MARISSA: Evrópskt samstarfsverkefni um ofbeldi í nánum samböndum og áfengis- og vímuefnavanda

Fréttabréf júní 2021–desember 2021

Á þriðja innleiðingartímabili MARISSA-verkefnisins héldu samstarfsaðilar verkefnisins áfram að hittast á netinu vegna ferðatakmarkana vegna kórónaveitunnar. Engu að síður hélt samstarf þeirra áfram snurðulaust og afurðum verkefnisins var skilað. Þarfagreiningarskýrslu hefur verið lokið og er hún aðgengileg öllum sem hafa áhuga á samslætti ofbeldis í nánum samböndum og skaðlegri vímuefnaneyslu.

Allar skýrslur og efni eru í opnum aðgangi á vefsíðu MARISSA.

Skýrslu um áhrif verkefnisins er lokið og er hún tiltæk fyrir viðkomandi fagaðila samstarfsins til að meta verkfærin sem þróuð voru í verkefninu sem eru tiltæk fyrir fagfólk sem starfar í úrræðum fyrir fólk sem orðið hefur fyrir ofbeldi í nánum samböndum og í vímuefnameðferð.

Samstarfsfundur í Rethymno (Krít)

Samstarfsaðilar verkefnisins náðu að hittast í eigin persónu í Rethymno (Krít, Grikklandi), í nóvember 2021, til að leggja lokahönd á skipunarverkfærin í þjónustu við fólk sem orðið hefur fyrir ofbeldi í nánum samböndum og í vímuefnameðferð og taka þátt í þjálfun leiðbeinenda á vegum háskólans í Tartu og RIKK.

Fagfólk og verkefnastjórar háskólans í Tartu (Eistlandi), Women’s Support and Information Center Tartu (Eistland), Rótarinnar (Ísland), RIKK (Ísland), háskólans á Krít (Grikklandi) og Union of Women Association – Heraklion ( Grikkland) voru viðstaddir fundinn sem stóð í tvo daga.

Þjálfunarhandbók og uppbygging á menntun og færni

Þjálfunarhandbók fyrir sérfræðinga á sviði ofbeldis í nánum samböndum og vímuefnavanda miðar að því að aukafærni í að fást við  hvort tveggja og er hún tilbúin og aðgengileg ókeypis á vefsíðu MARISSA. Þjálfunarhandbókin verður fáanleg á grísku, eistnesku og íslensku.

Vinnustofur fyrir uppbygging á menntun og færni, með handbókinni, fóru fram í verkefnislöndunum þremur í nóvembermánuði og tóku alls 94 fagaðilar þátt. Vegna takmarkana vegna kórónuveitunnar þurftu vinnustofurnar að vera á netinu í Grikklandi og Eistlandi en vinnustofan var haldin augliti til auglitis á Íslandi. Leiðbeinendur í öllum löndunum þremur veittu endurgjöf um handbókina á grundvelli þjálfunarinnar og lögð var lokahönd á handbókina út frá þessari endurgjöf.

Hvað er næst?

Á næstu mánuðum munu verða gerða prófanir á verkfærum verkefnisins í Grikklandi, Eistlandi og á Íslandi og verða nýju verkfærin metin. Afrakstur inngripanna og niðurstöður MARISSA-verkefnisins verða svo kynntar á Evrópuráðstefnum og samstarfsaðilar undirbúa sig undir mat á árangri verkefnisins.

MARISSA verkefnið er að öðlast umtalsverðan sýnileika um alla Evrópu og verður einnig kynnt á sérstökum viðburði á Ítalíu sem skipulagður er af stofnunum með sömu markmið.

Í maí 2022 ætlar UWAH að skipuleggja alþjóðlega ráðstefnu á Krít og greina samslátt ofbeldis í nánum samböndum og vímuefnavanda með fræðimönnum og fagfólki víðsvegar að úr Evrópu.

Fylgstu með MARISSA

Ef þú vilt fá tíðari fréttir um hvað þátttakendur eru að gera og hverju verkefnið er að skila af sér, fylgstu með okkur á samfélagsmiðlum

Fylgdu okkur á Facebook:

MarissaProject

Rotin.felag

Innihald fréttabréfsins er alfarið á ábyrgð MARISSA verkefnisins og endurspeglar ekki endilega afstöðu Evrópusambandsins.The contents of this publication are the sole responsibility of the MARISSA project and do not necessarily reflect the opinion of the European Union.

Share This