Handbók um stuðning við konur – MARISSA

Handbók um stuðning við konur – MARISSA

MARISSA-verkefninu formlega lokið. Fjöldi fólks tók þátt í rýnihópum, vinnustofum, þróum verkfæra og fleiri verkþáttum og fulltrúar Rótarinnar þakka þeim fyrir áhugann og þátttökuna.

Afurðir verkefnisins eru:

Síðast en ekki síst þjálfunarhandbók fyrir fagfólk. Um er að ræða handbók og glærur með hverjum kafla og er efnið allt á íslensku:

Það er von okkar að efnið verði að gangi í samfélaginu og nýtist þátttakendum í verkefninu í þeirra þjónustu.

Um MARISSA-verkefnið

MARISSA-verkefnið (Multi-agency approach to support victims of intimate partner violence with substance abuse issues) hlaut styrk úr áætlun Evrópusambandsins um réttindi, jafnrétti og borgararétt. MARISSA er tveggja ára samstarfsverkefni Grikkja, Eista og Íslendinga sem hefur það markmið að styðja fagfólk sem vinnur með þolendum ofbeldis annars vegar og fagfólki sem vinnur með fólki sem glímir við vímuefnavanda hins vegar.

Nánari upplýsingar um verkefnið: www.rotin.is/marissa-verkefnid.

Einnig er hægt er að fylgjast með MARISSA á Facebook-síðu verkefnisins.

Í verkefninu er skilgreining Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar á ofbeldi í nánum (e. Intimate Partner Violence – VIP) notuð: „ Ofbeldi í nánum samböndum er hver sú hegðun innan náins sambands sem veldur hinum sambandsaðilanum líkamlegum, sálrænum eða kynferðilegum skaða. Dæmi um slíka hegðun er rakin hér á eftir.

  • Beiting líkamlegs ofbeldis, eins og að löðrunga, kýla, sparka og berja.
  • Kynferðislegt ofbeldi, þar með talið þvinga til kynmaka
  • og önnur kynferðisleg valdbeiting.
  • Tilfinningaleg (sálræn) misnotkun, eins og móðganir, smánun, stöðug niðurlæging, ógnanir (t.d. með því að eyðileggja hluti), hótanir um meiðingar, hótanir um að taka börnin.
  • Stjórnandi hegðun, þar með talið að einangra aðila frá fjölskyldu og vinum; vinnu, menntun eða heilbrigðisþjónustu.

 

Vímuefnavandi (e. Problematic Substance Use) er einnig skilgreindur í samræmi við skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem inniber „notkun hugbreytandi efna, þar með talið áfengis og ólöglegra vímuefna“. Notkun hugbreytandi efna getur leitt til hæðis sem allajafna felur í sér sterka löngun í til að nota vímuefni, erfiðleikar með að stjórna notkuninni, halda áfram að nota þrátt fyrir skaðlegar afleiðingar, vímuefnanotkun er í forgang fyrir annarri virkni og skuldbindingum, aukið þol og stundum líkamleg fráhvörf.

Samstarfsaðilar Rótarinnar í verkefninu eru:

Σύνδεσμος Μελών Γυναικείων Σωματείων Union of Women Association – Heraklion

Πανεπιστήμιο Κρήτης – University of Crete

University of Tartu

Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands – RIKK

Naiste Tugi- ja Teabekeskus – NGO Women’s Support and Information Center Tartu

#marissa, #IPVandSubstanceuse, #supportvictimsIPV, #SubstanceUseAwareness, #IPVawareness

Handbók um stuðning við konur – MARISSA

Þriðja fréttabréf MARISSA-verkefnisins

MARISSA: Evrópskt samstarfsverkefni um ofbeldi í nánum samböndum og áfengis- og vímuefnavanda

Fréttabréf júní 2021–desember 2021

Á þriðja innleiðingartímabili MARISSA-verkefnisins héldu samstarfsaðilar verkefnisins áfram að hittast á netinu vegna ferðatakmarkana vegna kórónaveitunnar. Engu að síður hélt samstarf þeirra áfram snurðulaust og afurðum verkefnisins var skilað. Þarfagreiningarskýrslu hefur verið lokið og er hún aðgengileg öllum sem hafa áhuga á samslætti ofbeldis í nánum samböndum og skaðlegri vímuefnaneyslu.

