Rótin býður upp á sjálfshjálparhóp, Rótarhóp, fyrir konur sem tekið hafa þátt í leiðsagnarhópnum Konur finna styrk sinn (áður Konur studdar til bata) og námskeiðum á vegum Rótarinnar. Allar konur sem eru að vinna að bættum lífsgæðum í kjölfar áfalla eru jafnframt velkomnar. Hópurinn hittist á miðvikudögum kl. 19:15-20:15 í Bjarkarhlíð við Bústaðaveg. Þátttaka er gjaldfrjáls en samskotum er safnað.

Í Rótarhópnum er unnið út frá þekkingu á sambandi áfalla og líkamlegs og andlegs vanda og einnig í samræmi við kenningar um samkennd og sjálfsumhyggju. Umræðuefnin tengjast meðal annars viðfangsefnum leiðsagnarhópa og námskeiða á vegum Rótarinnar.

Leiðbeinendur og verkefnisstjórn

Leiðbeinendur eru Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Katrín G. Alfreðsdóttir. Verkefnisstjóri er Kristín I. Pálsdóttir. Sjá nánar

Fyrsti fundur vorsins verður miðvikudagurinn 15. janúar kl. 19:15-20:15.

Á hverjum fundi er ákveðið þema til umfjöllunar og hér er yfirlit yfir næstu fundi og þemu þeirra. Við áksiljum okkur þó rétt til að breyta þemanu og fjalla um annað efni ef þannig stendur á.

Dagsetning Umfjöllunarefni
29. janúar Skömm og sektarkennd
5. febrúar Ótti
12. febrúar Umræðukvöld á Hallveigarstöðum. Rótarhópur fellur niður.
19. febrúar Reiði
26. febrúar Andleg heilsa
4. mars Styrkleikar okkar
11. mars Að taka sér pláss
18. mars Sorg og missir
25. mars Leiðir til að hlúa að sér
1. apríl Öll hlutverkin í lífinu. Hver er ég?
8. apríl Rótarhópur fellur niður.

 Skráning fer fram á síðu Rótarinnar.

 

Eftirfarandi reglur gilda í hópnum:

Trúnaður 

Þeim persónulegu upplýsingum sem deilt er innan hópsins má ekki deila utan hans. Við verðum að vera vissar um að það ríki trúnaður innan hópsins. Það er ein undantekning frá þessu, leiðbeinendur verða að tilkynna það til réttra aðila ef fram koma upplýsingar um að öryggi einhvers sé í hættu.

Öryggi
Mikilvægt er að hver og ein upplifi öryggi. Til að tryggja öryggi beitum við hvorki andlegu né líkamlegu ofbeldi. Ekki er í boði að tala dónalega eða niðrandi við aðra.

Þátttaka
Allar konur þurfa að fá að taka þátt í umræðunum. Ekki er hjálplegt ef einhverjar verða ráðandi í umræðunum og aðrar sitja hljóðar. Vinsamlegast deilið öllum athugasemdum með öllum. Athugasemdir ykkar, spurningar og álit eiga erindi til okkar allra. Það getur bæði truflað og valdið sundrungu ef tvær og tvær eru að tala saman. Ef það kemur upp spurning um ákveðið efni sem einhver treystir sér ekki til að tala um má hún segja „PASS“.

Virðing
Þegar þið segið frá skoðun ykkar, vinsamlegast gerið það með virðingu fyrir hinum. Þá má ekki gagnrýna, dæma eða tala niður til nokkurs. Vinsamlegast grípið ekki fram í fyrir þeirri sem er að tala. Ef einhver ætlar að taka yfir umræðuna munu leiðbeinendur grípa inn í svo allar fái tækifæri til að tala. Það getur verið að einhverri líði illa, finni fyrir reiði og vilji ekki taka þátt í umræðunni en hluti af virðingu fyrir hópnum að trufla hann ekki með slæmri framkomu.

Stundvísi
Við byrjum á réttum tíma og við endum á réttum tíma.

 

Share This