meðhöndlar þá sem eru veikir af ópíumfíkn. (more…)

Umræðukvöld um átraskanir og fíkn

Umræðukvöld um átraskanir og fíkn

Helga Þórðardóttir

Á næsta umræðukvöldi Rótarinnar, miðvikudaginn 17. október kl. 20:-21:30, heldur gestur okkar Helga Þórðardóttir, félagsráðgjafi MA, fjölskyldufræðingur, kennari og handleiðari, erindi um átraskanir og fíkn.

Í erindinu fer Helga í helstu einkenni átraskana, orsakir og hliðarverkanir og hver áhrif sjúkdómsins eru á fjölskyldu þeirra sem veikjast og aðra nákomna, hvað sé í boði fyrir þau sem kljást við átröskun á Íslandi, hvernig þau komast í meðferð og hvort að einhver séu tengsl á milli átraskana og fíknisjúkdóma?

Helga lauk starfsréttindum í félagsráðgjöf í Svíþjóð auk þess sem hún hefur stundað nám í Hollandi, Bandaríkjunum auk náms hér á Íslandi. Hún hefur starfað, má segja, á í velferðarkerfinu, heilbrigðis- og félagslega kerfinu, og skólakerfinu en starfar nú í átröskunarteymi á geðdeild Landspítala – Háskólasjúkrahúss ásamt því að vera sjálfstætt starfandi. Einnig er Helga kennslustjóri og handleiðari í MA-námi í fjölskyldumeðferð í Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. (more…)