Ása Guðmundsdóttir kemur á næsta umræðukvöld Rótarinnar, miðvikudaginn 27. nóvember, kl. 20 í Kvennaheimilinu að Hallveigarstöðum.

Ása er sérfræðingur í klínískri sálfræði. Hún starfar á Landspítalanum og rekur eigin sálfræðistofu. Hún vann um margra ára skeið við meðferð áfengis- og vímuefnavanda á Landspítala jafnframt því að sinna áfengisrannsóknum. Hún var m.a. með stuðnings- og meðferðarhópa fyrir konur í áfengis- og vímuefnameðferð og rannsakaði tilfinningalegan og félagslegan vanda þeirra. Hún hefur einnig um langt árabil sinnt einstaklingum á sálfræðistofu sinni, sem glímt hafa við áfengis-og vímuefnavanda, einkum konum. Hún sinnir nú m.a. meðferð þeirra sem leita á neyðarmóttöku nauðgana.

Í erindinu verður greint frá niðurstöðum rannsókna hennar á tilfinningalegum og félagslegum vanda kvenna í áfengis- og vímuefnameðferð auk þess sem fyrirlesari fjallar um eigin reynslu úr meðferðarstarfi með konum. Rætt verður um ástæður þess að huga þarf að þörfum kvenna sérstaklega er þær leita sér meðferðar.

Allir, konur og karlar, eru velkomnir á umræðukvöld Rótarinnar!

Boðið er upp á te og kaffi en við erum með samskot fyrir því svo komið endilega með klink í baukinn.

Viðburðurinn er á Fabebook: https://www.facebook.com/events/1435332200022917/.

Share This