Dagskrá haust 2019

Konur studdar til bata

Námskeiðið Konur studdar til bata er námskeið fyrir konur þar sem lögð er áhersla á að vinna með rætur vímuefnavanda og annað andstreymi í lífi kvenna. Unnið er út frá því að vímuefnanotkun sé ekki einangrað vandamál heldur eigi sér m.a. rætur í áföllum og tekið er á þeim fjölþætta vanda sem konur með sögu um vímuefnavanda standa frammi fyrir. Námskeiðið kemur úr smiðju dr. Stephanie Covington sem er frumkvöðull í vinnu með vímuefnavanda kvenna með áfallasögu og heitir á ensku Helping women recover.

Fyrir hverjar

Námskeiðið er ætlað konum sem eiga sögu um áfengis- og annan vímuefnavanda. Það hentar jafnt konum sem hafa ekki notað vímuefni í langan tíma sem og konum sem nýlega hafa lagt af stað á batabrautina.

Skráning

Skráningu lýkur 23. ágúst!

Markmið

Markmið námskeiðsins er að konur öðlist aukna sjálfsþekkingu sem einstaklingar en skilgreini sig ekki í gegnum sambönd eða stöðu sína. Einnig að þær átti sig á styrkleikum sínum og geti byggt framtíð sína og betra líf á þeim.

Innihald

Aðaláherslan er á fjóra þætti:

 1. Sjálfsmynd
 2. Sambönd og samskipti
 3. Kynverund
 4. Andleg heilsa

Innan þessara þátta eru undirflokkar þar sem farið er ítarlega í atriði sem talin eru mikilvæg fyrir konur á batavegi. Spurt er hvað kom fyrir konurnar í stað þess að spyrja hvað sé að þeim. Hvernig komust þær af og til hvaða bjargráða greip hver og ein þeirra. Kynntar eru nýjar aðferðir til að stuðla að bata.

Hvenær 

Námskeiðið hefst 28. ágúst og því lýkur 4. desember 2019

Verð

48.000 kr.

Leiðbeinendur og verkefnisstjórn 

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Katrín G. Alfreðsdóttir. Verkefnisstjóri er Kristín I. Pálsdóttir. Sjá nánar.

Skipulag

Alls er um að ræða 16 skipti, hvert skipti er 90 mínútur frá kl. 17.15–18.45 á miðvikudögum og tvisvar á mánudegi. Fyrirhugað er að bjóða einnig upp á dagnámskeið á sama tímabili ef áhugi er á því.

Dagsetningar kl. 17.15-18.45:

Tími Vikudagur Dagsetning
1 miðvikudagur 28. ágúst
2 miðvikudagur 4. september
3 miðvikudagur 11. september
4 miðvikudagur 18. september
5 miðvikudagur 25. september
6 miðvikudagur 2. október
7 miðvikudagur 9. október
8 miðvikudagur 16. október
9 mánudagur 28. október
10 miðvikudagur 30. október
11 miðvikudagur 6. nóvember
12 miðvikudagur 13. nóvember
13 miðvikudagur 20. nóvember
14 miðvikudagur 27. nóvember
15 mánudagur 2. desember
16 miðvikudagur 4. desember

Hámarksfjöldi er 10 þátttakendur.

Þátttakendur eru hvattir til að sækja fundi í Rótarhópnum á miðvikudögum kl. 19.15 að loknu námskeiðinu.

Námskeiðið Konur studdar til bata er námskeið fyrir konur þar sem lögð er áhersla á að vinna með rætur vímuefnavanda og annað andstreymi í lífi kvenna. Unnið er út frá því að vímuefnanotkun sé ekki einangrað vandamál heldur eigi sér m.a. rætur í áföllum og tekið er á þeim fjölþætta vanda sem konur með sögu um vímuefnavanda standa frammi fyrir.

