Veittir verða þrír styrkir úr fræðslusjóði Rótarinnar á skólaárinu 2017-2018 til að stuðla að rannsóknum sem tengjast fíknivanda kvenna.
Styrkirnir eru ekki bundnir við tilteknar fræðigreinar.

Styrkirnir verða veittir til einstaklinga sem vinna að lokaverkefni til meistaranáms, að lágmarki 30 ETCS einingar, við íslenska eða erlenda
háskóla.

Hver styrkur nemur 100.000 krónum og verður styrkur greiddur út þegar verkefni hefur verið skilað til viðkomandi háskóla.

Í umsókn um styrk skal eftirfarandi koma fram:

1. Nafn, heimilsfang og tölvupóstfang umsækjanda.
2. Lýsing á inntaki rannsóknar, á hvern hátt hún er fallin til að varpa ljósi á umfjöllunarefnið og hæfni umsækjanda til að vinna rannsókn á fræðasviðinu.
3. Tímaáætlun um framvindu.

Umsókn skal fylgja ferilskrá umsækjanda, einkunnir í námi og samþykki leiðbeinanda fyrir rannsókninni sem lokaverkefni.

Þrír aðilar sitja í valnefnd, Þórunn Sveinbjarnardóttir ásamt talskonu og ritara Rótarinnar, Kristínu I. Pálsdóttur og Margréti Valdimarsdóttur, sem velur styrkþega úr hópi umsækjenda. Nefndin skal við val á styrkþegum leggja mat á framlag rannsóknar til fræðasviðsins, nýnæmi rannsóknar og hæfni umsækjanda til að vinna rannsóknina. Er rannsókn er lokið skal styrkhafi kynna niðurstöður rannsóknarinnar.

Umsóknum skal skilað í rafrænu formi á netfangið fraedslusjodur@rotin.is.
Umsóknarfrestur er til 15. september 2017.

Ef nánari upplýsinga er óskað hafið samband við Kristínu I. Pálsdóttir, talskonu Rótarinnar, í netfanginu talskona@rotin.is.

Share This