Rótin leitar að framsýnni, metnaðarfullri og öflugri forstöðukonu yfir neyðarskýli fyrir húsnæðislausar konur í Reykjavík.

Markmið með þjónustu neyðarskýlisins er að mæta þörfum húsnæðislausra kvenna á heildstæðan og einstaklingsmiðaðan hátt. Notendum skal veitt félagsleg þjónusta og sértækur stuðningur til þess að geta dvalið í neyðarskýlinu. Skal þjónustan veitt með það að markmiði að efla vald notenda yfir aðstæðum sínum og lífi, styrkja sjálfsmynd þeirra, sjálfstraust, félagslega stöðu, sjálfsvirðingu og lífsgæði. Þjónustan tekur mið af skaðaminnkandi, áfalla- og kynjamiðaðri nálgun.

Helstu verkefni og ábyrgð
 •  Dagleg stjórnun, starfsmannahald og skipulag starfseminnar
 •  Þátttaka í stefnumótun, eftirfylgni með þróun og nýbreytni í þjónustu
 •  Samstarf við notendur, nágranna og hagsmunasamtök
 •  Þátttaka með starfskonum í störfum neyðarskýlisins
 • Vera málsvari og standa vörð um hagsmuni kvenna sem nýta neyðarskýlið
 •  Tryggja að þjónustan sé framkvæmd í samræmi við lög, reglur, stefnur og markmið Rótarinnar og Reykjavíkurborgar
Menntunar- og hæfniskröfur
 •  Háskólamenntun á sviði heilbrigðis-, mennta- eða félagsvísinda
 •  Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi og/eða starfsleyfi frá Embætti landlæknis
 •  Að minnsta kosti þriggja ára reynsla af starfi með konum með fjölþættan vanda
 •  Reynsla af stjórnun æskileg
 •  Sjálfstæði í vinnubrögðum, skipulagshæfni, frumkvæði og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
 •  Þekking og áhugi á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf, skaðaminnkun, áfalla- og kynjamiðaða nálgun
 •  Sveigjanleiki, færni og vilji til að tileinka sér nýja þekkingu og vinnubrögð
 •  Sakavottorðs er krafist
Share This