Námskeiðið hefst 28. ágúst og skráningu lýkur 23. ágúst

Áföll – Leiðir til bata

Námskeiðinu er ætlað að hjálpa konum að vinna úr afleiðingum áfalla á líf þeirra. Athyglinni er beint að þeim áföllum sem konur eru í mestri hættu á að verða fyrir eins og kynferðisofbeldi í æsku, nauðgunum, ofbeldi í nánum samböndum og öðru ofbeldi á milli tengdra aðila. Kennd eru bjargráð sem nýtast við úrvinnslu áfalla almennt. Námskeiðið er kynjamiðað og byggt er á styrkleikum þátttakenda.

Námskeiðið er þróað af dr. Stephanie Covington og heitir á ensku Healing Trauma.

Fyrir hverjar

Námskeið er fyrir konur sem glíma við afleiðingar áfalla. Námskeiðið hentar sérstakleg vel konum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.  

Skráning

Skráningu á námskeiðið lýkur 16. september.

Markmið

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti náð sér af afleiðingum áfalla, að þær finni fyrir þeim krafti sem býr innra með þeim og veiti hverri annarri m.a. stuðning til þess að létta á skömm og sektarkennd.

Aðferð

Námskeiðið skiptist í sex hluta:

 1. Konur boðnar velkomnar og hugtakið áfall skilgreint
 2. Vald og misnotkun
 3. Áfallaferlið og sjálfsumhyggja
 4. ACE-spurningalistinn og reiði
 5. Heilbrigð sambönd
 6. Ást, námskeiðslok og þátttökuviðurkenning

Hvenær

Námskeiðið hefst 21. september og því lýkur 28. september

Leiðbeinendur og verkefnisstjórn 

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Guuðrún Ebba Ólafsdóttir og Katrín G. Alfreðsdóttir. Verkefnisstjóri er Kristín I. Pálsdóttir. Sjá nánar.

Skipulag

Námskeiðið er í 3 skipti í 4 tíma í senn og verður haldið í Bjarkarhlíð við Bústaðarveg. Þátttakendur eru hvattir til að taka með sér nesti. Boðið er upp á te og kaffi.

Helgarnámskeið

Laugardagur 21. september kl. 10.00-14.00 (1. og 2. hluti, 30 mínútna hlé á milli)

Sunnudagur 22. september kl. 10.00-14.00 (3. og 4. hluti, 30 mínútna hlé á milli)

Laugardagur 28. september kl. 10.00-14.00 (5. og 6. hluti, 30 mínútna hlé á milli)

Verð

30.000 kr.

Hámarksfjöldi eru 10 þátttakendur.

Þátttakendur eru hvattir til að sækja fundi í Rótarhópnum, á miðvikudögum kl. 19.15, að loknu námskeiðinu.

Námskeiðinu er ætlað að hjálpa konum að vinna úr afleiðingum áfalla á líf þeirra. Athyglinni er beint að þeim áföllum sem konur eru í mestri hættu á að verða fyrir eins og kynferðisofbeldi í æsku, nauðgunum, ofbeldi í nánum samböndum og öðru ofbeldi á milli tengdra aðila. Kennd eru bjargráð sem nýtast við úrvinnslu áfalla almennt. Námskeiðið er kynjamiðað og byggt er á styrkleikum þátttakenda.

Námskeiðið hefst 21. september og skráningu lýkur 16. september

 

Sjálfsuppgötvun og valdefling

Námskeiðinu Sjálfsuppgötvun og valdefling ― Fyrir stúlkur og ungar konur ― er ætlað að hvetja stúlkur og ungar konur til að styrkja sjálfsmynd sína og að öðlast rödd. Unglingsárin eru tími mikilla uppgötvana, áskorana og þroska. Ýmislegt í okkar kynjuðu menningu gerir þessar áskoranir snúnar fyrir stúlkur og margar þeirra ná ekki að öðlast eigin rödd eða jákvæða sjálfsímynd á þessu mikilvæga þroskaskeiði.

Fyrir hverjar

Námskeiðið er sérstaklega ætlað stúlkum og ungum konum á aldrinum 18-25 ára. 

