MARISSA-verkefnið (Multi-agency approach to support victims of intimate partner violence with substance abuse issues) er tveggja ára Evrópskt samvinnuverkefni (2020-2021) sem hlaut styrk úr áætlun Evrópusambandsins um réttindi, jafnrétti og borgararétt. Markmið verkefnisins er að fjalla um samslátt heimilisofbeldis og vímuefnavanda og byggja upp þekkingu og þjálfa starfsfólk sem vinnur með konum sem orðið hafa fyrir heimilisofbeldi og glíma við vímuefnavanda.

MARISSA er á Facebook og Twitter og einnig er hægt að vera á póstlista verkefnisins.

Eins og staðan er skortir á að þolendum heimilisofbeldis með vímuefnavanda sé veitt viðeigandi þjónusta þar sem þetta tvennt hefur hingað til verið meðhöndlað í sitt hvoru lagi þegar ljóst er að betur fari á því að vinna með hvort tveggja á samþættan hátt.

Helstu þættir verkefnisins eru:

  • Samstarf fagfólks úr mismunandi úrræðum með mismunandi faglegan bakgrunn að því er varðar ofbeldi í nánum samböndum og vímuefnavanda
  • Tillögur um stefnumótun að því er varðar samslátt ofbeldis í nánum samböndum og vímuefnavanda
  • Þjálfunarhandbók um samvinnu þjónustuaðila og þróun inngripa fyrir fólk sem orðið hefur fyrir ofbeldi í nánum samböndum og er með vímuefnavanda
  • Mat á inngripum sem verða þróuð og þróun leiðbeininga fyrir inngrip vegna ofbeldis í nánum samböndum og vímuefnavanda

MARISSA mun auka þekkingu og hæfni fagfólks og stuðla að samvinnu á milli stofnana með þróun og prófunum á ítarlegri handbók sem og með nýbreytni í verkfærum fyrir fólk sem sinnir fólki með vímuefnavanda sem hefur orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum.

Í verkefninu er skilgreining Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar á ofbeldi í nánum samböndum (e. Intimate Partner Violence – VIP) notuð: „ Ofbeldi í nánum samböndum er hver sú hegðun innan náins sambands sem veldur hinum sambandsaðilanum líkamlegum, sálrænum eða kynferðilegum skaða. Dæmi um slíka hegðun er rakin hér á eftir.

  • Beiting líkamlegs ofbeldis, eins og að löðrunga, kýla, sparka og berja.
  • Kynferðislegt ofbeldi, þar með talið þvinga til kynmaka og önnur kynferðisleg valdbeiting.
  • Tilfinningaleg (sálræn) misnotkun, eins og móðganir, smánun, stöðug niðurlæging, ógnanir (t.d. með því að eyðileggja hluti), hótanir um meiðingar, hótanir um að taka börnin.
  • Stjórnandi hegðun, þar með talið að einangra aðila frá fjölskyldu og vinum; vinnu, menntun eða heilbrigðisþjónustu.

Vímuefnavandi (e. Problematic Substance Use) er einnig skilgreindur í samræmi við skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem inniber „notkun hugbreytandi efna, þar með talið áfengis og ólöglegra vímuefna“. Notkun hugbreytandi efna getur leitt til hæðis sem allajafna felur í sér sterka löngun í til að nota vímuefni, erfiðleikar með að stjórna notkuninni, halda áfram að nota þrátt fyrir skaðlegar afleiðingar, vímuefnanotkun er í forgang fyrir annarri virkni og skuldbindingum, aukið þol og stundum líkamleg fráhvörf.

Samstarfsaðilar Rótarinnar í verkefninu eru:

Myllumerki:

#marissa, #IPVandSubstanceuse, #supportvictimsIPV, #SubstanceUseAwareness, #IPVawareness

Share This