Kvennaráðstefnan Nordiskt Forum var haldin í Malmö í Svíþjóð dagana 12.-15. júní 2014. Fulltrúi Rótarinnar þar var Kristín I. Pálsdóttir og hélt hún erindi um félagið á ráðstefnunni um störf og áherslur félagsins. Einnig notuðum við tækifærið til að komast í samband við konur sem eru að vinna að málefnum kvenna með fíknivanda en svo virðist sem að engin sambærileg félög séu starfandi á Norðurlöndunum og þó víðar væri leitað.

Okkur þætti fengur í því að vita af félögum sem starfa á svipuðum grunni í öðrum löndum og biðjum þau sem vita af slíku starfi endilega að senda okkur upplýsingar um þau á rotin@rotin.is

Share This