Skráning

Skráningu á námskeiðið lýkur 28. september

Aðferð

Námsefnið tekur mið af áfallareynslu og miðast við reynsluheim stúlkna og þau áhrif sem það hefur á líf þeirra að alast upp í veruleika kynjamisréttis. Unnið er með gagnvirkar æfingar og leitast við að byggja upp jákvæðra sjálfsmynd, færni í heilbrigðum samskiptum kynjanna og sálræna og tilfinningalega vellíðan. Þá er fjallað um notkun fíkniefna, kynferðismál og hvernig hægt er að stuðla að bjartri framtíð. Einnig er komið inn á málefni stúlkna í réttarvörslukerfinu. Námskeiðið byggir á námsefni dr. Stephanie Covington Voices: A Program of Self- Discovery and Empowerment for Girls.

Markmið:

 • Að hjálpa stúlkum/ungum konum að skilja stöðu sína og áhrif þess að vera kona í heimi þar sem kynjamisrétti er viðvarandi
 • Að styðja þátttakendur í úrvinnslu áfalla og beina þeim inn á braut vaxtar eftir áföll (ens. post-traumatic growth) með kynjasjónarmið að leiðarljósi
 • Að þátttakendur öðlist aukinn skilning á
  • Sjálfi
  • Samböndum
  • Heilbrigðu líferni (líkamlegu, tilfinningalegu, andlegu)
 • Framtíðarsýn

Hvenær

Frá 3. október 2019 til 5. mars 2020

Verð

100.000 kr.

Leiðbeinendur og verkefnisstjórn 

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Guuðrún Ebba Ólafsdóttir og Katrín G. Alfreðsdóttir. Verkefnisstjóri er Kristín I. Pálsdóttir. Sjá nánar.

Skipulag

Námskeiðið er alls í 18 skipti, hefst 3. október og lýkur 5. mars 2020, er haldið á fimmtudögum, kl. 13.15-14.45, í 90 mín. í senn, í húsnæði Vegvísis – ráðgjafar, Strandgötu 11, Hafnarfirði.

Dagsetningar á fimmtudögum kl. 13.14-14.45:

Tími Dagsetning
1 3. október
2 10. október
3 17. október
4 31. október
5 7. nóvember
6 14. nóvember
7 21. nóvember
8 28. nóvember
9 5. desember
9 9. janúar
11 16. janúar
12 23. janúar
13 30. janúar
14 6. febrúar
15 13. febrúar
16 20. febrúar
17 27. febrúar
18 5. mars

 

Hámarksfjöldi eru 10 þátttakendur.

Námskeiðinu Sjálfsuppgötvun og valdefling ― Fyrir stúlkur og ungar konur ― er ætlað að hvetja stúlkur og ungar konur til að styrkja sjálfsmynd sína og að öðlast rödd. Unglingsárin eru tími mikilla uppgötvana, áskorana og þroska. Ýmislegt í okkar kynjuðu menningu gerir þessar áskoranir snúnar fyrir stúlkur og margar þeirra ná ekki að öðlast eigin rödd eða jákvæða sjálfsímynd á þessu mikilvæga þroskaskeiði.

Námskeiðið hefst 3. október og skráningu lýkur 28. september

Að segja frá

Konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi glíma oft við flóknar afleiðingar þess. Ein leið til valdeflingar og bata er að rjúfa þögnina sem oft ríkir um kynferðisbrot. Það getur átt við að segja frá, t.d. innan fjölskyldu, vinum, samstarfsfólki, á samfélagsmiðlum eða opinberlega í fjölmiðlum. Á námskeiðinu er farið í gegnum hvernig best er að undirbúa það að rjúfa þögnina.

Fyrir hverjar

Námskeiðið er ætlað konum sem hafa hug á að opna umræðu um ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. 

