Rótin heldur námskeið fyrir fagfólk sem þjónustar konur sem glíma við áföll og neysluvanda og er markmiðið þess að kynna þá aðferðafræði sem Rótin fylgir fyrir fagfólki sem hefur áhuga á nýrri nálgun í þjónustu við konur með áfallasögu og/eða vímuefnavanda. Á námskeiðinu er stuðst við áfalla- og kynjamiðaða gagnreynda þekkingu.

Drög að dagskrá

  • Rótin. Tilurð félagsins og hugmyndafræðin. Skipulag og starfsemi. Leiðarljós og reglur fyrir námskeið og hópastarf
  • Kenningar um skaðlega vímuefnanotkun. Sjúkdómskenningin. Einstaklingurinn í forgrunni og aðrar nýjar kenningar
  • Vald og ofbeldi
  • Þróun áfalla. Meðal annars skoðað m.t.t. kynja
  • ACE-rannsóknin og aðrar rannsóknir um tengsl áfalla við alvarlega sjúkdóma
  • Skaðaminnkun
  • Áfallamiðuð starfsemi
  • Valdefling kvenna. Seigla og styrkleikar. Spurt er: „Hvað kom fyrir þig?“ en ekki „Hvað er að þér?“
  • Konur finna styrk sinn. Námskeið og hópar Rótarinnar kynnt ítarlega
  • Helstu sóknarfærin á þessu sviði ekki síst á tímum COVID-19

Skipulag

Verð

  • 43.900 kr.

Leiðbeinendur og verkefnisstjórn

  • Leiðbeinendur eru Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Katrín G. Alfreðsdóttir og Kristín I. Pálsdóttir. Sjá nánar.
Share This