Allar skýrslur og efni eru í opnum aðgangi á vefsíðu MARISSA.

Skýrslu um áhrif verkefnisins er lokið og er hún tiltæk fyrir viðkomandi fagaðila samstarfsins til að meta verkfærin sem þróuð voru í verkefninu sem eru tiltæk fyrir fagfólk sem starfar í úrræðum fyrir fólk sem orðið hefur fyrir ofbeldi í nánum samböndum og í vímuefnameðferð.

Samstarfsfundur í Rethymno (Krít)

Samstarfsaðilar verkefnisins náðu að hittast í eigin persónu í Rethymno (Krít, Grikklandi), í nóvember 2021, til að leggja lokahönd á skipunarverkfærin í þjónustu við fólk sem orðið hefur fyrir ofbeldi í nánum samböndum og í vímuefnameðferð og taka þátt í þjálfun leiðbeinenda á vegum háskólans í Tartu og RIKK.

Fagfólk og verkefnastjórar háskólans í Tartu (Eistlandi), Women’s Support and Information Center Tartu (Eistland), Rótarinnar (Ísland), RIKK (Ísland), háskólans á Krít (Grikklandi) og Union of Women Association – Heraklion ( Grikkland) voru viðstaddir fundinn sem stóð í tvo daga.

Þjálfunarhandbók og uppbygging á menntun og færni

Þjálfunarhandbók fyrir sérfræðinga á sviði ofbeldis í nánum samböndum og vímuefnavanda miðar að því að aukafærni í að fást við  hvort tveggja og er hún tilbúin og aðgengileg ókeypis á vefsíðu MARISSA. Þjálfunarhandbókin verður fáanleg á grísku, eistnesku og íslensku.

Vinnustofur fyrir uppbygging á menntun og færni, með handbókinni, fóru fram í verkefnislöndunum þremur í nóvembermánuði og tóku alls 94 fagaðilar þátt. Vegna takmarkana vegna kórónuveitunnar þurftu vinnustofurnar að vera á netinu í Grikklandi og Eistlandi en vinnustofan var haldin augliti til auglitis á Íslandi. Leiðbeinendur í öllum löndunum þremur veittu endurgjöf um handbókina á grundvelli þjálfunarinnar og lögð var lokahönd á handbókina út frá þessari endurgjöf.

Hvað er næst?

Á næstu mánuðum munu verða gerða prófanir á verkfærum verkefnisins í Grikklandi, Eistlandi og á Íslandi og verða nýju verkfærin metin. Afrakstur inngripanna og niðurstöður MARISSA-verkefnisins verða svo kynntar á Evrópuráðstefnum og samstarfsaðilar undirbúa sig undir mat á árangri verkefnisins.

MARISSA verkefnið er að öðlast umtalsverðan sýnileika um alla Evrópu og verður einnig kynnt á sérstökum viðburði á Ítalíu sem skipulagður er af stofnunum með sömu markmið.

Í maí 2022 ætlar UWAH að skipuleggja alþjóðlega ráðstefnu á Krít og greina samslátt ofbeldis í nánum samböndum og vímuefnavanda með fræðimönnum og fagfólki víðsvegar að úr Evrópu.

Fylgstu með MARISSA

Ef þú vilt fá tíðari fréttir um hvað þátttakendur eru að gera og hverju verkefnið er að skila af sér, fylgstu með okkur á samfélagsmiðlum

Fylgdu okkur á Facebook:

MarissaProject

Rotin.felag

Innihald fréttabréfsins er alfarið á ábyrgð MARISSA verkefnisins og endurspeglar ekki endilega afstöðu Evrópusambandsins.The contents of this publication are the sole responsibility of the MARISSA project and do not necessarily reflect the opinion of the European Union.