Skráning

Skráningu á námskeiðið lýkur 25. nóvember

Markmið

Markmið námskeiðsins er að konur geti sagt frá ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir og afleiðingum þess, eins og til dæmis fíkn og áfallastreitu, að þær finni fyrir þeim krafti sem býr innra með þeim og veiti hverri annarri stuðning til þess, m.a. að létta á skömm og sektarkennd og að gefa konum sem þess óska tækifæri til að undirbúa sig til að segja opinberlega frá á eigin forsendum.

Aðferð

Námskeiðið byggist annars vegar á fræðilegum kenningum og rannsóknum og hins vegar á reynslu þátttakenda í ljósi fræðanna.

Meðal efnisþátta eru t.d. að:

 • rjúfa þögnina,
 • segja aðstandendum, vinum og samstarfsfélögum frá
 • búa sig undir hugsanleg viðbrögð annarra
 • hlúa að sjálfri sér
 • segja frá opinberlega
 • vera undirbúin ef fjölmiðlar hafa samband

Styrkleikar þátttakenda eru kortlagðir og við deilum reynslu okkar, styrk og seiglu. Í lok hvers tíma er heimaverkefni kynnt sem mælt er með að þátttakendur vinni svo þeir fái sem mest út úr námskeiðinu.

Námskeiðið byggir á bæklingnum „Ef fjölmiðlar hafa samband“ en einnig fjölbreyttu efni meðal annars frá dr. Stephanie Covington.

Leiðbeinendur og verkefnisstjórn 

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Guuðrún Ebba Ólafsdóttir og Katrín G. Alfreðsdóttir. Verkefnisstjóri er Kristín I. Pálsdóttir. Sjá nánar.

Hvenær

30. nóvember 2019

Skipulag

Námskeiðið er samanstendur af þremur 90 mínútna lotum og er haldið laugardaginn 30. nóvember kl. 10.30-16.30 (tvö 30 mínútna hlé).

Verð

15.000 kr.

Hámarksfjöldi er 10 þátttakendur.

Þátttakendur eru hvattir til að sækja fundi í Rótarhópnum á miðvikudögum kl. 19.15 að loknu námskeiðinu.

Konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi glíma oft við flóknar afleiðingar þess. Ein leið til valdeflingar og bata er að rjúfa þögnina sem oft ríkir um kynferðisbrot. Það getur átt við að segja frá, t.d. innan fjölskyldu, vinum, samstarfsfólki, á samfélagsmiðlum eða opinberlega í fjölmiðlum. Á námskeiðinu er farið í gegnum hvernig best er að undirbúa það að rjúfa þögnina.

Námskeiðið er haldið laugardaginn 30. nóvember og skráningu lýkur 25. nóvember

 

Þú ert ekki ein, við erum margar

Ástæður fjölskylduslita geta verið margvíslegar. Til dæmis geta þau orðið í kjölfar þess að konur opna umræðu um ofbeldi í skjóli fjölskyldu, hvort heldur er í kjölfar sifjaspells, kynferðisofbeldis, líkamlegs eða andlegs ofbeldis. Fjölskylduslit geta orðið að frumkvæði þolenda eða vegna útilokunar.

Námskeiðið er þróað innan Rótarinnar.

Fyrir hverjar

Námskeiðið er fyrir konur sem hafa upplifað fjölskylduslit.

Skráning

Skráningu á námskeiðið lýkur 30. október!

Markmið

Markmið námskeiðsins er að konur sem hafa upplifað fjölskylduslit finni fyrir þeim krafti sem býr innra með þeim og stuðningi hver frá annarri til þess, m. a., að létta á skömm og sektarkennd og að þátttakendur öðlist betri þekkingu og skilning á aðstæðum sínum.

