24. febrúar 2016

Rótin hefur sent tvö erindi annars vegar annað erindi til Neyðarlínunnar og hins vegar erindi til Fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra til að fylgja eftir erindi til Neyðarlínunnar frá 22. febrúar.

Í erindi til Neyðarlínunnar, sem lesa má í PDF-skjali hér, segir:

„Rótin óskaði eftir svörum frá Neyðarlínunni við nokkrum spurningum sem vöknuðu eftir að fréttir bárust af alvarlegum mistökum eftir neyðarkall Guðfinnu Gróu Pétursdóttur.

Neyðarlínan hefur nú svarað því að ekki hafi verið samhengi á milli þess að konan hafi verið búin að neyta áfengis og því að erindinu hafi verið framvísað til lögreglu. Hins vegar þykja okkur upplýsingar um atburðinn misvísandi.

Í svari Þórhalls Ólafssonar til Rótarinnar segir að „í þessu tilviki var beðið um aðstoð við að komast inn í íbúðina það er lögregluverk ekki sjúkrafluttningamanna.“ Við höfum hins vegar fengið þær upplýsingar annarsstaðar frá að Guðfinna hafi verið búin að segja að hún væri með lykla að íbúðinni á sér. Samkvæmt sömu heimild var fyrsta spurning sem lögreglan spurði Guðfinnu hvort að hún væri búin að drekka. Hvað er rétt í þessu?

Á vef Neyðarlínunnar segir:

Gæðakerfi neyðarlínunnar innifelur hundruði verklagsferla, allt frá ferli um hvernig spyrja skal um staðsetningu atburðar að leiðbeiningum um fæðingu í bifreið.

Þessir ferlar eru innbyggðir í tölvukerfi Neyðarvarða, og er Neyðarvörður þannig studdur skref fyrir skref í viðleitni sinni til að komast sem hraðast að því hver sé nauðsynlegur forgangur viðbragðs og hver sé vettvangur neyðar. Þegar nægjanlegar upplýsingar liggja fyrir lætur kerfið vita að nú sé komið nóg til að velja réttu viðbragðsaðilana og boða þá í verkefnið.

Þá segir á vefnum:

Greiningin F-1, F-2, F-3 og F-4 er notað í öllum tilfellum við greiningu á erindum, hvort sem er slys, eldur eða veikindi.

F stendur fyrir FORGANGUR og númeraröðin stendur fyrir mikilvægi.

Því spyrjum við, hvernig var símtal Guðfinnu flokkað samkvæmt þessu kerfi?“

Erindi til Fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra, sem lesa má í PDF-skjali hér, er á svipuðum nótum:

„Í vikunni bárust af því fréttir að alvarleg mistök hjá Neyðarlínunni og FMR hafi orðið þess valdandi að kona varð næstum úti. Það vakti athygli okkar Rótarkvenna að í fréttum af atburðinum virðist sem að samhengi hafi verið á milli þess að konan hafi verið búin að neyta áfengis og að erindinu hafi verið framvísað til lögreglu.

Rótin óskaði því eftir svörum frá Neyðarlínunni við nokkrum spurningum sem vöknuðu eftir að fréttir bárust af þessum alvarlegu mistökum. Neyðarlínan hefur nú svarað því að ekki hafi verið samhengi á milli þess að konan hafi verið búin að neyta áfengis og því að erindinu hafi verið framvísað til lögreglu. Hins vegar þykja okkur upplýsingar um atburðinn misvísandi.

Í svari Þórhalls Ólafssonar til Rótarinnar segir að „í þessu tilviki var beðið um aðstoð við að komast inn í íbúðina það er lögregluverk ekki sjúkrafluttningamanna.“ Við höfum hins vegar fengið þær upplýsingar annarsstaðar frá að Guðfinna hafi verið búin að segja starfsmanni Neyðarlínunnar að hún væri með lykla að íbúðinni á sér. Samkvæmt sömu heimild var fyrsta spurning sem lögreglan spurði Guðfinnu hvort að hún væri búin að drekka. Hvað er rétt í þessu?

Á vef Neyðarlínunnar segir:

Gæðakerfi neyðarlínunnar innifelur hundruði verklagsferla, allt frá ferli um hvernig spyrja skal um staðsetningu atburðar að leiðbeiningum um fæðingu í bifreið.

Þessir ferlar eru innbyggðir í tölvukerfi Neyðarvarða, og er Neyðarvörður þannig studdur skref fyrir skref í viðleitni sinni til að komast sem hraðast að því hver sé nauðsynlegur forgangur viðbragðs og hver sé vettvangur neyðar. Þegar nægjanlegar upplýsingar liggja fyrir lætur kerfið vita að nú sé komið nóg til að velja réttu viðbragðsaðilana og boða þá í verkefnið.

Þá segir á vefnum:

Greiningin F-1, F-2, F-3 og F-4 er notað í öllum tilfellum við greiningu á erindum, hvort sem er slys, eldur eða veikindi.

F stendur fyrir FORGANGUR og númeraröðin stendur fyrir mikilvægi.

Því spyrjum við, þegar FMR barst neyðarkall Guðfinnu hvernig var það flokkað samkvæmt þessu kerfi?“

Share This