Hinn 21. nóvember 2014 var Rótinni veitt réttlætisviðurkenning Stígamóta fyr­ir framúrsk­ar­andi störf í þágu jafn­rétt­is og gegn of­beldi.

Í rökstuðningi segir:

Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, hefur hafið löngu tímabæra umræðu um konur, fíkn, áföll og ofbeldi. Jafnframt hefur sjónum verið beint að sérstökum meðferðarúrræðum fyrir konur. Félagið hefur leitast við að koma á samstarfi milli stofnana, samtaka og annarra fagaðila sem fást við vímuefnameðferð, ofbeldi og úrvinnslu áfalla. Gífurlega mikilvægt verkefni sem vonandi mun ganga sem allra best.

Aðrir sem fengu réttlætisviðurkenninguna að þessu sinni voru Björg G. Gísla­dótt­ir, rit­höf­und­ur­inn Stein­ar Bragi, rappsveit­in Reykja­vík­ur­dæt­ur, Jó­hann­es  Kr. Kristjáns­son, Druslu­gang­an  og Tabú. Hér má sjá frétt með frekari upplýsingum.

Share This