Meðferð við fíkn – Umræðukvöld 9. október

Meðferð við fíkn – Umræðukvöld 9. október

Komið er að þriðja umræðukvöldi haustsins hjá Rótinni. Að þessu sinni mætir Helga Sif Friðjónsdóttir Ph.D, MN í geðhjúkrunarfræði og hjúkrunardeildarstjóri á fíknigeðdeild geðsviðs Landspítala  til okkar og ræðir meðferð við fíkn.
Áherslur Helgu Sifjar í meistara og doktorsnámi voru á meðferð og forvarnir fyrir einstaklinga með fíkni- og annan geðvanda. Hún hefur starfað að slíkri hjúkrun m.a. á Vogi og frá sumri 2007 á fíknigeðdeild Landspítala. Helga Sif er einnig í samstarfi um kennslu og þjálfun í áhugahvetjandi samtali á ýmsum vettvangi og er faglegur verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar – skaðaminnkunn, sem starfrækt er á vegum Rauða krossins í Reykjavík.

Allir, konur og karlar, eru velkomnir á umræðukvöld Rótarinnar!

Boðið er upp á te og kaffi en við erum með samskot fyrir því svo komið endilega með klink í baukinn.

Viðburðurinn er á Facebook: https://www.facebook.com/events/606876446018447/.

Fíkn sem afleiðing af ofbeldi – Fréttatilkynning

Vetrarstarf Rótarinnar – félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda – hefst formlega með umræðukvöldi miðvikudaginn 11. september kl. 20 í Kvennaheimilinu að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, Reykjavík. Í haust verðum við með umræðukvöld annan og fjórða miðvikudag hvers mánaðar, nema í desember, þá verðum við með aðventukvöld 11. desember og förum svo í jólafrí. Umræðukvöldin eru öllum opin, bæði konum og körlum.

Fyrsti gestur haustsins er Sigrún Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur og lektor við Háskólann á Akureyri en Sigrún er doktorsnemi í lýðheilsuvísindum. Erindi hennar fjallar um fíkn sem afleiðingu af ofbeldi og annars konar áföllum í æsku.

Rannsóknir Sigrúnar snúast um að skoða afleiðingar ofbeldis í æsku fyrir heilsufar og líðan karla og kvenna og vinna að þróun þverfaglegra meðferðarúrræða fyrir þann hóp. Úrræðið sem Sigrún hefur unnið að er kallað Gæfusporin og hefur hún unnið með það úrræði á Akureyri undanfarin tvö haust og nú í haust verður farið af stað í þriðja sinn. Einnig er verið að fara að stað með Gæfusporin í Mjóddinni Í Reykjavík í september þar sem Sigrún verður með handleiðslu og fræðslu

Viðburðurinn er á Facebook: https://www.facebook.com/events/388545704608550/.

Dagskrá Rótarinnar fram að jólum er á þessa leið:

  • 11. september – Fíkn sem afleiðing af ofbeldi og annars konar áföllum í æsku. Sigrún Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur og lektor við Háskólann á Akureyri en Sigrún er doktorsnemi í lýðheilsuvísindum.
  • 25. september – Ungar mæður og fíknivandi. Anna María Jónsdóttir geðlæknir á geðsviði Landspítala og hjá Miðstöð foreldra og barna.
  • 9. október – Meðferð við fíkn. Helga Sif Friðjónsdóttir Ph.D. í hjúkrunarfræði. Hjúkrunardeildarstjóri á fíknigeðdeild á geðsviði Landspítala.
  • 23. október – Konur, fíkn og sektartilfinning. Sigríður Guðmarsdóttir, Ph.D. í guðfræði og sóknarprestur í Reykjavík
  • 13. nóvember – Áfengið, ofbeldið og hitt kynið. Hildigunnur Ólafsdóttir afbrotafræðingur er dr. philos. frá Háskólanum í Osló.
  • 27. nóvember – Tilfinningaleg vandamál kvenna í áfengismeðferð. Ása Guðmundsdóttir sérfræðingur í klínískri sálfræði. Ása hefur m.a. sérhæft sig í áfengis- og vímuefnavanda.
  • 11. desember – Aðventukvöld Rótarinnar. Dagskrá kynnt síðar.

Sjá nánar á heimasíðu Rótarinnar.

Frekari upplýsingar:
 
Kristín I. Pálsdóttir ráðskona í Rótinni
893 9327
 
Sigrún Sigurðardóttir lektor
891 7654

Fréttatilkynninguna er líka að finna á Facebook ef þið viljið dreifa henni.

Fyrsta umræðukvöld haustsins, miðvikudag 11. september

Fyrsta umræðukvöld haustsins, miðvikudag 11. september

Nú er vetrarstarf Rótarinnar að fara af stað og fyrsta umræðukvöldið okkar verður miðvikudaginn 11. september kl. 20 á sama stað og í vor, Kvennaheimilinu að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, Reykjavík.

Fyrsti gestur haustsins er Sigrún Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur og lektor við Háskólann á Akureyri en Sigrún er doktorsnemi í lýðheilsuvísindum.

Erindi Sigrúnar fjallar um fíkn sem afleiðingu af ofbeldi og annarskonar áföllum í æsku.
Rannsóknir hennar snúast um að skoða afleiðingar ofbeldis í æsku fyrir heilsufar og líðan karla og kvenna og vinna að þróun þverfaglegra meðferðarúrræða fyrir þann hóp. Úrræðið sem Sigrún hefur unnið að er kallað Gæfusporin og hefur hún unnið með það úrræði á Akureyri undanfarin tvö haust og nú í haust verður farið af stað í þriðja sinn. Einnig er verið að fara að stað með Gæfusporin í Mjóddinni Í Reykjavík í september þar sem Sigrún verður með handleiðslu og fræðslu.

Fyrirkomulag umræðukvöldanna hjá okkur er þannig að fyrst er um 45 mín. inngangserindi og svo eru almennar umræður á eftir. Boðið er upp á te og kaffi og umræðukvöldin eru öllum opin, bæði konum og körlum.

Í haust verðum við með umræðukvöld annan og fjórða miðvikudag hvers mánaðar, nema í desember, þá verðum við með aðventukvöld 11. desember og förum svo í jólafrí.

Dagskrá haustsins verður kynnt á næstu dögum.

Viðburðurinn er á Facebook.