Nú er vetrarstarf Rótarinnar að fara af stað og fyrsta umræðukvöldið okkar verður miðvikudaginn 11. september kl. 20 á sama stað og í vor, Kvennaheimilinu að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, Reykjavík.

Fyrsti gestur haustsins er Sigrún Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur og lektor við Háskólann á Akureyri en Sigrún er doktorsnemi í lýðheilsuvísindum.

Erindi Sigrúnar fjallar um fíkn sem afleiðingu af ofbeldi og annarskonar áföllum í æsku.
Rannsóknir hennar snúast um að skoða afleiðingar ofbeldis í æsku fyrir heilsufar og líðan karla og kvenna og vinna að þróun þverfaglegra meðferðarúrræða fyrir þann hóp. Úrræðið sem Sigrún hefur unnið að er kallað Gæfusporin og hefur hún unnið með það úrræði á Akureyri undanfarin tvö haust og nú í haust verður farið af stað í þriðja sinn. Einnig er verið að fara að stað með Gæfusporin í Mjóddinni Í Reykjavík í september þar sem Sigrún verður með handleiðslu og fræðslu.

Fyrirkomulag umræðukvöldanna hjá okkur er þannig að fyrst er um 45 mín. inngangserindi og svo eru almennar umræður á eftir. Boðið er upp á te og kaffi og umræðukvöldin eru öllum opin, bæði konum og körlum.

Í haust verðum við með umræðukvöld annan og fjórða miðvikudag hvers mánaðar, nema í desember, þá verðum við með aðventukvöld 11. desember og förum svo í jólafrí.

Dagskrá haustsins verður kynnt á næstu dögum.

Viðburðurinn er á Facebook.

Share This