Aðferð

Námskeiðið byggir annars vegar á fræðilegum kenningum og rannsóknum og hins vegar á reynslu þátttakenda í ljósi fræðanna. Farið verður yfir sögu þátttakenda, eins og hver og ein er tilbúin að segja frá. Rætt verður um afleiðingar þess að hafa orðið fyrir ofbeldi í skjóli fjölskyldu, og annarra sem við treystum, skömm og sektarkennd og um hver upplifun þátttakenda er af höfnun af hendi fjölskyldumeðlima. Fjallað um fyrirgefningarhugtakið en stundum er krafan um fyrirgefningu notuð til að stjórna þolendum. Seigla þátttakenda og styrkur eru kortlögð og fjallað um leiðina til bata að tilgangsríku lífi í sátt við okkur sjálfar. Að lokum deila þátttakendur með sér ýmsum hagnýtum leiðum til að takast á við það að vera ekki í tengslum við fjölskyldumeðlimi og hvernig hægt er að taka sér pláss án þess að misbjóða sjálfri sér. Í lok hvers tíma er heimaverkefni kynnt sem mælt er með að þátttakendur vinni til að fá sem mest út úr námskeiðinu.

Skipulag

Námskeiðið er fimm skipti, 90 mínútur í senn, og hefst 4. nóvember og lýkur 13. janúar.

Umfjöllunarefni:

 1. Sögurnar okkar
 2. Flóknar tilfinningar í kjölfar fjölskylduslita; sektarkennd, skömm, höfnun, svik, sorg, léttir
 3. Fyrirgefning og reiði
 4. Seigla okkar og styrkur. Framhaldið.
 5. Að taka sér pláss. Hagnýtar leiðir til að takast á við það að vera ekki í tengslum við fjölskyldumeðlimi.

Leiðbeinendur og verkefnisstjórn 

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Guuðrún Ebba Ólafsdóttir og Katrín G. Alfreðsdóttir. Verkefnisstjóri er Kristín I. Pálsdóttir. Sjá nánar.

Verð

30.000 kr.

Hvenær

Námskeiðið hefst 4. nóvember 2019 og því lýkur 13. janúar 2020.

Dagsetningar, mánudagar kl. 17.15-18.45.

Tími Dagsetning
1 4. nóvember
2 11. nóvember
3 18. nóvember
4 25. nóvember
5 13. janúar

Hámarksfjöldi er 8 þátttakendur.

Þátttakendur eru hvattir til að sækja fundi í Rótarhópnum á miðvikudögum kl. 19.15 að loknu námskeiðinu.

Ath! Fimmti tíminn frá vornámskeiði 2019 verður mánudaginn 2. september kl. 17.15-18.45

Ástæður fjölskylduslita geta verið margvíslegar. Til dæmis geta þau orðið í kjölfar þess að konur opna umræðu um ofbeldi í skjóli fjölskyldu, hvort heldur er í kjölfar sifjaspells, kynferðisofbeldis, líkamlegs eða andlegs ofbeldis. Fjölskylduslit geta orðið að frumkvæði þolenda eða vegna útilokunar.

Námskeiðið hefst 4. nóvember og skráningu lýkur 30. október

 

Rótarhópur

Rótin býður upp á leiddan sjálfshjálparhóp, Rótarhóp, fyrir konur sem tekið hafa þátt í námskeiðum á vegum Rótarinnar. Konur sem eru komnar vel af stað í bata með öðrum leiðum eru einnig velkomnar í Rótarhópinn. Hópastarfið er konunum að kostnaðarlausu en samskotum er safnað. Hóparnir funda á miðvikudögum kl. 19.15-20.15 í Bjarkarhlíð við Bústaðaveg.

Fyrsti fundur haustsins verður miðvikudagurinn 28. ágúst kl. 19.15-20.15.

Í Rótarhópunum er unnið út frá þekkingu á sambandi áfalla og vímuefnavanda og er þátttaka í hópunum aðeins einn hluti af áframhaldandi bataferli. Engin skyndilækning er til á áhrifum áfalla og allt lífið erum við að skoða fortíð okkar, læra af henni og skapa okkur betri framtíð.

