Ráðgjöf

Ráðgjafi Rótarinnar er Katrín G. Alfreðsdóttir

Katrín er MA í félagsráðgjöf, hefur lokið tveggja ára námi í fjölskyldumeðferð frá Endurmenntun HÍ, Professional Certificate í vinnu með konum með vímuefnavanda, frá University College Dublin, og með viðbótardiplóma frá Háskóla Íslands í áfengis- og vímuefnafræðum. Að auki hefur hún lokið námskeiði í Háskólanum á Akureyri um sálræn áföll og ofbeldi. Katrín hefur réttindi til að veita EMDR meðferð (ens. Eye movement Desensitization and reprocessing) og hefur lokið námskeiðum í Endurmenntun H.Í. í áhugahvetjandi samtali (ens. Motivational Interviewing) og lausnamiðaðri nálgun (ens. Solution focused therapy). Katrín hefur tileinkað sér hugmyndafræði skaðaminnkandi nálgunar (ens. Harm reduction).

Share This