Óskalistinn

Rótin fór í heimsókn á Vog sumarið 2017 og sendi í kjölfarið óskalista sinn á yfirmenn stofnunarinnar. Sjá: https://www.rotin.is/oskalisti-rotarinnar/. Sá listi var miðaður að starfi SÁÁ en nú höfum við búið til almennan lista þar sem við setjum fram nokkra þætti sem gott er að séu til staðar í fíknimeðferð.

  1. Meðferðarstofnun er öruggur staður fyrir konur en ekki staður til að æfa sig í uppbyggilegum samskiptum við hitt kynið
  2. Jafnréttisáætlun er mikilvægt verkfæri til að vinna að kynjajafnrétti
  3. Kynjasjónarmið í meðferð þurfa að byggja á sérþekkingu. Kynjaskipting, kynjamiðun og klínískar leiðbeiningar eru til staðar
  4. Viðmið og verklagsreglur um kynferðislegt áreitni og ofbeldi eru virkar
  5. Meðferðin er áfalla- og einstaklingsmiðuð
  6. Frásagnir kvenna sem greina frá kynferðisofbeldi eða áreitni í meðferð eru teknar alvarlega
  7. „Konur meðhöndla konur“ er besta viðmið fyrir konur með áfallasögu. Konum er svo vísað í viðeigandi úrræði
  8. Meðferð og afvötnun á dagdeild eða göngudeild er aðgengileg þeim sem það hentar. Engin ein meðferð hentar öllum
  9. AA-samtökin eru kynnt á upplýstan hátt og samkvæmt bestu þekkingu. Konum sem kjósa að fara AA-fundi er bent á kosti þess að sækja kvennafundi
  10. Menntun starfsmanna er í samræmi við kröfur í nútíma heilbrigðisþjónustu
Af hverju er fyrirgefning ofmetin?

Af hverju er fyrirgefning ofmetin?

Ef þú hefur lesið þér eitthvað til um sálfræði, eða hlustað á sálfræðilegt efni, lesið sjálfshjálparbækur eða hlustað á gúrúa, hefur þú sennilega heyrt á það minnst.

F-orðið.

Í því liggur svarið. Lykillinn að upplýsingunni, lykillinn að því að verða betri manneskja.

Ef við fyrirgefum ekki breytumst við í ólgandi reiða eldhnetti, föst í sjálfheldu tilfinningalegs uppnáms og ekki annað skapað en að veslast upp í vítahring sjálfselsku og þvergirðingslegrar sjálfseyðileggingar.

Eða þannig, ég ætti kannski að láta þetta nægja, af því að:

Ég fyrirgef ekki.

Reyndar fyrirgef ég, en aðeins rétta fólkinu. Þeim sem axla ábyrgð á eigin gjörðum, þeim sem sannarlega bæta fyrir brot sín, jafnvel þó að það hafi í för með sér að viðkomandi þurfi að horfast í augu við erfiða hluti í eigin fari.

En fyrirgefningin á sér líka mörk. Þegar farið er yfir þau verður ekki aftur snúið.

Þar af leiðandi hef ég enga trú á þeirri nálgun að fyrirgefningin eigi alltaf við. Sumu fólki langar mig einfaldlega ekki að fyrirgefa. (more…)

En það kom ekki fyrir mig!

En það kom ekki fyrir mig!

Vill SÁÁ ekki gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja öryggi sjúklinga sinna? spyrja konur sem sitja í ráði og vararáði Rótarinnar. Ef SÁÁ ætli að taka frásagnir kvenna af meðferðinni alvarlega þurfi samtökin að ráðast í allsherjarúttekt á starfseminni. Í jafnréttislögum séu skýrar skilgreiningar á kynferðisáreitni sem samtökin ættu að miða við, setja sér verklagsreglur um meðferð slíkra brota og endurmennta starfsfólk um þennan brotaflokk.

Þolendur kynferðisofbeldi þurfa stuðning og aðstoð við að vinna úr ofbeldinu. Það er því afar mikilvægt að þolendur treysti sér til þess að segja öðrum frá og leita sér hjálpar. Enn í dag eru viðbrögð sumra að afneita brotunum, gera lítið úr þolendum eða reynslu þeirra og því velja margir þolendur að þegja.

Stundin hefur fjallað mjög ítarlega um atvik sem gerst hafa á meðferðarstofnunum SÁÁ. Konur hafa stigið fram og fengið tækifæri til að segja frá kynferðislegri áreitni sem þær urðu fyrir í meðferð og/eða viðbrögðum starfsfólks þegar þær lýstu reynslu sinni. (Sjá t.d. „Það sem SÁÁ vill ekki tala um“ og „Var látin afneita áföllum í meðferð“.) (more…)

Tilfinningaleg vandamál kvenna  í áfengismeðferð

Tilfinningaleg vandamál kvenna í áfengismeðferð

Eftirfarandi grein eftir Ásu Guðmundsdóttur, sálfræðing, birtist upphaflega í bókinni Íslenskar kvennarannsóknir sem kom út á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum árið 1997 í ritstjórn Helgu Kress og Rannveigar Traustadóttur. Hún birtist hér með góðfúslegu leyfi Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum – RIKK. Hún er einnig í PDF-skjali í viðhengi hér.