Umræðuefni hópanna tengjast viðfangsefnum námskeiðsins Konur studdar til bata, og annarra námskeiða á vegum félagsins, þar sem aðaláherslan er á fjóra þætti, sem eru: sjálfsmyndsambönd og samskiptikynverund og andleg heilsa. Innan þessara þátta eru undirflokkar sem allir snerta mikilvæg atriði fyrir konur í bataferli. Spurt er hvað kom fyrir konurnar í stað þess að spyrja hvað sé að þeim. Hvernig hafa þær komist af og til hvaða bjargráða hver og ein þeirra hafi gripið. Rætt er um nýjar aðferðir til að takast á við vandann í stað neyslu.

Leiðbeinendur og verkefnisstjórn 
Leiðbeinendur í Rótarhópnum eru Guuðrún Ebba Ólafsdóttir og Katrín G. Alfreðsdóttir. Verkefnisstjóri er Kristín I. Pálsdóttir. Sjá nánar.

Skráning fer fram á síðu Rótarinnar

Eftirfarandi reglur gilda í hópunum:

Trúnaður 
Þeim persónulegu upplýsingum sem deilt er innan hópsins má ekki deila utan hans. Við verðum að vera vissar um að það ríki trúnaður innan hópsins. Það er ein undantekning frá þessu, leiðbeinendur verða að tilkynna það til réttra aðila ef fram koma upplýsingar um að öryggi einhvers sé í hættu.

Öryggi
Mikilvægt er að hver og ein upplifi öryggi. Til að tryggja öryggi beitum við hvorki andlegu né líkamlegu ofbeldi. Ekki er í boði að tala dónalega eða niðrandi við aðra.

Þátttaka
Allar konur þurfa að fá að taka þátt í umræðunum. Ekki er hjálplegt ef einhverjar verða ráðandi í umræðunum og aðrar sitja hljóðar. Vinsamlegast deilið öllum athugasemdum með öllum. Athugasemdir ykkar, spurningar og álit eiga erindi til okkar allra. Það getur bæði truflað og valdið sundrungu ef tvær og tvær eru að tala saman. Ef það kemur upp spurning um ákveðið efni sem einhver treystir sér ekki til að tala um má hún segja „PASS“.

Virðing
Þegar þið segið frá skoðun ykkar, vinsamlegast gerið það með virðingu fyrir hinum. Þá má ekki gagnrýna, dæma eða tala niður til nokkurs. Vinsamlegast grípið ekki fram í fyrir þeirri sem er að tala. Ef einhver ætlar að taka yfir umræðuna munu leiðbeinendur grípa inn í svo allar fái tækifæri til að tala. Það getur verið að einhverri líði illa, finni fyrir reiði og vilji ekki taka þátt í umræðunni en hluti af virðingu fyrir hópnum að trufla hann ekki með slæmri framkomu.

Stundvísi
Við byrjum á réttum tíma og við endum á réttum tíma.

Rótin býður upp á sjálfshjálparhóp, Rótarhóp, fyrir konur sem tekið hafa þátt í námskeiðinu Konur studdar til bata og öðrum námskeiðum á vegum Rótarinnar. Konur sem eru komnar vel af stað í bata með öðrum leiðum eru einnig velkomnar í Rótarhópinn. Hópastarfið er konunum að kostnaðarlausu en samskotum er safnað.

Umræðukvöld

  Rótin stendur að umræðukvöldum þar sem fyrirlesari hefur framsögu um efni sem tengist viðfangsefnum félagsins.

  Skipulag

  Umræðukvöld eru haldin  tvisvar til þrisvar að hausti og tvisvar að vor í Kvennaheimilinu að Hallveigarstöðum. Umræðukvöldin hefjast kl. 20 og standa til 21:30. Boðið er upp á kaffi og te. 

  21. ágúst. Fyrsta umræðukvöldið verður kynningarfundur um námskeið og aðra dagskrá vetrarins.

  9. október. Gabríela Bryndís Ernudóttir, sálfræðingur, verður fyrirlesari á öðru umræðukvöldi haustsins. 

  Lilja Steingrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur og nemandi í Bodynamics-fræðum sem fjalla um sállíkamlega nálgun á afleiðingar áfalla. Dagsetning og nánari upplýsingar koma síðar.

  Share This