Rótin skrifaði undir samning við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar  um rekstur á Konukoti, sem er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur í lok september. Hér má lesa frétt á vef Reykjavíkurborgar í tilefni af samningnum.

Konukot er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur með 8-12 uppbúin rúm opið og er opið á milli klukkan 17:00 og 10:00, alla daga ársins. Öll þjónusta í Konukoti er konunum sem þar dvelja að kostnaðarlausu.

Rauði krossinn á Íslandi stofnaði Konukot sem tilraunaverkefni árið 2004 og hefur rekið það þangað til nú þegar Rótin tekur við. Rótin vill þakka Rauða krossinum fyrir stuðninginn við yfirtökuferlið sem hefur verið mikils virði. Ekki síst það örlæti sem Rauði krossinn hefur sýnt með því að eftirláta Rótinni rekstur fatamarkaðar Konukots sem er mjög mikilvægur fyrir starfsemina.

Með yfirtöku á rekstri Konukots er Rótin orðin sjálfboðaliðasamtök og eru sjálfboðaliðar félagsins í tveimur verkefnum við störf í Konukoti og á fatamarkaði Konukots. Vaktir sjálfboðaliða í Konukoti eru ýmist frá kl. 8:00-12:00 á morgnana eða frá kl. 17:00 22:00. Miðað er við að hver sjálfboðaliði taki ca. tvær vaktir á mánuði. Sjálfboðaliðar á fatamarkaði vinna eftir samkomlagi við verkefnisstjóra hans. Félagið leitar nú að sjálfboðaliðum til starfa í Konukoti og hér má nálgast umsóknarformið. Ekki vantar sjálfboðaliða á markaðinn eins og er.

Markaður til styrktar Konukoti er opinn á laugardögum frá kl. 12:00-16:00 í Eskihlíð 4, Skógarhlíðarmegin. Alltaf er hægt að koma með föt í fatagám sem er fyrir utan markaðinn. Nú um stundir erum við í átaki að safna snyrtivörum af öllu tagi og er það upplagt verkefni fyrir saumaklúbba og starfsmannahópa að taka sig saman og taka til í skápunum og koma því til okkar í gáminn fyrir utan markaðinn.

Ef þú vilt styrkja starfið í Konukoti er hægt að gera það með því að gefa fatnað og snyrtivörur á markað Konukots en einnig er tekið við matvælum og þá er best að hringja í síma 511-5150. Þá er hægt að styrkja starfið með því að leggja inn á gjafareikning Konukots og eru þeir fjármunir notaðir til að bæta aðstöðu eða hag kvennanna sem þangað sækja,

Reikningsnúmer og kennitala gjafareikningsins er:

0133-26-001041, 500513-0470.

 

 

Share This