Styrkir frá heilbrigðisráðuneyti

Styrkir frá heilbrigðisráðuneyti

Í október sl. auglýsti heilbrigðisráðuneytið styrki til frjálsra félagasamtaka til afmarkaðra verkefna sem hafa það að markmiði að vinna gegn fíknisjúkdómum. Rótin sótti um til tveggja verkefna, annars vegar til að koma af stað heilbrigðisþjónustu við heimilislausar konur og hins vegar til ráðstefnu um stefnumótun fíknistefnu.

Sl. föstudag fengum við þær fréttir að félagið fengi styrk í bæði verkefnin, alls 8,2 milljónir króna. Við erum afar þakklátar og spenntar að vinna að báðum þessum verkefnum sem við teljum mjög mikilvæg og þökkum kærlega fyrir okkur.

Frétt um styrkinn má finna á vef heilbrigðisráðuneytisins.

Heimsókn í kvennameðferð í Belgíu

Heimsókn í kvennameðferð í Belgíu

Talskona Rótarinnar, Kristín I. Pálsdóttir, heimsótti á dögunum meðferðarsamfélagið (e. therapeutic community) De Kiem í nágrenni Gent í Belgíu. Með í för var Þórlaug Sveinsdóttir fv. ráðskona og ein af stofnendum Rótarinnar. Tilgangur heimsóknarinnar var að kynnast meðferðarstarfinu en De Kiem, sem þýðir ‘kím’ eða ´kímblað´á íslensku, rekur m.a. þjónustu fyrir konur með börn. Þær koma ýmist á meðgöngu eða eftir fæðingu og geta dvalið í eitt og hálft ár í meðferðinni. Eftir það gefst þeim færi á að fara á áfangaheimili.

Útibúið sem Kristín og Þórlaug heimsóttu er í litlu þorpi, Gavere, í Flæmingjalandi. Konurnar búa tvær og tvær með börnum sínum í íbúð og er alls pláss fyrir átta konur. Börnin fara í skóla og leikskóla í þorpinu en konurnar hugsa svo um börnin á kvöldin og um helgar og fá stuðning til þess. Einstæðir feður hafa líka tækifæri til að nýta þessa þjónustu.

De Kiem eru samtök sem bjóða fjölbreytta þjónustu, bæði göngudeildir, inniliggjandi meðferð (meðferðarsamfélag), fráhvarfsmeðferð, áfangaheimili og aðstoð við fanga í flæmskumælandi hluta Belgíu. Þjónustan er kostuð af opinberu fé.

Húsnæðið var nýlegt og þægilegt og íbúðir kvennanna ágætlega rúmgóðar með aðgengi að garði.

Hér er vefsíða samtakanna.

Hér á landi vantar sárlega sambærilega þjónustu fyrir konur á meðgöngu og konur með ung börn og Rótin er alltaf á útkikki eftir fyrirmyndum að slíkri þjónustu. Margt gott er gert hjá De Kiem og þjónusta þeirra fyrir konur er mjög mikilvæg. Þó má þar bæta sérþekkingu á þjónustu í samræmi við þá þekkingu sem nú er gagnreynd og aðgengileg um sérþarfir kvenna og annarra kynja.

 

 

Meðferðarheimilið Varpholti/Laugalandi – Umræðukvöld

Meðferðarheimilið Varpholti/Laugalandi – Umræðukvöld

Rótin býður til umræðukvölds um reynslu kvenna sem voru vistaðar í Varpholti og á Laugalandi á tímabilinu 1997-2007, mánudaginn 14. nóvember kl. 17:30-19:00
Nýlega gaf Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála út greinargerð um starfsemi meðferðarheimilisins í Varpholti og á Laugalandi. Á umræðukvöldinu verður fjallað um greinargerðina og reynslu kvenanna af veru á meðferðarheimilinu út frá þeirra eigin upplifun, reynslu og þekkingu.
Þær Gígja Skúladóttir og Íris Ósk Friðriksdóttir sem báðar voru vistaðar í Varpholti halda erindi ásamt Kristínu I. Pálsdóttur, talskonu Rótarinnar, sem leiddi vinnu starfshóps um meðferð stúlkna með áhættuhegðun, meðferðarheimilið að Laugalandi, með samningi við Barnaverndarstofu
Dagskráin verður sem hér segir:
• Meðferð stúlkna með áhættuhegðun – Kristín I. Pálsdóttir
• Hugleiðing um greinargerð GEV – Gígja Skúladóttir
• Mín reynsla – Íris Ósk Friðriksdóttir
• Almennar umræður
Rótin tekur nú aftur upp umræðukvöldin sem lögðust niður á Covid-tímanum. Ef þið vitið af áhugaverðum umræðuefnum og erindum, sendið okkur endilega línu á rotin@rotin.is.
Umræðukvöld Rótarinnar eru öllum opin, boðið er upp á te og kaffi sem er fjármagnað með samskotum. Munið eftir klinkinu eða leggið inn á reikning Rótarinnar:

Kt. 500513-0470, bankanr. 0101 -26-011472.
Viðburðurinn er á Facebook!
Umræðukvöldið er haldið í Kvennaheimilinu, Hallveigarstöðum, Túngötu 14.

Handbók um stuðning við konur – MARISSA

Handbók um stuðning við konur – MARISSA

MARISSA-verkefninu formlega lokið. Fjöldi fólks tók þátt í rýnihópum, vinnustofum, þróum verkfæra og fleiri verkþáttum og fulltrúar Rótarinnar þakka þeim fyrir áhugann og þátttökuna.

Afurðir verkefnisins eru:

Síðast en ekki síst þjálfunarhandbók fyrir fagfólk. Um er að ræða handbók og glærur með hverjum kafla og er efnið allt á íslensku:

Það er von okkar að efnið verði að gangi í samfélaginu og nýtist þátttakendum í verkefninu í þeirra þjónustu.

