Meðferðarheimili BVS – Yfirlýsing

Meðferðarheimili BVS – Yfirlýsing

Yfirlýsing frá Rótinni, félagi um konur, áföll og vímugjafa, vegna umfjöllunar Stundarinnar um meðferðarheimili Barnaverndarstofu

Nokkrar hugrakkar konur stíga fram og segja reynslu sína af meðferðarheimilum Barnaverndarstofu í Stundinni 29. janúar sl.

Rótin krefst þess að gerðar séu upp þær ófaglegu og oft ofbeldisfullu aðferðir sem liðist hafa í meðferð bæði barna og fullorðinna. Litlar úttektir hafa verið gerðar á meðferðarkerfinu þar sem talað er við fólkið sem var í meðferð og t.d. var bara talað við yfirmenn í úttekt Embættis landlæknis á þremur meðferðarstöðum árið 2016 þar sem þær fengu allar falleinkunn.

Rótin sendi Landlækni erindi vegna yfirlýsingar frá meirihluta starfsfólks SÁÁ 22. júlí sl. „um yfirgengilegt ofbeldi í samskiptum, vanvirðingu, undirróður og valdabaráttu manna sem geta ekki sleppt tökunum á gömlum tímum“ með ósk um að heilbrigðisráðuneyti og Embætti landlæknis skoði málið. Einnig óskar félagið eftir því að áhrif þessarar ógnarstjórnar á þá sem sóttu sér meðferðar hjá SÁÁ, ekki síst á barnsaldri, verði sérstaklega skoðuð. (more…)

Forstöðukona ráðin í Konukot

Forstöðukona ráðin í Konukot

Halldóra R. Guðmundsdóttir

Rótin tók við rekstri Konukots 1. október og auglýsti í kjölfarið eftir forstöðukonu í neyðarskýlinu. Alls bárust 32 umsóknir. Nú hefur verið gengið frá ráðningu Halldóru R. Guðmundsdóttur í starf forstöðukonu en hún starfar nú sem forstöðumaður í sértækri búsetu fyrir fólk með einhverfu og hegðunarfrávik. Halldóra er með menntun í sálfræði, heilsuhagfræði og þjónandi leiðsögn. Hún hefur einnig verið sjálfboðaliði hjá skaðaminnkunarúrræðinu Frú Ragnheiði.

Halldóra hefur störf hinn 1. desember og býður ráð Rótarinnar hana velkomna til starfa og þakkar Þóreyju Einarsdóttur, umsjónarkonu í Konukoti, sem hefur starfað í afleysingum sem forstöðukona, hennar störf.

Rótin tekur við rekstri Konukots

Rótin tekur við rekstri Konukots

Rótin skrifaði undir samning við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar  um rekstur á Konukoti, sem er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur í lok september. Hér má lesa frétt á vef Reykjavíkurborgar í tilefni af samningnum.

Konukot er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur með 8-12 uppbúin rúm opið og er opið á milli klukkan 17:00 og 10:00, alla daga ársins. Öll þjónusta í Konukoti er konunum sem þar dvelja að kostnaðarlausu.

Rauði krossinn á Íslandi stofnaði Konukot sem tilraunaverkefni árið 2004 og hefur rekið það þangað til nú þegar Rótin tekur við. Rótin vill þakka Rauða krossinum fyrir stuðninginn við yfirtökuferlið sem hefur verið mikils virði. Ekki síst það örlæti sem Rauði krossinn hefur sýnt með því að eftirláta Rótinni rekstur fatamarkaðar Konukots sem er mjög mikilvægur fyrir starfsemina.

Með yfirtöku á rekstri Konukots er Rótin orðin sjálfboðaliðasamtök og eru sjálfboðaliðar félagsins í tveimur verkefnum við störf í Konukoti og á fatamarkaði Konukots. Vaktir sjálfboðaliða í Konukoti eru ýmist frá kl. 8:00-12:00 á morgnana eða frá kl. 17:00 22:00. Miðað er við að hver sjálfboðaliði taki ca. tvær vaktir á mánuði. Sjálfboðaliðar á fatamarkaði vinna eftir samkomlagi við verkefnisstjóra hans. Félagið leitar nú að sjálfboðaliðum til starfa í Konukoti og hér má nálgast umsóknarformið. Ekki vantar sjálfboðaliða á markaðinn eins og er. (more…)

MARISSA-verkefnið

MARISSA-verkefnið

MARISSA-verkefnið (Multi-agency approach to support victims of intimate partner violence with substance abuse issues) er tveggja ára Evrópskt samvinnuverkefni (2020-2021) sem hlaut styrk úr áætlun Evrópusambandsins um réttindi, jafnrétti og borgararétt. Markmið verkefnisins er að fjalla um samslátt heimilisofbeldis og vímuefnavanda og byggja upp þekkingu og þjálfa starfsfólk sem vinnur með konum sem orðið hafa fyrir heimilisofbeldi og glíma við vímuefnavanda.

MARISSA er á Facebook og Twitter og einnig er hægt að vera á póstlista verkefnisins.

Eins og staðan er skortir á að þolendum heimilisofbeldis með vímuefnavanda sé veitt viðeigandi þjónusta þar sem þetta tvennt hefur hingað til verið meðhöndlað í sitt hvoru lagi þegar ljóst er að betur fari á því að vinna með hvort tveggja á samþættan hátt. (more…)

Forstöðukona í neyðarskýli – Laus staða

Forstöðukona í neyðarskýli – Laus staða

Rótin leitar að framsýnni, metnaðarfullri og öflugri forstöðukonu yfir neyðarskýli fyrir húsnæðislausar konur í Reykjavík.

Markmið með þjónustu neyðarskýlisins er að mæta þörfum húsnæðislausra kvenna á heildstæðan og einstaklingsmiðaðan hátt. Notendum skal veitt félagsleg þjónusta og sértækur stuðningur til þess að geta dvalið í neyðarskýlinu. Skal þjónustan veitt með það að markmiði að efla vald notenda yfir aðstæðum sínum og lífi, styrkja sjálfsmynd þeirra, sjálfstraust, félagslega stöðu, sjálfsvirðingu og lífsgæði. Þjónustan tekur mið af skaðaminnkandi, áfalla- og kynjamiðaðri nálgun. (more…)