Rótin hefur sent eftirfarandi umsögn til Alþingis um frumvarp til laga um þungunarrof 149. löggjafarþing 2018-2019, þingskjal 521 — 393. mál. Umsögnina má einnig nálgast í PDF-skjali hér.

Alþingi
Nefndasvið
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík

  • 23. janúar 2019

 

Efni: Umsögn Rótarinnar – félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda um frumvarp til laga um þungunarrof 149. löggjafarþing 2018-2019, þingskjal 521 — 393. mál.

Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda fagnar nýju frumvarpi um þungunarrof. Frumvarpið er löngu tímabær lagabót og mikilvæg réttarbót fyrir konur. Frumvarpið er mikilvægt skref til að tryggja öllum konum rétt yfir líkama sínum enda er sá réttur grundvallarmannréttindi og núgildandi lög tryggja hann. Rétturinn yfir eigin líkama er ekki síst mikilvægt þeim konum sem höllum fæti standa í samfélaginu, eiga við vímuefna- og/eða geðrænan vanda að etja eins og skilja má af grein Sigurlaugar Benediktsdóttur, fæðingar og kvensjúkdómalækni, á Vísir.is hinn 2. nóvember 2018.

Íslendingar eru mikilvæg fyrirmynd í jafnréttismálum í hinu alþjóðlega samfélagi í dag og því er gríðarlega mikilvægt að sýna það góða fordæmi sem af því hlýst að lögleiða frumvarpið.

Rótin styður frumvarpið eins og það er lagt fram heilshugar.

Virðingarfyllst,

f.h. Rótarinnar

Kristín I. Pálsdóttir, talskona

 

Tilvísun: Sigurlaug Benediktsdóttir. „Opið bréf til Ingu Sæland“. Vísir.is, 2. 11. 2018.

Share This