Ráðgjöf

EKKI ER STARFANDI RÁÐGJAFI HJÁ RÓTINNI EINS OG ER OG ÞVÍ EKKI TEKIÐ Á MÓTI SKRÁNINGUM.

Ráðgjöf Rótarinnar er veitt konum sem eiga eða hafa átt við áfengis- og vímuefnavanda að stríða og/eða glíma við afleiðingar áfalla og aðstandendur.
Vinsamlega fyllið út formið og haft verður samband til að finna tíma.
Fyrsti tíminn er gjaldfrjáls en eftir það kostar hvert viðtal 16.500 kr.
Hægt er að óska eftir afslætti vegna fjárhagsstöðu og kostar viðtalið þá 10.000 kr.
Athugið að félagsþjónusta og sjóðir stéttarfélaga veita styrki vegna ráðgjafar þegar það á við.

Ráðgjafinn er bundinn þagnarskyldu samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga nr. 74/1997 og 136 gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Katrín er MA í félagsráðgjöf, hefur lokið tveggja ára námi í fjölskyldumeðferð frá Endurmenntun HÍ, Professional Certificate í vinnu með konum með vímuefnavanda, frá University College Dublin, og með viðbótardiplóma frá Háskóla Íslands í áfengis- og vímuefnafræðum. Að auki hefur hún lokið námskeiði í Háskólanum á Akureyri um sálræn áföll og ofbeldi. Katrín hefur réttindi til að veita EMDR meðferð (ens. Eye movement Desensitization and reprocessing) og hefur lokið námskeiðum í Endurmenntun H.Í. í áhugahvetjandi samtali (ens. Motivational Interviewing) og lausnamiðaðri nálgun (ens. Solution focused therapy). Katrín hefur tileinkað sér hugmyndafræði skaðaminnkandi nálgunar (ens. Harm reduction).

Share This