Hefnd er ekki sjúk­dómur og fyrir­gefning engin alls­herjar lækning

„Hefndin er sæt“ gefur til kynna að tilfinningin sem fylgir því að hefna sín sé eftirsóknarverð. Samkvæmt orðabókinni merkir að hefna að gjalda illt með illu og að ná sér niðri á einhverjum en einnig að refsa eða hegna. Það hefur því jafnan verið talið til dyggða að vera ekki hefnigjörn og að þeim farnist illa sem leita hefnda, sérstaklega á það við um konur. Hallgerður langbrók, ein þekktasta kvenhetja Íslendingasagnanna, er sögð hafa verið glæsileg kona, hávaxin og fögur en ákaflega skapmikil og hefnigjörn og hafa staðið í stöðugum deilum. Bæði hjónabönd hennar enduðu illa og hún flæktist inn í fleiri deilur og átök eftir að Gunnar var fallinn.

„Rétt“ skilgreining á fyrirgefningunni

Reitt fólk sem leitar hefnda fær ekki oft jákvæðar viðtökur. Og í þessu sambandi er stundum sagt óheilbrigt að ala með sér hefndarþorsta og gremju út í gerendur ofbeldis og til að losna undan þessu þurfi einstaklingurinn að fyrirgefa.

Hefnd er ekki sjúkdómur sem þarf að lækna einhvern af og þar af leiðandi er fyrirgefningin engin lækning. Hefndin getur vissulega verið vandamál en hún getur líka falið í sér lausn og á sama hátt getur fyrirgefningin verið hjálpleg en jafnframt valdið skaða. Þegar ýjað er að því að viðkomandi eigi að fyrirgefa er stundum sagt að fyrirgefningin sé fyrir brotaþolann en ekki gerandann eða að fyrirgefningin sé gríðarlega mikilvæg ef réttur skilningur er lagður í hana. Þegar reynt er að þrýsta á þolandann að upplifa hina „réttu“ skilgreiningu á fyrirgefningunni getur falist í því gaslýsing eða tilfinningaleg kúgun.

Þolandi ofbeldis þarf ekki að afsaka eða gleyma ofbeldinu

Samkvæmt orðabókinni merkir sögnin að fyrirgefa að afsaka, forláta eða gleyma mótgerð. Með öðrum orðum felst í fyrirgefningunni að þolandi afsaki, fyrirgefi og gleymi því sem gert er á móti henni. Það er bæði særandi og alvarlegt að hvetja þolendur til að fyrirgefa þeim sem beittu þær ofbeldi og varpar ábyrgðinni frá geranda til þolanda. En mörg gera það samt, sérstaklega þau sem finnst óþægilegt að þolendur séu reiðar, vilji ná fram réttlátri hefnd og að ekki sé hægt að stjórna þeim.

Fyrirgefa sjálfri þér – fyrir hvað?

Sumir segja að eina nauðsynlega fyrirgefningin sé sú að við fyrirgefum okkur sjálfum. En þá er mikilvægt að taka ekki á sig sök annarra og vera vel meðvitaðar um fyrir hvað við ættum að fyrirgefa okkur.

Látum gerendur bera ábyrgðina

Sú menning að ýta á þolendur að fyrirgefa og þar með bera byrðarnar af ofbeldinu sem þær hafa verið beittar er ekki bara skaðleg fyrir þær sjálfar heldur er hún líka skaðleg fyrir samfélagið sem hlífir gerendum við ábyrgð gjörða sinna og viðheldur þannig gerendavænni menningu.

Kristín I. Pálsdóttir og Guðrún Ebba Ólafsdóttir

Höfundar eru ráðskonur í Rótinni.

Er ég fórnarlamb?

Er ég fórnarlamb?

