Meðferðarstöð á Englandi nefnd í höfuð Covington!

Meðferðarstöð á Englandi nefnd í höfuð Covington!

4. október 2015

Stephanie Covington

Stephanie Covington við Djúpalónssand

Dr. Stephanie Covington var aðalfyrirlesari á ráðstefnu Rótarinnar, RIKK og fleiri samstarfsaðila í september sl. Yfirskrift ráðstefnunnar var Konur, fíkn, áföll og meðferð og komu þar saman 240 fagaðilar úr velferðarkerfinu ásamt fræðimönnum og konum úr hinu svokallaða batasamfélagi.

Dr. Covington er félagsráðgjafi og sálfræðingur, viðurkenndur meðferðaraðili, rithöfundur, ráðgjafi stofnana og fyrirtækja. Hún er frumkvöðull á sviði kynjamiðaðrar meðferðar við fíknivanda og í samþættingu áfalla- og fíknimeðferðar og hefur gefið út mikið af hagnýtu efni til að nota í meðferð. Rótin hefur haft af því fregnir að strax eftir ráðstefnuna hafi nokkrir meðferðaraðilar hér á landi og á Grænlandi tekið upp meðferðarefni hennar auk leiðbeininga um áfallamiðaða nálgun. (more…)