Umsögn Rótarinnar um áfengisfrumvarp

Umsögn Rótarinnar um áfengisfrumvarp

14. mars 2017

floskurUmsögn Rótarinnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak, lögum um aukatekjur ríkissjóðs, áfengislögum og lögum um gjald af áfengi og tóbaki, með síðari breytingum (smásala áfengis). Þingskjal 165 – 106. mál.

 Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda – leggst alfarið gegn þeim breytingum sem fyrirhugaðar eru á fyrirkomulagi smásölu á áfengi samkvæmt ofnagreindu frumvarpi.

Óþarfi er að telja upp allan þann skaða sem áfengi veldur einstaklingum og samfélögum í þessari umsögn, aðrir verða örugglega til þess, en það er nóg að benda á staðreyndir á síðu Alþjóðaheilbrigðis-málastofnunarinnar um þann skaða. Þar kemur m.a. fram að tæp 6% dauðsfalla á heimsvísu eru af völdum áfengis og að 25% dauðsfalla í aldurshópnum 20-39 ára er af völdum áfengis. Neyslan hefur einnig víðtæk áhrif á heilsufar og fylgni er á milli neyslu áfengis og tíðni fjölda geðsjúkdóma. Þá segir að skaðleg neysla alkóhóls valdi bæði félags- og fjárhagslegum skaða hjá einstaklingum og samfélagi. Áfengi er hugbreytandi efni sem er ávanabindandi og hefur gríðarleg heilsufarsleg, félagsleg og efnahagsleg áhrif á samfélög. (more…)

Heggur sá er hlífa skyldi – Ályktun

24. september 2016

Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda – lýsir undrun og vanþóknun á framgöngu dómstóla og fjölmiðla í kjölfar nauðgunarmáls sem upp kom í Vestmannaeyjum um liðna helgi. Skemmst er þess að minnast að lögregla í Vestmannaeyjum taldi tölfræðiupplýsingar um kynferðisbrot of persónuleg gögn til að birta opinberlega. Nú tæpum tveimur mánuðum síðar bregður svo við að fjölmiðlar og gæsluvarðhaldsúrskurður Hæstaréttar birta „viðkvæmar og jafnvel afbakaðar persónu- og heilsufarupplýsingar“ um þolanda hrottafenginnar nauðgunar, svo vitnað sé í Áslaugu Björgvinsdóttur, fyrrverandi dómara. (more…)

Erindi til siðanefndar Læknafélags Íslands

Erindi til siðanefndar Læknafélags Íslands

28. apríl 2016

Rótin hefur sent erindi til siðanefndar Læknafélags Íslands vegna ummæla geðlæknis í fjölmiðlum:

„Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, óskar eftir áliti siðanefndar Læknafélags Íslands á því hvort ummæli Óttars Guðmundssonar, í viðtali við Fréttablaðið 22. apríl, 2016, samræmist þeirri ábyrgð gagnvart einstaklingum og samfélagi sem fylgir starfi læknis samkvæmt siðareglum Læknafélags Íslands. Við horfum þá sérstaklega til III. kafla í Codex Ethicus LÍ.

Viðtalið nefnist „Enginn má lenda í neinu“ (sjá: http://www.visir.is/enginn-ma-lenda-i-neinu/article/2016160429698). Mörg ummæli þess grafa undan fórnarlömbum ofbeldis, gera lítið úr áhrifum kynferðisofbeldis á þolendur og skilgreiningarvaldi þeirra á ofbeldi sem þeir verða fyrir, ásamt því að gera lítið úr meðferð við áföllum. (more…)

Umsögn til mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna

Umsögn til mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna

25. maí 2016

Nú stendur yfir úttekt á stöðu mannréttindamála í aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna, á ensku Universal Periodic Review, UPR. Tilgangurinn er að kalla fram bæði það sem vel er gert og það sem betur má fara í mannréttindamálum aðildarríkjanna og sík úttekt var gerð á Íslandi árið 2011. Lögð er áhersla á það að frjálsum félagasamtökum og öðrum hagsmunaaðilum gefist kostur á að koma sjónarmiðum á framfæri við mannréttindaráð SÞ.

Innanríkisráðuneytið minnti okkur Rótarkonur á þetta og barst okkur bréf þeirra þann 14. mars og þó að gott hefði verið að hafa meiri undirbúningstíma en 10 daga fyrir slíka umsögn ákváðum við að nota tækifærið og koma sjónarmiðum okkar á framfæri við mannréttindaráðið. Með góðri hjálp tókst okkur að koma saman erindi sem við sendum í gær, 24. mars, 2016. (more…)

Erindi til Neyðarlínu og FMR

Erindi til Neyðarlínu og FMR

24. febrúar 2016

Rótin hefur sent tvö erindi annars vegar annað erindi til Neyðarlínunnar og hins vegar erindi til Fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra til að fylgja eftir erindi til Neyðarlínunnar frá 22. febrúar.

Í erindi til Neyðarlínunnar, sem lesa má í PDF-skjali hér, segir:

„Rótin óskaði eftir svörum frá Neyðarlínunni við nokkrum spurningum sem vöknuðu eftir að fréttir bárust af alvarlegum mistökum eftir neyðarkall Guðfinnu Gróu Pétursdóttur.

Neyðarlínan hefur nú svarað því að ekki hafi verið samhengi á milli þess að konan hafi verið búin að neyta áfengis og því að erindinu hafi verið framvísað til lögreglu. Hins vegar þykja okkur upplýsingar um atburðinn misvísandi.

Í svari Þórhalls Ólafssonar til Rótarinnar segir að „í þessu tilviki var beðið um aðstoð við að komast inn í íbúðina það er lögregluverk ekki sjúkrafluttningamanna.“ Við höfum hins vegar fengið þær upplýsingar annarsstaðar frá að Guðfinna hafi verið búin að segja að hún væri með lykla að íbúðinni á sér. Samkvæmt sömu heimild var fyrsta spurning sem lögreglan spurði Guðfinnu hvort að hún væri búin að drekka. Hvað er rétt í þessu? (more…)

Erindi til Neyðarlínu og FMR

Spurningar til Neyðarlínunnar

21. febrúar 2016

Rótin hefur sent erindi til Neyðarlínunnar vegna frétta af því að kona hafi verið hætt komin í vikunni eftir að alvarlegt viðbragðaleysi við neyðarkalli hennar:

“Sæll Þórhallur.

Í vikunni bárust af því fréttir að alvarleg mistök hjá Neyðarlínunni hafi orðið þess valdandi að kona varð næstum úti.

Það vakti athygli okkar Rótarkvenna að í fréttum af atburðinum virðist sem að samhengi hafi verið á milli þess að konan hafi verið búin að neyta áfengis og því að erindinu hafi verið framvísað til lögreglu.

Því óskum við svara hjá Neyðarlínunni um hvort að þetta er rétt skilið hjá okkur. Er neyðarhringingum frá fólki sem hefur neytt áfengis ávallt framvísað til lögreglu? Er fjallað um þetta í verklagsreglum starfsfólks neyðarlínunnar? Gætum við fengið afrit af verklagsreglunum. Hver var ástæða þess að lögregla svaraði ekki kalli konunnar? (more…)