Rot3Aðalfundur Rótarinnar var haldinn að Hallveigarstöðum hinn 14. maí. Kristín I. Pálsdóttir flutti skýrslu stjórnar og nýtt ráð var kosið.

Ráð Rótarinnar 2013-2014 er þannig skipað: Árdís Þórðardóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir,  Gunnhildur Bragadóttir,  Kristín I. Pálsdóttir, Þórlaug Sveinsdóttir, og Gunný Ísis Magnúsdóttir voru í ráðinu og halda áfram en inn koma þrjár nýjar konur. Þær eru Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir, Jóna Björg Howard og Lára Sif Lárusdóttir.

Vararáð: Edda Arinbjarnar, Guðrún Kristjánsdóttir og Lísa Kristjánsdóttir.

Þær Linda Vilhjálmsdóttir og Ilmur Kristjánsdóttir hættu í ráðinu og Guðrúnu Kristjánsdóttir færði sig úr ráði í vararáð. Við þökkum þeim þremur fyrir þeirra störf og samvinnu í ráðinu sem og Sólveigu Önnu Bóasdóttur sem hættir í vararáði.

Share This