Bókin „Að hundelta ópið“ (e. Chasing the Scream), eftir breska blaðamanninn Johann Hari kemur út í íslenskri þýðingu Halldórs Árnasonar í þessari viku en bókin og fyrirlestur Johanns um hana á TED hafa vakið verðskuldaða athygli um allan heim.

Í bókinni rekur Johann sögu hins svokallaða stríðs gegn fíkniefnum og þann skaða sem það hefur valdið í erindinu “Af hverju þarf Ísland á skaðaminnkandi hugmyndafræði og endalokum fíknistríðsins að halda?”

Í skaðaminnkandi nálgun er áhersla lögð á afleiðingar og áhrif fíknihegðunar, en ekki á notkunina sem slíka, með það að markmiði að auka lífsgæði neytenda.

Eftir erindi Johanns stýrir Helga Sif Friðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur umræðum.

Snarrótin, Rótin og Frú Laufey standa að fundinum og er hann öllum opinn og aðgangur er ókeypis.

Viðburðurinn er á Facebook.

Share This