Samtal um sálgreiningu og fíkn

Samtal um sálgreiningu og fíkn

Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir, var í föstudagsviðtali Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur á Vísir.is hinn 20. maí 2016. Sæunn hefur ýmislegt áhugavert til málanna að leggja um fíknivanda og meðferð við honum og því fengum við Rótarkonur góðfúslegt leyfi til að birta þann hluta viðtalsins sem fjallar um fíkn á vefnum okkar. Það skal tekið fram að millifyrirsagnir eru á okkar ábyrgð og einnig var nokkrum hikorðum sleppt. Þetta er síðasti hluti viðtalsins sem hefst þegar um 56. mínútur eru liðnað af upptökunni og má hlusta á allt viðtalið hér:

Sá hluti viðtalsins sem er hér uppskrifaður er aðgengilegur á Facebook-síðu Rótarinnar og byrjar á 57. mínútu á upptökunni hér fyrir ofan.

Fíkn og áföll

Sæunn: Líka með áföll, ég veit ekki hvort að þið hafið heyrt talað um ACE Study, Adverse Childhood Experiences.

Viktoría: Hvað er það?

Sæunn: Það er um … Það er rannsókn sem skoðar það hvernig áföll í barnæsku, og það eru skilgreind ákveðin áföll, bæði áföll og vanræksla, allt frá því tilfinningalegrar vanrækslu yfir í kynferðislegt ofbeldi eða skilnað foreldra eða að missa foreldri. Ég held að þetta séu tíu áföll sem eru skilgreind og því fleiri, þú færð eitt stig fyrir hvert áfall, og því fleiri stig sem þú hefur því meiri hætta á sjúkdómum á fullorðinsaldri og þá erum við ekki bara að tala um andlega erfiðleika heldur erum við líka að tala um líkamlega sjúkdóma.

Ólöf: Þeta hefur maður nefnilega heyrt að og það er kannski vaxandi umræða um þetta núna að áföll sem þú verður fyrir hafi áhrif á líkamlega heilsu og líkamlegt bara ásigkomulag.

Sæunn: Algjörlega, já.Nánar

Aðalfundur, lagabreyting og nýtt ráð

Aðalfundur, lagabreyting og nýtt ráð

Aðalfundur Rótarinnar var haldinn miðvikudaginn 11. maí og fóru þar fram hefðbundin aðalfundarstörf. Áætlað hafði verið að Sólveig Anna Bóasdóttir héldi erindi en því var frestað. Hápunkturinn á þriðja starfsári félagsins var ráðstefna um konur, fíkn, áföll og meðferð sem haldin var 1.-2. september á Grand hóteli í Reykjavík í samstarfi Rótarinnar, rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum við…Nánar

Fréttatilkynning – Fundur með Óttari Guðmundssyni

Óttar Guðmundsson, geðlæknir, hafði samband við ráðskonur Rótarinnar í vikunni og óskaði eftir fundi, í kjölfar þess að Rótin sendi erindi á siðanefnd Læknafélags Íslands, vegna ummæla hans í viðtali í Fréttablaðinu. Í dag, uppstigningardag, fóru undirrituð og Guðrún Ebba Ólafsdóttir, ráðskona, á fund Óttars þar sem við ræddum saman af hreinskilni. Óttar tjáði okkur…Nánar

Aðalfundur og erindi 11. maí

Aðalfundur og erindi 11. maí

Miðvikudaginn 11. maí kl. 20 verður aðalfundur Rótarinnar í Kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum, Túngötu 14. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf sbr. lög félagsins. Kosið verður í ráð félagsins en í því sitja níu félagar og fer ráðið með ákvörðunarvald félagsins milli aðalfunda. Einnig skulu kosnir þrír varafulltrúar í ráðið. Við hvetjum áhugasaman félagskonur til að bjóða…Nánar

Erindi til siðanefndar Læknafélags Íslands

Erindi til siðanefndar Læknafélags Íslands

28. apríl 2016 Rótin hefur sent erindi til siðanefndar Læknafélags Íslands vegna ummæla geðlæknis í fjölmiðlum: „Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, óskar eftir áliti siðanefndar Læknafélags Íslands á því hvort ummæli Óttars Guðmundssonar, í viðtali við Fréttablaðið 22. apríl, 2016, samræmist þeirri ábyrgð gagnvart einstaklingum og samfélagi sem fylgir starfi læknis…Nánar

Búsetuúrræði fyrir heimilislausar konur með áfengis- og vímuefnavanda

Búsetuúrræði fyrir heimilislausar konur með áfengis- og vímuefnavanda

Á umræðukvöldi Rótarinnar miðvikudaginn 27. apríl kemur til okkar Katrín Guðný Alfreðsdóttir, félagsráðgjafi, flugfreyja og ráðskona í Rótinni og fjallar um heimilislausar konur. Umræðukvöldið er að vanda frá  kl. 20 til 21.20  í Kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum. Erindi Katrínar Guðnýjar nefnist „Búsetuúrræði fyrir heimilislausar konur með áfengis- og vímuefnavanda byggð á hugmyndfræði skaðaminnkandi nálgunar“. Katrín útskrifaðist með meistarapróf í félagsráðgjöf frá…Nánar

Nauðgun unglingsstúlkna. Niðurstöður rannsóknar á dómum Hæstaréttar

Nauðgun unglingsstúlkna. Niðurstöður rannsóknar á dómum Hæstaréttar

Á umræðukvöldi Rótarinnar miðvikudaginn 30. mars kemur til okkar Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Umræðukvöldið er frá  kl. 20 til 21.20  í Kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum. Erindi Svölu nefnist „Nauðgun unglingsstúlkna. Niðurstöður rannsóknar á dómum Hæstaréttar“. Fjallar hún um dóma er lúta að gerendum brotanna, þolendum, brotavettvangi, tengslum aðila, ástandi geranda og þolenda á…Nánar

Umsögn til mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna

Umsögn til mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna

Nú stendur yfir úttekt á stöðu mannréttindamála í aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna, á ensku Universal Periodical Review, UPR. Tilgangurinn er að kalla fram bæði það sem vel er gert og það sem betur má fara í mannréttindamálum aðildarríkjanna og sík úttekt var gerð á Íslandi árið 2011. Lögð er áhersla á það að frjálsum félagasamtökum og…Nánar

Erindi til Neyðarlínu og FMR

Erindi til Neyðarlínu og FMR

24. febrúar 2016 Rótin hefur sent tvö erindi annars vegar annað erindi til Neyðarlínunnar og hins vegar erindi til Fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra til að fylgja eftir erindi til Neyðarlínunnar frá 22. febrúar. Í erindi til Neyðarlínunnar, sem lesa má í PDF-skjali hér, segir: „Rótin óskaði eftir svörum frá Neyðarlínunni við nokkrum spurningum sem vöknuðu eftir að…Nánar

Spurningar til Neyðarlínunnar

Spurningar til Neyðarlínunnar

21. febrúar 2016 Rótin hefur sent erindi til Neyðarlínunnar vegna frétta af því að kona hafi verið hætt komin í vikunni eftir að alvarlegt viðbragðaleysi við neyðarkalli hennar: “Sæll Þórhallur. Í vikunni bárust af því fréttir að alvarleg mistök hjá Neyðarlínunni hafi orðið þess valdandi að kona varð næstum úti. Það vakti athygli okkar Rótarkvenna…Nánar