Búsetuúrræði fyrir heimilislausar konur með áfengis- og vímuefnavanda

Búsetuúrræði fyrir heimilislausar konur með áfengis- og vímuefnavanda

Á umræðukvöldi Rótarinnar miðvikudaginn 27. apríl kemur til okkar Katrín Guðný Alfreðsdóttir, félagsráðgjafi, flugfreyja og ráðskona í Rótinni og fjallar um heimilislausar konur. Umræðukvöldið er að vanda frá  kl. 20 til 21.20  í Kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum.

Erindi Katrínar Guðnýjar nefnist „Búsetuúrræði fyrir heimilislausar konur með áfengis- og vímuefnavanda byggð á hugmyndfræði skaðaminnkandi nálgunar“.

Katrín útskrifaðist með meistarapróf í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands árið 2012. Hún starfaði á fíknigeðdeild Landspítalans í 2 ár að námi loknu en hefur starfað sem flugfreyja í 39 ár og er enn í 50% flugfreyjustarfi. Árið 2014 hóf hún fjölskyldumeðferðarnám í Endurmenntun Háskóla Íslands og lýkur því nú í maí. Katrín opnaði eigin ráðgjafastofu í Hafnarfirði ásamt dóttur sinni í nóvember 2015. Þar veita þær við ráðgjöf, stuðning og meðferð við persónulegum og fjárhagslegum vanda einstaklinga og fjölskyldna. (more…)