MARISSA-fréttir

Fréttabréf janúar til maí 2022

Á síðasta misseri MARISSA-verkefnisins var unnið með greiningar- og skimunar-verkfæri í Grikklandi, Eistlandi og á Íslandi í samstarfi við fagfólk í úrræðum fyrir folk með vímuefnavanda og þjónustu vegan ofbeldis í nánum samböndum. Prófunar tímabilinu lauk í mars 2022 og endurgjöfin sem fékkst var nýtt til að búa til heildræn verkfæri sem síðan fengu jákvæða umsögn.

MARISSA-verkefnið fékk, og heldur áfram að fá, talsverða athygli í Evrópu. Afurðir og niðurstöður MARISSA-verkefnisins voru kynntar á eftirfarandi Evrópsku ráðstefnum:

  • Á “3rd Global Conference on Women’s Studies” sem var haldin 27/02/22 í Rotterdam, Hollandi
  • Á “The FASA Conference. Free from Addiction, Safe from Abuse”sem haldin var 30/03/22, í Reykjavík, Íslandi
  • Á “7th International Conference on New Findings on Humanities and Social Sciences (HSCONF)” sem haldin var 24/04/22 í Barcelona, Spáni

Lokaráðstefna í Heraklion (Krít)

Maí var lokamánuður MARISSA-verkefnisins og verkefnisstjórnin hélt lokafund sinn í Heraklíon .

Fagfólk og verkefnisstjórar háskólans í Tartu (Eistlandi), Women Support and Information Centre (Eistlandi), Rótin (Ísland), RIKK- (Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum HÍ), Háskólinn á Krít (Grikklandi), og  Union of Women Associations of Heraklion Prefecture (Grikkland) voru viðstaddir fundinn sem stóð í tvo daga.

Á lokaráðstefnunni kynntu allir fulltrúar afurðir verkefnisins og greindu samslátt ofbeldis í nánum samböndum og vímuefnavanda með fræða- og fagfólki á Krít.

Í MARISSA-verkefninu hófst vegferð þar sem fagfólk sem vinnur í úrræðum við vímuefnavanda og fagfólk sem vinnur með ofbeldi í nánum samböndum tekur höndum saman til hagsbóta fyrir konur sem eru þolendur ofbeldis. Auka þarf vitund, þjálfun og stuðla að kerfisbreytingum til að samþætta ferla og viðbrögð.

 

Fylgdu okkur á Facebook: MarissaProject

 

Innihald þessa fréttabréfs er eingöngu á ábyrgð MARISSA-verkefnisins og endurspeglar ekki endilega sjónarmið Evrópusambandsins.

Hér má nálgast fréttabréfið á ensku í PDF-skjali. 

 

Share This