Ráðgjafi Rótarinnar tekur á móti konum á þriðjudögum og föstudögum í Bjarkarhlíð við Bústaðaveg.
Viðtölin hafa nú færst yfir í símaviðtöl og eins og áður fara tímabókanir fram á vef Bjarkarhlíðar:
www.bjarkarhlid.is.

Katrín Guðný Alfreðsdóttir er ráðgjafi Rótarinnar og verður hún í sambandi við þær konur sem þegar eiga pantaðan tíma.

Katrín er M.A. í félagsráðgjöf, með starfsleyfi frá Embætti landlæknis, fjölskyldufræðingur frá Endurmenntun Háskóla Íslands, ProfCert konur og vímuefnavandi frá University College Dublin og með viðbótardiplóma frá HÍ í áfengis- og vímuefnafræðum. Að auki hefur hún lokið námskeiði um sálræn áföll og ofbeldi í Háskólanum á Akureyri. Katrín hefur réttindi til að veita EMDR meðferð (ens. Eye movement Desensitization and reprocessing) og hefur lokið námskeiðum í Endurmenntun H.Í. í áhugahvetjandi samtali (ens. Motivational Interviewing) og lausnamiðaðri nálgun (ens. Solution focused therapy).

Share This