Af hverju er svona erfitt að gangast við því að hafa verið fórnarlamb? Annar greinarhöfundur var komin hátt á fimmtugsaldur þegar hún gerði sér grein fyrir því að hún var fórnarlamb og það eftir að hafa farið í gegnum þykkt lag af fordómum, sjálfshatri og afneitun. Hvernig er hægt að vera einstaklingur sem hefur orðið fyrir ofbeldi en ekki fórnarlamb ofbeldisins og ofbeldismannsins?

Sá eða sú sem saklaus þarf að þola óréttlæti, óþægindi eða misgerðir
Fórnarlamb hefur sömu merkingu og orðið “victim“ á ensku og samkvæmt orðabókarskýringum er merking orðsins þríþætt. Í fyrsta lagi er fórnarlamb sá einstaklingur sem sætir ofsóknum eða dauða. Í öðru lagi sá sem saklaus þarf að þola óréttlæti, óþægindi eða misgerðir. Í þriðja lagi upprunaleg merking orðsins, dýr sem fórnað er í trúarskyni. (more…)

„Auðveldara að gefa konum lyf“

„Auðveldara að gefa konum lyf“

Hinn 17. apríl var neysla kvenna á geðlyfjum og róandi ávanalyfjum til umræðu í þættinum Kvennaráð á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þar velti Björk Eiðsdóttir þáttarstjórnandi upp þeirri spurningu hvort verið sé að meðhöndla eðlilegar tilfinningar kvenna með geðlyfjum og ávanabindandi lyfjum en viðmælendur hennar voru þær Þórgunnur Ársælsdóttir, formaður Geðlæknafélagsins, Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Sjúkrahúsinu Vogi, og Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar.

Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Embættis landlæknis nota íslenskar konur mun meira af þunglyndislyfjum en karlar. Þetta á reyndar ekki bara við á Íslandi heldur kemur fram á vefsíðu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar að þó að svipað margir karlar og konur eigi við geðrænan vanda að stríða þá sé birtingarmynd hans mjög kynbundin. Þunglyndi er algengasti geðheilsuvandi kvenna, helmingi algengari en meðal karla, þær þjást frekar af kvíðaröskunum en karlar og þær eru líklegri til að þjást af fjölkvillum. (more…)

Áfengið, ofbeldið og hitt kynið

Áfengið, ofbeldið og hitt kynið

Komið er að næsta umræðukvöldi Rótarinnar, að þessu sinni kemur til okkar Hildigunnur Ólafsdóttir afbrotafræðingur. Erindi hennar nefnist áfengið, ofbeldið og hitt kynið. Umræðukvöldið er haldið í Kvennaheimilinu að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, miðvikudaginn 13. nóvember kl. 20-21.30.

Hildigunnur Ólafsdóttir afbrotafræðingur er dr. philos. frá Háskólanum í Osló. Hún er með aðsetur í Reykjavíkur Akademíunni. Hildigunnur var sérfræðingur Velferðarráðuneytisins um rannsóknir á ofbeldi gegn konum í nánum samböndum en rannsóknir voru stór liður í áætlun ríkisstjórnarinnar frá 2006 um aðgerðir gegn ofbeldi gegn konum í nánum samböndum. Hildigunnur hefur unnið að rannsóknum á áfengismálum og í afbrotafræði og hefur tekið þátt í erlendu fræðastarfi og fjölmörgum fjölþjóðarannsóknum á sviði áfengismála. Doktorsritgerð hennar um AA samtökin á Íslandi kom út árið 2000. Ritgerðin er aðgengileg í heild á netinu.
Hildigunnur hefur birt yfir 100 greinar og bókarkafla á sínu fræðasviði.

Í erindinu verður fjallað um eldri og nýrri rannsóknir á konum sem neytendum og misnotendum áfengis, hvernig rannsóknir hafa beinst að ofbeldi gegn konum og á hvern hátt áfengistengt ofbeldi í lífi kvenna hefur fengið athygli sem rannsóknarefni.

Allir, konur og karlar, eru velkomnir á umræðukvöld Rótarinnar!

Boðið er upp á te og kaffi en við erum með samskot fyrir því svo komið endilega með klink í baukinn.

Viðburðurinn er á Facebook.