25. maí 2016

Nú stendur yfir úttekt á stöðu mannréttindamála í aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna, á ensku Universal Periodic Review, UPR. Tilgangurinn er að kalla fram bæði það sem vel er gert og það sem betur má fara í mannréttindamálum aðildarríkjanna og sík úttekt var gerð á Íslandi árið 2011. Lögð er áhersla á það að frjálsum félagasamtökum og öðrum hagsmunaaðilum gefist kostur á að koma sjónarmiðum á framfæri við mannréttindaráð SÞ.

Innanríkisráðuneytið minnti okkur Rótarkonur á þetta og barst okkur bréf þeirra þann 14. mars og þó að gott hefði verið að hafa meiri undirbúningstíma en 10 daga fyrir slíka umsögn ákváðum við að nota tækifærið og koma sjónarmiðum okkar á framfæri við mannréttindaráðið. Með góðri hjálp tókst okkur að koma saman erindi sem við sendum í gær, 24. mars, 2016.

Rótin hefur fundið fyrir miklum stuðningi og meðbyr við málflutning sinn og það markmið félagsins að halda uppi umræðu um málefni fólks, sérstaklega kvenna, með fíknivanda hefur svo sannarlega náðst. Hins vegar finnst okkur hið opinbera heldur seint á sér að koma á úrbótum í málaflokknum og því var kærkomið tækifæri að koma sjónarmiðum okkar á framfæti við mannréttindaráðið.

Jafnrétti kynjanna er ein af grunnstoðum mannréttinda, gilda SÞ og undirstaða sáttmála SÞ. Umsögn Rótarinnar leggur út frá alþjóðlegum skuldbindingum Íslendinga s.s. í mannréttindasáttmála SÞ, samningi SÞ um afnám allrar mismununar gagnvart konum og alþjóðasamningi um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Einnig er vísað í íslensk lög s.s. jafnréttislög og lög um réttindi sjúklinga.

Hér má nálgast umsögnina og kynningarbréf sem fylgdi henni.

Kynningarbréf.

Umsögn Rótarinnar.

Share This