Rótin tekur við rekstri Konukots

Rótin tekur við rekstri Konukots

Rótin skrifaði undir samning við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar  um rekstur á Konukoti, sem er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur í lok september. Hér má lesa frétt á vef Reykjavíkurborgar í tilefni af samningnum.

Konukot er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur með 8-12 uppbúin rúm opið og er opið á milli klukkan 17:00 og 10:00, alla daga ársins. Öll þjónusta í Konukoti er konunum sem þar dvelja að kostnaðarlausu.

Rauði krossinn á Íslandi stofnaði Konukot sem tilraunaverkefni árið 2004 og hefur rekið það þangað til nú þegar Rótin tekur við. Rótin vill þakka Rauða krossinum fyrir stuðninginn við yfirtökuferlið sem hefur verið mikils virði. Ekki síst það örlæti sem Rauði krossinn hefur sýnt með því að eftirláta Rótinni rekstur fatamarkaðar Konukots sem er mjög mikilvægur fyrir starfsemina.

Með yfirtöku á rekstri Konukots er Rótin orðin sjálfboðaliðasamtök og eru sjálfboðaliðar félagsins í tveimur verkefnum við störf í Konukoti og á fatamarkaði Konukots. Vaktir sjálfboðaliða í Konukoti eru ýmist frá kl. 8:00-12:00 á morgnana eða frá kl. 17:00 22:00. Miðað er við að hver sjálfboðaliði taki ca. tvær vaktir á mánuði. Sjálfboðaliðar á fatamarkaði vinna eftir samkomlagi við verkefnisstjóra hans. Félagið leitar nú að sjálfboðaliðum til starfa í Konukoti og hér má nálgast umsóknarformið. Ekki vantar sjálfboðaliða á markaðinn eins og er. (more…)

MARISSA-verkefnið

MARISSA-verkefnið

MARISSA-verkefnið (Multi-agency approach to support victims of intimate partner violence with substance abuse issues) er tveggja ára Evrópskt samvinnuverkefni (2020-2021) sem hlaut styrk úr áætlun Evrópusambandsins um réttindi, jafnrétti og borgararétt. Markmið verkefnisins er að fjalla um samslátt heimilisofbeldis og vímuefnavanda og byggja upp þekkingu og þjálfa starfsfólk sem vinnur með konum sem orðið hafa fyrir heimilisofbeldi og glíma við vímuefnavanda.

MARISSA er á Facebook og Twitter og einnig er hægt að vera á póstlista verkefnisins.

Eins og staðan er skortir á að þolendum heimilisofbeldis með vímuefnavanda sé veitt viðeigandi þjónusta þar sem þetta tvennt hefur hingað til verið meðhöndlað í sitt hvoru lagi þegar ljóst er að betur fari á því að vinna með hvort tveggja á samþættan hátt. (more…)

Forstöðukona í neyðarskýli – Laus staða

Forstöðukona í neyðarskýli – Laus staða

Rótin leitar að framsýnni, metnaðarfullri og öflugri forstöðukonu yfir neyðarskýli fyrir húsnæðislausar konur í Reykjavík.

Markmið með þjónustu neyðarskýlisins er að mæta þörfum húsnæðislausra kvenna á heildstæðan og einstaklingsmiðaðan hátt. Notendum skal veitt félagsleg þjónusta og sértækur stuðningur til þess að geta dvalið í neyðarskýlinu. Skal þjónustan veitt með það að markmiði að efla vald notenda yfir aðstæðum sínum og lífi, styrkja sjálfsmynd þeirra, sjálfstraust, félagslega stöðu, sjálfsvirðingu og lífsgæði. Þjónustan tekur mið af skaðaminnkandi, áfalla- og kynjamiðaðri nálgun. (more…)

Dagskrá haust 2020

Dagskrá haust 2020

Fyrsti viðburðurinn í starfi Rótarinnar haustið 2020 er námskeiðið Forvarnir fyrir grunnskóla sem haldið er 2. september. Í haust verða haldin nokkur námskeið á vegum félagsins, Rótarhópurinn hefur göngu sína 16. september og þá býður félagið upp á fjölbreytta fræðslu meðal annars fyrir ráðgjafa og dvalarkonur Kvennaathvarfsins.

Athugið að félagið fylgir sóttvarnareglum vegna Covid-19 og því komast færri að á námskeið og hópa.

Vegna Covid-19 er nú gert hlé á umræðukvöldum félagsins í haust og eins er um Hreyfiaflið.

(more…)

Forvarnir í grunnskólum, áskoranir og leiðir

Forvarnir í grunnskólum, áskoranir og leiðir

Rótin, félag um konur, áföll og vímugjafa heldur námskeið um forvarnir í grunnskólum, áskoranir og leiðir miðvikudaginn 2. september 2020 kl. 13.30-16.00 í sal Laugalækjarskóla. Námskeiðið hlaut styrk úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla og er því niðurgreitt. Þátttökugjald er 2.000 kr. og innifalið í því er verkefnahefti sem allir þátttakendur fá.

Einnig er hægt að fá námskeiðið í einstaka skóla eða svæði.

Sjá einnig á vef Rótarinnar þar sem skráning fer fram og þessari færslu er hægt að deila af Facebook.

Námskeið Rótarinnar byggist á gagnreyndri þekkingu á forvörnum. Á námskeiðinu verður meðal annars fjallað um börn og unglinga í áhættuhópum og áhrifaþætti vímuefnanotkunar eins og þeir birtast t.d. rannsóknum á erfiðri lífsreynslu í æsku og tengsl við vímuefnanotkun (ACE-listinn). Unnið er út frá því að vímuefnanotkun sé ekki einangrað vandamál heldur eigi sér m.a. rætur í áföllum. Þá er einnig fjallað um kynjavinkilinn á fíkniferlinum. Kynnt verða líkön um skipulag forvarna, eins og íslenska módelið, og skoðað hvað virkar og hvað ekki í forvörnum (European Prevention Curriculum). Einnig verður fjallað um verndandi þætti sem styðja gegn áhættuhegðun og vímuefnanotkun með sérstakri áherslu á hlut skóla í því sambandi.

Markmiðið með námskeiðinu er að styðja og styrkja starfsfólk skóla í að vinna að forvörnum í samræmi við nýjustu gagnreynda þekkingu og auka þekkingu á aðferðum sem styðja við betri líðan barna í skólunum. (more…)

Að vinna með ráðgjafa

Að vinna með ráðgjafa

Viðmið fyrir konur sem leita trausts og góðs ráðgjafa til að vinna með úr afleiðingum ofbeldis og áfalla

Að velja ráðgjafa

Ef þú ert að leita að ráðgjafa til að vinna úr afleiðingum áfalla mælum við með því að þú takir þér góðan tíma til þess. Þú þarft ekki að taka ákvörðun eftir fyrsta viðtal hjá ráðgjafa. Jafnvel þó að þú sért að ganga í gegnum tímabil mikilla erfiðleika þarftu ekki að skuldbinda þig í langtímaráðgjöf fyrr en þú ert búin að velja þann sem þú treystir. (more…)