
Drögum kynjatjöldin frá: Til móts við kynjaða heildarsýn á áföll og fíkn
Drögum kynjatjöldin frá: Til móts við kynjaða heildarsýn á áföll og fíkn er yfirskrift ráðstefnu sem haldin er á Hótel Natura, hinn 28. febrúar og 1. mars næstkomandi, í samvinnu Rótarinnar, Rannsóknastofu í jafnréttisfræðum (RIKK), Alþjóðajafnréttisskólans og Jafnréttisstofu. Sjá nánar: https://conference.hi.is/genderandaddiction/ og á Facebook.
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, opnar ráðstefnuna með ávarpi en fjöldi erlendra sérfræðinga tekur þátt í henni. Þar er fyrsta að telja Dr. Elizabeth Ettorre, prófessor emerítus í félagsfræði og félagsmálastefnu við Háskólann í Liverpool og Leverhulme Emeritus styrkþega, heiðursprófessor við Árósaháskóla og Háskólann í Plymouth á Bretlandi. Hún fjallar um konur, vímuefnaneyslu og samþættingu. Elizabeth hefur starfað við rannsóknir á vímuefnaneyslu síðan á áttunda áratug síðustu aldar og er einn virtasti fræðimaður Evrópu á sínu sviði.
Dr. Nancy Poole kemur alla leið frá Bresku-Kólumbíu í Kanada. Þar er hún forstöðukona Centre of Excellence for Women’s Health og starfar einnig við Women’s Hospital and Health Centre. Nancy er virtur alþjóðlegur sérfræðingur með víðtæka reynslu af kynjaðri nálgun á heilsu og fíkn og fjallar hennar erindi um mikilvægi þess að hafa kyn, áföll og réttlæti í brennidepli þegar vímuefnastefna er mótuð. (more…)