Rótin hefur sett af stað fjáröflun með hjálp Indiegogo-vefsetursins til að fjármagna ferð þriggja ráðskvenna á árlega ráðstefnu Women for Sobriety, Konur á batavegi, sem haldin verður 6.-8. júní 2014 í De Sales háskólanum í Pennsylvaníu. Markmið okkar er að koma á framfæri nýrri nálgun í meðferðargeiranum með tilliti til kynjasjónarmiða og valdeflandi hugmyndafræði fyrir konur. Women for Sobriety er frumkvöðull í þessari hugsun um fíkn.
Ráðstefnan er haldin í DeSales háskólanum, Center Valley, Pennsilvaníu, 6-8 júní 2014. Kostnaðurinn er 5.400 dollarar fyrir þrjár konur og innifalið í því er flug, ráðstefnugjald, gisting og rútuferðir í Bandaríkjunum.
Ef meiri peningar safnast verða þeir notaðir konum með fíknivanda til góða. Við erum að fara af stað með jafningjaráðgjöf sem peningarnir verða þá notaðir í. Rótin er ekki með neinar fastar tekjur eða starfsmann. Við styðjumst því alfarið við góðvilja stuðningsaðila, fyrirtækja, einkaaðila og opinbera styrki.
Þó að Rótin sé ungt félag höfum við mikinn metnað og höfum beitt okkur fyrir bættri stefnu í meðferðargeiranum á Íslandi. Við teljum að það sé hægt að hafa mjög góð áhrif á líðan og bata kvenna með því að kynna hugmyndafræði WSF á Íslandi.
Ef þú átt ekki peninga aflögu en langar að leggja okkur lið við að afla ferðafjárins mátt þú t.d. vekja athygli á söfnuninni fyrir okkur. Sendu krækju og segðu frá!

Share This