Í október sl. auglýsti heilbrigðisráðuneytið styrki til frjálsra félagasamtaka til afmarkaðra verkefna sem hafa það að markmiði að vinna gegn fíknisjúkdómum. Rótin sótti um til tveggja verkefna, annars vegar til að koma af stað heilbrigðisþjónustu við heimilislausar konur og hins vegar til ráðstefnu um stefnumótun fíknistefnu.

Sl. föstudag fengum við þær fréttir að félagið fengi styrk í bæði verkefnin, alls 8,2 milljónir króna. Við erum afar þakklátar og spenntar að vinna að báðum þessum verkefnum sem við teljum mjög mikilvæg og þökkum kærlega fyrir okkur.

Frétt um styrkinn má finna á vef heilbrigðisráðuneytisins.

Share This