Konur studdar til bata – Daghópur

Konur studdar til bata – Daghópur

24. ágúst 2018

Á komandi vetri býður Rótin upp á hópastarf fyrir konur sem glímt hafa við fíknivanda þar sem lögð er áhersla á að fíknivandi sé afleiðing af áfalli (ens. trauma) og/eða öðrum fjölþættum vanda í lífi kvenna og að neyslan sé einkenni en ekki frumorsök. Aðaláhersla í hópunum er á fjóra þætti, sem eru: sjálfsmynd, sambönd og samskipti, kynverund og andlegt líf. Sjá nánar um hópastarfið hér fyrir neðan.

Rótin fer af stað með hópana í samstarfi við Janus endurhæfingu og er fullbókað í þann hóp, sem hittist kl. 17:15 á þriðjudögum, en nokkur sæti eru laus í daghóp sem hittist  á þriðjudögum  kl. 13:00-14:30.

Starfið í daghópnum hefst þriðjudaginn 28. ágúst og því óskum við eftir umsóknum eigi síðar en sunnudaginn 26. ágúst.

Eyðublað vegna umsóknar um þátttöku er hér. Einnig er hægt að senda tölvupóst á rotin@rotin.is með upplýsingum um nafn, kennitölu, netfangi og símanúmeri og gefa upp hvort þátttakandi er skráður í Rótina.

Innan þáttanna fjögurra, sem nefndir eru hér að framan, eru undirflokkar þar sem farið er ítarlega í þau atriði sem talin eru mikilvæg fyrir konur í bataferli.

Í hópastarfinu er spurt hvað kom fyrir konurnar í stað þess að spyrja hvað sé að þeim. Hvernig þær hafi komist af og til hvaða bjargráða hver og ein þeirra hafi gripið. Kynntar eru nýjar aðferðir til að takast á við vandann í stað neyslu. Markmiðið er að konurnar öðlist aukna sjálfsþekkingu sem einstaklingar, í stað þess að skilgreina sig í gegnum sambönd eða stöðu sína, að þær finni styrkleika sína og geti byggt framtíð sína og betra líf á þeim. (more…)

Konur studdar til bata – Daghópur

Konur studdar til bata – hópastarf á vegum Rótarinnar

Á komandi vetri býður Rótin upp á hópastarf fyrir konur sem glímt hafa við fíknivanda. Fyrirmynd hópanna kallast á ensku Helping women recover og kemur frá Stephanie Covington sem er frumkvöðull í vinnu með fíkn og áföll hjá konum. Í samræmi við það er lögð áhersla á að fíknivandi sé afleiðing af áfalli (ens. trauma) og/eða öðrum fjölþættum vanda í lífi kvenna og að neyslan því einkenni en ekki frumorsök.

Aðaláhersla í hópunum er á fjóra þætti, sem eru:

  1. sjálfsmynd
  2. sambönd og samskipti
  3. kynverund og
  4. andlegt líf

Innan þessara þátta eru undirflokkar þar sem farið er ítarlega í þau atriði sem talin eru mikilvæg fyrir konur í bataferli. Í hópastarfinu er spurt hvað kom fyrir konurnar í stað þess að spyrja hvað sé að þeim. Hvernig þær hafi komist af og til hvaða bjargráða hver og ein þeirra hafi gripið. Kynntar eru nýjar aðferðir til að takast á við vandann í stað neyslu. (more…)

Námskeið í núvitund

Námskeið í núvitund

Helena Bragadóttir

Félagskonum í Rótinni stendur nú til boða námskeið í núvitund (Mindfulness based relapse prevention) hjá Helenu Bragadóttur, hjúkrunarfræðingi á vímuefnasviði LSH og Láru Sif Lárusdóttur áfengis- og vímuefnaráðgjafa.

Námskeiðið er hluti af meistaraverkefni Helenu í geðhjúkrun þar sem hún skoðar áhrif núvitundariðkunar á einstaklinga sem hafa glímt við, eða eru að glíma við. áfengis- eða vímuefnafíkn. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu og sérhannað fyrir fólk með fíknivanda. Kennt er í 7 vikur, kl. 17-19 á fimmtudögum, frá 15. febrúar til 29. mars. Athugið að námskeiðinu hefur verið seinkað um viku!

Farið verður þess á leit við hluta þátttakenda að gefa færi á 1-2 einstaklingsviðtölum um upplifun þeirra af námskeiðinu að því loknu. Rannsóknin verður kynnt betur á námskeiðinu.

Námskeiðið byggir á umfjöllun um efnið og hugleiðslu í tímum. Mælst er til þess að þátttakendur æfi sig í hugleiðslunni á milli tíma en ekki eru önnur heimaverkefni.

Lágmarksfjöldi er 12 og hámark 18 konur.

Kennt verður á Grensásvegi 8 í Hugleiðslu- og friðarmiðstöðinni. (more…)