Eftir því sem næst verður komist er hér um einu rannsóknina hér á landi á tilfinningavanda kvenna í meðferð sem gerð hefur verið fram að þessu.

Tilfinningaleg vandamál kvenna í áfengismeðferð

Hér á eftir verður greint frá rannsókn á konum í áfengismeðferð, þar sem athyglinni er beint að sérstöðu kvenna sem misnota áfengi. Tilgangur rann­sóknarinnar er að færa rök fyrir því að í áfengismeðferð fyrir konur þurfi aðra nálgun en hjá körlum, þar sem taka þurfi tillit til kynhlutverka kvennanna og sálfélagslegra þátta sem einkenna þær.

Á síðustu árum hefur aukin athygli beinst að hlut kvenna í áfengismeðferð og áfengisrannsóknum. Hérlendis eru litlar upplýsingar til um konur sem misnot­endur áfengis. Rannsóknaskýrslur hafa fyrst og fremst gefið upplýsingar um karlmenn, þar sem fáar konur hafa greint frá áfengismisnotkun í almennum neyslukönnunum og engin meðferðarúrræði hafa verið hönnuð sérstaklega fyrir konur. Erlendar rannsóknir hafa fram á síðustu ár sýnt að mun færri konur en karlar leita sér meðferðar vegna áfengisvandamála. Þrátt fyrir aukinn fjöld kvenna í áfengismeðferð er hlutfallið mun lægra en lægstu tölur um nýgengi og algengi áfengis- og vímuefnamisnotkunar kvenna gefa til kynna (Reed, 1987). (more…)

Óskalisti Rótarinnar

Óskalisti Rótarinnar

29. ágúst 2017

Margrét Valdimarsdóttir, Valgerður Rúnarsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir, Þórlaug Sveinsdóttir, Katrín G. Alfreðsdóttir, Áslaug K. Árnadóttir, Ingunn Hansdóttir og Erla Björg Sigurðardóttir. Margrét Gunnarsdóttir var farin þegar myndin var tekin.

Ráði Rótarinnar var fyrir skemmstu boðið til fundar á Vogi þar sem þær Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir og framkvæmdastjóri lækninga, Þóra Björnsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, Ingunn Hansdóttir, yfirsálfræðingur og Erla Björg Sigurðardóttir, stjórnarkona í SÁÁ, tóku á móti okkur.
Við fengum kynnisferð um sjúkrahúsið og áttum mjög gott samtal um konur og fíknivanda. Það gladdi okkur að heyra að sífellt er verið að vinna að umbótum á kvennameðferðinni, nú með tilstyrk Ingunnar sem er í nýju starfi yfirsálfræðings og vinnur að því að gera meðferðina áfallamiðaða.
Við sögðum svo frá okkar áherslum og hvað við teldum nauðsynlegt að gera til að bæta aðstöðu og meðferð kvenna með fíknivanda. (more…)

Að fyrirgefa – eða ekki

Að fyrirgefa – eða ekki

Þórlaug Ágústsdóttir, Áslaug Árnadóttir, Katrín Guðný Alfreðsdóttir, Guðrún Ebba ólafsdóttir og Kristín I. Pálsdóttir. Á myndinga vantar Eddu Arinbjarnar.

Þórlaug Sveinsdóttir, Áslaug Árnadóttir, Katrín Guðný Alfreðsdóttir, Guðrún Ebba ólafsdóttir og Kristín I. Pálsdóttir.

Tilefni þessara greinaskrifa er fyrirlestur Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur og Tom Stranger ásamt bók þeirra, Handan fyrirgefningar. Tom nauðgaði Þórdísi Elvu þegar hún var unglingur.

„Er ekki kominn tími til að fyrirgefa honum?“
Marie M. Fortune, guðfræðingur og sérfræðingur í kynferðisofbeldi, segir að spurningin geti valdið sektarkennd hjá þolandaum. Þörfin eða löngunin til að fyrirgefa verður að vera algjörlega á valdi þolandans og allur þrýstingur á þolanda, í hvaða formi sem er, er ónærgætinn og óraunhæfur.

Oft er vísað til þess að fyrirgefningin sé hin kristilega lausn. Sólveig Anna Bóasdóttir segir í grein sinni “Fyrirgefningin – er ekki alltaf svarið”: „Að losna undan valdi persónu sem hefur meitt mann og sært er mjög erfitt og tal um fyrirgefningu hjálpar ekki alltaf í þeim aðstæðum. “Ef gerandinn viðurkennir hvorki verknað sinn né reynir að bæta fyrir brot sitt ættum við, með stuðningi Nýja testamentisins, að sleppa öllu tali um fyrirgefningu.“ (more…)