by Rótin félag um málefni kvenna | 10.10.2020 | Grein
Bandaríski sálfræðiprófessorinn Elisabeth Loftus er einn þekktasti sérfræðingur heims í minnisrannsóknum og upphafsmanneskja kenninga um ‚falskar minningar‘. Loftus birti rannsóknarniðurstöður á áttunda áratugnum sem bentu til þess að auðvelt væri að hafa áhrif á og búa til minningar um atburði sem aldrei áttu sér stað og brengla minni vitna.[i] Styr hefur staðið um kenningar Loftus frá upphafi ferils hennar og því fer fjarri að einhugur sé um framlag hennar til vísindanna.
Aðferðafræðilegar takmarkanir
Minningum er almennt skipt upp í tegundir og þau ferli sem eiga sér stað eftir tegundum eru mismunandi. Þannig kalla ævisögulegar minningar, sem fela í sér persónulega upplifun, á aðra hugræna ferla en táknminni sem felur frekar í sér lærða þekkingu og huglægan skilning. Þegar hin ævisögulega reynsla er tengd áfalli eru miklar líkur á að það hafi áhrif á minni og sumir áfallasérfræðingar halda því fram að áfallaminni sé í grundvallaratriðum ólíkt frásagnarminninu og tengist frekar skynhreyfiþáttum en að vera yrt.[ii]
Minnisrannsóknir sem gerðar voru á níunda áratugnum[iii] sýndu að verulegar takmarkanir væru á aðferðafræði Loftus, bæði siðferðilega[iv] og aðferðafræðilega. Þátttakendur voru einsleitur hópur stúdenta, þær voru allar framkvæmdar á tilraunastofu og fólu ekki í sér áhorf á raunverulega atburði heldur áhorf á myndbönd. Áhrif atburðanna á tilfinningar vitnanna voru því allt önnur og minni en ef þau hefðu orðið vitni að raunverulegum atburðum. Gagnrýnendur benda á að Loftus dragi of víðtækar ályktanir um hvernig hægt sé að hafa áhrif á minni. (more…)
by Rótin félag um málefni kvenna | 16.07.2020 | Grein, Uncategorized
Af hverju er svona erfitt að gangast við því að hafa verið fórnarlamb? Annar greinarhöfundur var komin hátt á fimmtugsaldur þegar hún gerði sér grein fyrir því að hún var fórnarlamb og það eftir að hafa farið í gegnum þykkt lag af fordómum, sjálfshatri og afneitun. Hvernig er hægt að vera einstaklingur sem hefur orðið fyrir ofbeldi en ekki fórnarlamb ofbeldisins og ofbeldismannsins?
Sá eða sú sem saklaus þarf að þola óréttlæti, óþægindi eða misgerðir
Fórnarlamb hefur sömu merkingu og orðið “victim“ á ensku og samkvæmt orðabókarskýringum er merking orðsins þríþætt. Í fyrsta lagi er fórnarlamb sá einstaklingur sem sætir ofsóknum eða dauða. Í öðru lagi sá sem saklaus þarf að þola óréttlæti, óþægindi eða misgerðir. Í þriðja lagi upprunaleg merking orðsins, dýr sem fórnað er í trúarskyni. (more…)
by Rótin félag um málefni kvenna | 11.05.2020 | Fréttatilkynning, Grein
Viðmið fyrir konur sem leita trausts og góðs ráðgjafa til að vinna með úr afleiðingum ofbeldis og áfalla
Að velja ráðgjafa
Ef þú ert að leita að ráðgjafa til að vinna úr afleiðingum áfalla mælum við með því að þú takir þér góðan tíma til þess. Þú þarft ekki að taka ákvörðun eftir fyrsta viðtal hjá ráðgjafa. Jafnvel þó að þú sért að ganga í gegnum tímabil mikilla erfiðleika þarftu ekki að skuldbinda þig í langtímaráðgjöf fyrr en þú ert búin að velja þann sem þú treystir. (more…)
by Rótin félag um málefni kvenna | 27.10.2019 | Grein
Soffía Auður Birgisdóttir og Ævar Kjartansson ræddu við Kristínu I. Pálsdóttur talskonu Rótarinnar í þætti sínum Samtal um femínisma, á Rás 1 á RÚV, sunnudaginn 27. október 2019. Fyrri hluti þáttarins er helgaður Rannsóknastofnuní jafnréttisfræðum en á tuttugustu mínútu hefst umfjöllun um Rótina og konur með vímuefnavanda.
Hér er hægt að hlusta á viðtalið:
(more…)
by Rótin félag um málefni kvenna | 21.09.2019 | Grein
Hvað er hræðsluáróður/óttaboð?
Hræðsluáróðri eða óttaboðum er ætlað að hræða fólk til heilbrigðrar breytni (t.d að hætta að reykja, nota ekki vímuefni, hætta hraðakstri, stunda meiri líkamsrækt). Oft er notað áhrifamikið og óþægilegt mynd- og tölfræðiefni sem vekur ótta og ónot. Dæmi um hræðsluáróður eru sviðsetningar á bílslysum, myndir af sjúkum lungum reykingamanna og þekkt auglýsing með mynd af spældu eggi og yfirskriftinni „Þetta er heilinn í þér í vímu“. (more…)
by Rótin félag um málefni kvenna | 14.08.2019 | Grein
„Sjúkragögn frá SÁÁ sögð hafa farið á flakk“ var fyrirsögn fréttar sem birtist á Mbl.is hinn 23. júlí s.l. og eins og hún gefur til kynna fjallar fréttin um óvarlega og ólöglega meðferð sjúkragagna fólks sem þegið hefur meðferð á meðferðarstöð SÁÁ að Vík á Kjalarnesi.
Í fréttinni er vitnað í Arnþór Jónsson, formann SÁÁ s.l. 6 ár, og Hjalta Björnsson, sem starfaði sem dagskrárstjóri hjá samtökunum í áratugi, þar sem þeir vísa ábyrgð á ferðalagi þessara viðkvæmu sjúkragagna hvor á annan. Það þarf hins vegar ekkert að rífast um það hver ber ábyrgð á þessum gögnum því að það er skilgreint í 12. gr. laga nr. 55 um sjúkraskrár frá árinu 2009 að ábyrgðaraðili sjúkraskráa er „Heilbrigðisstofnun eða starfsstofa heilbrigðisstarfsmanna þar sem sjúkraskrár eru færðar“ og í reglugerð um sjúkraskrár segir:
„Ábyrgðaraðili sjúkraskráa hverrar stofnunar og starfsstofu heilbrigðisstarfsmanna skal sjá til þess að þar sé rekið öryggiskerfi sem tryggir vernd sjúkraskrárupplýsinga sem að lágmarki uppfylli fyrirmæli landlæknis um öryggi og gæði sjúkraskráa“, því er ljóst að SÁÁ ber því ábyrgð á þessum gögnum og Embætti landlæknis „skal hafa reglubundið eftirlit með því að heilbrigðisþjónusta sem veitt er hér á landi uppfylli faglegar kröfur og ákvæði heilbrigðislöggjafar á hverjum tíma.“ (more…)