Um MARISSA-verkefnið

MARISSA-verkefnið (Multi-agency approach to support victims of intimate partner violence with substance abuse issues) hlaut styrk úr áætlun Evrópusambandsins um réttindi, jafnrétti og borgararétt. MARISSA er tveggja ára samstarfsverkefni Grikkja, Eista og Íslendinga sem hefur það markmið að styðja fagfólk sem vinnur með þolendum ofbeldis annars vegar og fagfólki sem vinnur með fólki sem glímir við vímuefnavanda hins vegar.

Nánari upplýsingar um verkefnið: www.rotin.is/marissa-verkefnid.

Einnig er hægt er að fylgjast með MARISSA á Facebook-síðu verkefnisins.

Í verkefninu er skilgreining Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar á ofbeldi í nánum (e. Intimate Partner Violence – VIP) notuð: „ Ofbeldi í nánum samböndum er hver sú hegðun innan náins sambands sem veldur hinum sambandsaðilanum líkamlegum, sálrænum eða kynferðilegum skaða. Dæmi um slíka hegðun er rakin hér á eftir.

  • Beiting líkamlegs ofbeldis, eins og að löðrunga, kýla, sparka og berja.
  • Kynferðislegt ofbeldi, þar með talið þvinga til kynmaka
  • og önnur kynferðisleg valdbeiting.
  • Tilfinningaleg (sálræn) misnotkun, eins og móðganir, smánun, stöðug niðurlæging, ógnanir (t.d. með því að eyðileggja hluti), hótanir um meiðingar, hótanir um að taka börnin.
  • Stjórnandi hegðun, þar með talið að einangra aðila frá fjölskyldu og vinum; vinnu, menntun eða heilbrigðisþjónustu.

 

Vímuefnavandi (e. Problematic Substance Use) er einnig skilgreindur í samræmi við skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem inniber „notkun hugbreytandi efna, þar með talið áfengis og ólöglegra vímuefna“. Notkun hugbreytandi efna getur leitt til hæðis sem allajafna felur í sér sterka löngun í til að nota vímuefni, erfiðleikar með að stjórna notkuninni, halda áfram að nota þrátt fyrir skaðlegar afleiðingar, vímuefnanotkun er í forgang fyrir annarri virkni og skuldbindingum, aukið þol og stundum líkamleg fráhvörf.

Samstarfsaðilar Rótarinnar í verkefninu eru:

Σύνδεσμος Μελών Γυναικείων Σωματείων Union of Women Association – Heraklion

Πανεπιστήμιο Κρήτης – University of Crete

University of Tartu

Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands – RIKK

Naiste Tugi- ja Teabekeskus – NGO Women’s Support and Information Center Tartu

#marissa, #IPVandSubstanceuse, #supportvictimsIPV, #SubstanceUseAwareness, #IPVawareness

Fjórða fréttabréf MARISSA-verkefnisins

Fjórða fréttabréf MARISSA-verkefnisins

MARISSA-fréttir

Fréttabréf janúar til maí 2022

Á síðasta misseri MARISSA-verkefnisins var unnið með greiningar- og skimunar-verkfæri í Grikklandi, Eistlandi og á Íslandi í samstarfi við fagfólk í úrræðum fyrir folk með vímuefnavanda og þjónustu vegan ofbeldis í nánum samböndum. Prófunar tímabilinu lauk í mars 2022 og endurgjöfin sem fékkst var nýtt til að búa til heildræn verkfæri sem síðan fengu jákvæða umsögn.

MARISSA-verkefnið fékk, og heldur áfram að fá, talsverða athygli í Evrópu. Afurðir og niðurstöður MARISSA-verkefnisins voru kynntar á eftirfarandi Evrópsku ráðstefnum:

  • Á “3rd Global Conference on Women’s Studies” sem var haldin 27/02/22 í Rotterdam, Hollandi
  • Á “The FASA Conference. Free from Addiction, Safe from Abuse”sem haldin var 30/03/22, í Reykjavík, Íslandi
  • Á “7th International Conference on New Findings on Humanities and Social Sciences (HSCONF)” sem haldin var 24/04/22 í Barcelona, Spáni

Lokaráðstefna í Heraklion (Krít)

Maí var lokamánuður MARISSA-verkefnisins og verkefnisstjórnin hélt lokafund sinn í Heraklíon .

Fagfólk og verkefnisstjórar háskólans í Tartu (Eistlandi), Women Support and Information Centre (Eistlandi), Rótin (Ísland), RIKK- (Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum HÍ), Háskólinn á Krít (Grikklandi), og  Union of Women Associations of Heraklion Prefecture (Grikkland) voru viðstaddir fundinn sem stóð í tvo daga.

Á lokaráðstefnunni kynntu allir fulltrúar afurðir verkefnisins og greindu samslátt ofbeldis í nánum samböndum og vímuefnavanda með fræða- og fagfólki á Krít.

Í MARISSA-verkefninu hófst vegferð þar sem fagfólk sem vinnur í úrræðum við vímuefnavanda og fagfólk sem vinnur með ofbeldi í nánum samböndum tekur höndum saman til hagsbóta fyrir konur sem eru þolendur ofbeldis. Auka þarf vitund, þjálfun og stuðla að kerfisbreytingum til að samþætta ferla og viðbrögð.

 

Fylgdu okkur á Facebook: MarissaProject

 

Innihald þessa fréttabréfs er eingöngu á ábyrgð MARISSA-verkefnisins og endurspeglar ekki endilega sjónarmið Evrópusambandsins.

Hér má nálgast fréttabréfið á ensku í PDF-skjali.