Samtal um sálgreiningu og fíkn

Samtal um sálgreiningu og fíkn

Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir, var í föstudagsviðtali Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur á Vísir.is hinn 20. maí 2016. Sæunn hefur ýmislegt áhugavert til málanna að leggja um fíknivanda og meðferð við honum og því fengum við Rótarkonur góðfúslegt leyfi til að birta þann hluta viðtalsins sem fjallar um fíkn á vefnum okkar. Það skal tekið fram að millifyrirsagnir eru á okkar ábyrgð og einnig var nokkrum hikorðum sleppt. Þetta er síðasti hluti viðtalsins sem hefst þegar um 56. mínútur eru liðnað af upptökunni og má hlusta á allt viðtalið hér:

Sá hluti viðtalsins sem er hér uppskrifaður er aðgengilegur á Facebook-síðu Rótarinnar og byrjar á 57. mínútu á upptökunni hér fyrir ofan.

Fíkn og áföll

Sæunn: Líka með áföll, ég veit ekki hvort að þið hafið heyrt talað um ACE Study, Adverse Childhood Experiences.

Viktoría: Hvað er það?

Sæunn: Það er um … Það er rannsókn sem skoðar það hvernig áföll í barnæsku, og það eru skilgreind ákveðin áföll, bæði áföll og vanræksla, allt frá því tilfinningalegrar vanrækslu yfir í kynferðislegt ofbeldi eða skilnað foreldra eða að missa foreldri. Ég held að þetta séu tíu áföll sem eru skilgreind og því fleiri, þú færð eitt stig fyrir hvert áfall, og því fleiri stig sem þú hefur því meiri hætta á sjúkdómum á fullorðinsaldri og þá erum við ekki bara að tala um andlega erfiðleika heldur erum við líka að tala um líkamlega sjúkdóma.

Ólöf: Þeta hefur maður nefnilega heyrt að og það er kannski vaxandi umræða um þetta núna að áföll sem þú verður fyrir hafi áhrif á líkamlega heilsu og líkamlegt bara ásigkomulag.

Sæunn: Algjörlega, já. (more…)