Starf Rótarinnar á haustmisseri 2019 verður kynnt miðvikudaginn 21. ágúst kl. 20 að Hallveigarstöðum.
Félagið býður upp á fimm mismunandi námskeið í haust ásamt Rótarhópnum og umræðukvöldum. Námskeiðin „Konur studdar til bata“ og „Þú ert ekki ein, við erum margar“, sem einnig voru haldin síðasta vetur, eru aftur á dagskrá ásamt þremur nýjum námskeiðum. Tvö þeirra eru úr smiðju dr. Stephanie Covington, eins og „Konur studdar til bata“, en það eru námskeiðin „Áföll – Leiðir til bata“, sem er helgarnámskeið, og „Sjálfsuppgötvun og valdefling“ sem er sérsniðið að stúlkum og yngri konum, 18-25 ára. Þriðja nýja námskeiðið er svo  „Að segja frá“ sem er stutt námskeið fyrir konur sem íhuga að segja frá ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Sjá nánar um dagskrána og hér er skráningarsíða.
Athugið að eftir kynningu á dagskránni, um kl. 20.45, mun lögmaður fjalla um sjúkragagnamál SÁÁ og ræða spurningar sem brenna á konum varðandi sjúkragögn þeirra sem hafa verið í meðferð á Vík. Sjá nánar.
Allar sem áhuga hafa á starfi Rótarinnar eru hvattar til að mæta og taka vinkonur sínar með!
Viðburðurinn er á Facebook!
Umræðukvöld Rótarinnar eru öllum opin, boðið er upp á te og kaffi sem er fjármagnað með samskotum. Munið eftir klinkinu eða leggið inn á reikning Rótarinnar: Kt. 500513-0470, bankanr. 0101 -26-011472.
Umræðukvöldið er haldið í Kvennaheimilinu, Hallveigarstöðum, Túngötu 14.

Share This